The Phobic (1995)

The Phobic var einsmannssveit sem átti lag á safnplötunni Sándkurl 2 en sú plata kom út 1995. Það var Arnþór Snær Sævarsson sem kallaði sig þessu nafni en hann lék á hljómborð og forritaði, honum til aðstoðar á plötunni var Bragi Ingiberg Ólafsson saxófónleikari (B.I.O.).

Phobia [2] (1998)

Hljómsveitin Phobia var stofnuð í upphafi árs 1998 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Phobia var Metallicu coverband og meðal meðlima sveitarinnar voru Valdi Olsen gítarleikari [?], Ólafur Ásgeirsson trommuleikari og Freyr [?] bassaleikari [?], ekki er vitað um fleiri meðlimi sveitarinnar. Allar nánari upplýsingar um Phobiu eru vel þegnar.

Phobia [1] (1983-84)

Hljómsveitin Phobia var skammlíf sveit, stofnuð haustið 1983 upp úr Nefrennsli sem þá hafði lagt upp laupana. Stofnmeðlimir Phobiu, sem fyrstu vikurnar gekk undir nafninu Panic, voru Hannes A. Jónsson trommuleikari og Sigurbjörn R. Úlfarsson bassaleikari en þeir fengu fljótlega til liðs við sig Ögmund [?] söngvara og gítarleikara. Í lok ársins hafði söngkonan Rósa…

Pétur Sigurðsson (1899-1931)

Nafn Péturs Sigurðssonar tónskálds er ekki vel þekkt utan Skagafjarðar en hann hafði mikil áhrif á tónlistarlíf á heimaslóðum nyrðra. Pétur fæddist 1899 og bjó alla tíð í Skagafirðinum, hann var bóndasonur, nam húsasmíði og starfaði einkum við brúarsmíði. Hann hlaut ekki tónlistaruppeldi sem neinu næmi en hlaut þó einhverja tilsögn á harmonium, að öðru…

Afmælisbörn 31. maí 2016

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fjörutíu og níu ára í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en í…

Afmælisbörn 30. maí 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og tveggja ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir…

Pétur Pétursson þulur (1918-2007)

Pétur Pétursson þulur eins og hann var iðulega nefndur átti stóran þátt í að móta íslenskt útvarp og útvarpshefðir, sem enn í dag eru sumar hverjar í fullu gildi hjá Ríkisútvarpinu. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif á tónlistarsmekk og -uppeldi heillar þjóðar og Pétur enda blandaði hann daglega lagakokteil fyrir útvarpshlustendur í áratugi áður…

Pétur Kristjánsson – Efni á plötum

Pétur Kristjánsson [ep] Útgefandi: Laufútgáfan Útgáfunúmer: PK 200 Ár: 1970 1. Blómið sem dó 2. Vitskert veröld Flytjendur: Pétur Kristjánsson – söngur og bassi Gunnar Jökull Hákonarson – trommur Einar Vilberg – gítar   Pétur Kristjánsson – Bardagi um sál / Wonderland of Eden [óútgefin ep] Útgefandi: Laufútgáfan Útgáfunúmer: [útgáfunúmer óþekkt] Ár: 1970 1. Bardagi…

Pétur Kristjánsson (1952-2004)

Fáir höfðu jafn mikil áhrif á íslenskra poppsögu á áttunda áratug síðustu aldar og Pétur W. Kristjánsson eða Pétur poppari eins og hann var oft nefndur, hver hljómsveitin á fætur annarri með hann í broddi fylkingar fyllti ballhúsin um land allt og seldi plötur í bílförmum. Allir eru sammála um að Pétur féll frá alltof…

Pétur Guðjohnsen (1812-77)

Nafn Péturs Guðjohnsen er ekki meðal þeirra þekktustu í tónlistargeiranum en fáir hafa þó líklega haft meiri áhrif á sönglistina hérlendis en hann. Pétur (Guðjónsson) fæddist að Hrafnagili í Eyjafirði haustið 1812 og ólst upp fyrir norðan. Það var í raun fátt sem benti til að hann myndi starfa við eitthvað sem tengdist tónlist en…

Pétur rakari (1923-95)

