Plunge (1996-98)

Plunge1

Plunge

Hljómsveitin Plunge frá Siglufirði var nokkuð í fréttum á árinu 1997 þegar sveitinni bauðst að vera á bandarískri safnplötu sem dreift var til kynningar fyrir útvarpsstöðvar og útgefendur. Tildrög þess voru þau að þeir félagar höfðu rekist á auglýsingu í bandarísku gítarblaði þar sem óskað var eftir efni frá tónlistarmönnum, Plunge-liðar sendu þrjú lög og var eitt þeirra valið úr hópi þúsunda laga til að vera á plötunni með nítján öðrum lögum.

Sveitin hafði áður starfað undir nafninu Newshit en vorið 1996 breyttu þeir nafni sínu í Plunge og störfuðu undir því nafni að minnsta kosti til 1998, þó með einhverjum hléum.

Meðlimir Plunge voru Gottskálk Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Víðir Vernharðsson gítarleikari, Sveinn Hjartarson trommuleikari og Jón Svanur Sveinsson bassaleikari.