Plágan [2] (um 1975)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Plágan, og var líklega starfandi á höfuðborgarsvæðinu í kringum miðjan áttunda áratuginn. Magnús Guðmundsson, síðar söngvari Þeys, mun hafa verið í Plágunni en ekkert annað liggur fyrir um sveitina.

Plutonium (um 2000)

Um eða fyrir síðustu aldamót var hljómsveit starfandi á Grundarfirði undir nafninu Plutonium. Upplýsingar eru takmarkaðar um Plutonium en meðlimir hennar munu hafa verið Axel Björgvin Höskuldsson gítarleikari [?], Þorkell Máni Þorkelsson hljómborðsleikari [?], Aðalsteinn Valur Grétarsson söngvari [?] og Gústav Alex Gústavsson trommuleikari [?]. Einnig mun hafa verið söngkona í sveitinni en upplýsingar um…

Plunge (1996-98)

Hljómsveitin Plunge frá Siglufirði var nokkuð í fréttum á árinu 1997 þegar sveitinni bauðst að vera á bandarískri safnplötu sem dreift var til kynningar fyrir útvarpsstöðvar og útgefendur. Tildrög þess voru þau að þeir félagar höfðu rekist á auglýsingu í bandarísku gítarblaði þar sem óskað var eftir efni frá tónlistarmönnum, Plunge-liðar sendu þrjú lög og…

Plug (1999)

Hljómsveitin Plug starfaði á Reykjavíkursvæðinu að minnsta kosti árið 1999, áreiðanlega þó lengur. Plug keppti í hljómsveitakeppninni Rokkstokk sem haldin var í Keflavík 1999 og átti lag á safnplötu sem gefin var út í kjölfarið á keppninni. Söngvari Plug var Haukur Heiðar Hauksson sem síðan hefur verið kenndur við Diktu en upplýsingar vantar um aðra…

Pláhnetan – Efni á plötum

Pláhnetan – Speis Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: Steinar 13147932 Ár: 1993 1. Spútnik 2. Í lausu lofti 3. Tunglið tekur mig 4. Span 5. Norðurljósa-Logi 6. Sólon 7. Ildi 8. Loftsteina-Dísa 9. Gagarín 10. Funheitur (geimdiskó) 11. Þú veist 12. Eldfjallastöðin Flytjendur: Friðrik Sturluson – bassi Ingólfur Guðjónsson – hljóðgervlar og Hammond Ingólfur Sigurðsson – trommur…

Pláhnetan (1993-95)

Hljómsveitin Pláhnetan starfaði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, var stofnuð í kjölfar þess að Sálin hans Jóns míns sprakk og dafnaði reyndar ágætlega í því tómarúmi sem sú sveit skildi eftir sig. Sálin hafði verið starfandi með litlum hléum í um fimm ár og svo fór um áramótin 1992-93 að þar fengu menn nóg…

Afmælisbörn 29. júní 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fjörutíu og sjö ára í dag. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem sett var…

Blúsband Þorleifs Gauks á Rósenberg

Blúsband Þorleifs Gauks kemur fram á Café Rósenberg við Klapparstíg mánudagskvöldið 4. júlí nk. klukkan 22:00. Blúsband Þorleifs Gauk sló í gegn á Blúshátíð Reykjavíkur um páskana, með Þorleifi sem leikur sjálfur á munnhörpu auk þess að syngja, verða í för kontrabassaleikarinn og söngvarinn Colescott Rubin, gítarleikarinn Guðmundur Pétursson og Birgir Baldursson slagverksleikari. Þorleifur Gaukur Davíðsson…