Pétur Guðjónsson, oftast kallaður Pétur rakari, var með fyrstu umboðsmönnum íslenskra skemmtikrafta og var reyndar með mjög marga slíka á tímabili. Pétur fæddist 1924 í Reykjavík, hann varð fyrst þekktur fyrir danskunnáttu sína án þess þó að hafa lært nokkuð í þeim fræðum. Hann kenndi dans á tímabili og sýndi ennfremur dans á samkomum, hann…

Afmælisbörn 29. maí 2016

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari er tuttugu og sjö ára gamall á þessum degi. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni Bandinu…

Afmælisbörn 28. maí 2016

Fjögur afmælisbörn er að finna í gagnagrunni Glatkistunnar í dag: Helgi Pétursson jafnan kenndur við Ríó tríó er sextíu og sjö ára á þessum degi. Hann hefur sungið og leikið á kontrabassa með Ríó tríói allt síðan 1965 en hefur einnig fengist við annars konar tónlistartengd verkefni s.s. með Grasösnum sem og á plötum annarra…

Afmælisbörn 27. maí 2016

Einn tónlistarmaður kemur við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi á stórafmæli í dag en hann er fertugur. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var Gunnar…

Pez [2] (1995-96)

Allar upplýsingar um hafnfirsku unglingahljómsveitina Pez væru vel þegnar. Pez starfaði 1995 og 96 en ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit.

Pétur Á. Jónsson (1884-1956)

Pétur Á. Jónsson óperusöngvari var fyrstur Íslendinga til að syngja inn á plötur og átti aukinheldur farsælan söngferil í Þýskalandi, aðstæður í heimsmálum urðu til þess að hann fluttist heim mun fyrr en ella hefði orðið. Pétur (Árni) Jónsson fæddist í Reykjavík 1884 og var af söngelsku fólki kominn. Hann þótti snemma liðtækur og efnilegur…

Pétur – Efni á plötum

Pétur – Engin Nína hér [snælda] Útgefandi: Pétur Útgáfunúmer: PS 06 Ár: 1994 1. Dragon 2. Five to one 3. Negative creep 4. Everything you know 5. Ógislega feitir 6. Candy man 7. Stolen car 8. Cocksucker blues 9. Full circle 10. Wish I was dead 11. S S blues Dragon Flytjendur: Valur Snær Gunnarsson…

Pétur (1994)

Hljómsveitin Pétur starfaði 1994 og hugsanlega lengur. Pétur var stofnuð í Reykjavík sumarið 1994 en meðlimir hennar voru á menntaskólaaldri, flestir í Kvennaskólanum. Meðlimir Péturs voru Valur Snær Gunnarsson söngvari, Jón Gunnar Þórarinsson gítarleikari, Sigurður Hjartarson bassaleikari og Magnús Þór Magnússon trommuleikari. Sveitin náði að senda frá sér ellefu laga snældu, Engin Nína hér, um…

Pez [3] (1997)

Hljómsveit að nafni Pez var starfandi 1997, að öllum líkindum í Borgarnesi en sveitin spilaði nokkuð á þeim slóðum. Meðlimir Pez voru Símon Ólafsson söngvari og bassaleikari, Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Hafsteinn Þórisson gítarleikari og Pétur Sverrisson söngvari og gítarleikari. Einhverjir Pez-liða höfðu verið í hljómsveitinni Túrbó sem starfaði lengi í Borganesi.

Pétur Á. Jónsson – Efni á plötum

Pétur Á. Jónsson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Grammophone concert records GCR-282081 Ár: 1910 1. Dalvísur Flytjendur:  Pétur Á. Jónsson – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]     Pétur Á. Jónsson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Grammophone concert records GCR-282082 Ár: 1910 1. Augun blá Flytjendur: Pétur Á. Jónsson – söngur [engar upplýsingar um…

Afmælisbörn 26. maí 2016

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) tónlistarmaður á Ísafirði er áttatíu og sex ára gamall á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék með…

Afmælisbörn 25. maí 2016

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi er fjörutíu og átta ára gömul. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður með ballhljómsveitum á Suðurlandi…

Afmælisbörn 24. maí 2016

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins í dag hjá Glatkistunni: Kristján Jóhannsson tenórsöngvari er sextíu og átta ára á þessum degi. Kristján hóf sinn söngferil fyrir norðan, nam söng fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og á Ítalíu, þar sem hann starfaði um árabil en er nú fyrir nokkru fluttur heim til Íslands. Um tugur platna…

Afmælisbörn 23. maí 2016

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag á vefsetri Glatkistunnar: Tómas Magnús Tómasson (Tommi Tomm) bassaleikarinn góðkunni er sextíu og tveggja ára. Tommi er auðvitað þekktastur fyrir Stuðmannaframlag sitt en hann hefur plokkað bassann í mun fleiri sveitum, s.s. Amor, Arfa, Þursaflokknum, Fónum, Gæðablóðum, Change, Mods, Bítladrengjunum blíðu, Rifsberju, Snillingunum og Sirkus Homma Homm. Tómas…

Afmælisbörn 22. maí 2016

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fjögur talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er fimmtíu og sjö ára. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig hefur Eva Ásrún…

Perlan [2] (1990-92)

Hljómsveitin Perlan lék á öldurhúsum borgarinnar á árunum 1990-92, sveitin mun hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum og voru staðir eins og Danshúsið í Glæsibæ aðal vettvangur hennar. Ekki er að finna neinar upplýsingar um meðlimi Perlunnar utan þess að Mattý Jóhanns (Matthildur Jóhannsdóttir) var söngkona sveitarinnar. Perlan sem auglýsti á sínum tíma grimmt þjónustu…

Perlan [3] (2003)

Hljómsveit að nafni Perlan starfaði 2003 og sendi þá frá sér jólaplötuna Gleði heimsins. Perlan lék eitthvað á samkomum tengdum ÆSKR (Æskulýðssambandi kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum) en ekki liggur fyrir hvort sveitin tengdist því starfi eitthvað frekar. Á plötu Perlunnar, sem tekin var upp haustið 2003, er að finna jólalög í rokkuðum útsetningum en á henni…

Pentagram (1985-87)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Pentagram sem að öllum líkindum var starfandi á árunum 1985-87. Þó liggur fyrir að Hallur Guðmundsson var bassaleikari sveitarinnar en annað er ekki að finna um þessa hljómsveit.

Pes (1990)

Pes var blústríó sem starfaði 1990 en meðlimir þess voru Pálmi J. Sigurhjartason hljómborðsleikari, Einar Þorvaldsson gítarleikari og Sigurður Sigurðsson söngvari. Þeir höfðu starfað saman í hljómsveitinni Centaur sem þá hafði hætt störfum. Pes varð ekki langlíft tríó.

Petit kvintett (1964)

Petit kvintett starfaði á norðanverðu landinu, hugsanlega á Sauðárkróki eða Skagafirðinum en sveitin lék á Sæluviku Sauðkrækinga vorið 1964. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit en líkur eru á að hún hafi starfað lengur en það eina ár.

Pestin (um 1967)

Hljómsveitin Pestin var unglingasveit sem Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður var í á sínum yngri árum. Engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og hér er einungis giskað á að hún hafi verið starfandi í kringum 1967. Nánari upplýsingar um Pestina eru vel þegnar.

Persona (1967-68)

Blústríóið Persona var skammlíft band, stofnað í árslok 1967 og starfaði fram á sumar 1968. Eftir því sem heimildir segja voru meðlimir Personu Axel Einarsson bassaleikari, Finnur Torfi Stefánsson gítarleikari og Rafn Haraldsson trommuleikari. Axel mun hafa komið síðastur inn í sveitina og gæti því annar bassaleikari hafa verið í henni í upphafi.

Permanent (1977)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Pernanent sem lék a.m.k. eitt kvöld í skemmtstaðnum Klúbbnum síðla árs 1977. Allar upplýsingar um Pernanent væru vel þegnar.

Perlan [3] – Efni á plötum

Perlan [3] – Gleði heimsins Útgefandi: Perlan Útgáfunúmer: PER001 Ár: 2003 1. Bjart er yfir Betlehem 2. Gjör dyrnar breiðar hliðið hátt 3. Gleði heimsins 4. Í dag er glatt í döprum hjörtum 5. Heims um ból 6. Nóttin var sú ágæt ein 7. Þá nýfæddur Jesús 8. Litla jólabarn Flytjendur: Ágúst Böðvarsson – gítar,…

Pez [1] (1991-92)

Hljómsveitin Pez starfaði í Kópavoginum á árunum 1991 og 92. Pez var stofnuð upp úr annarri sveit, Sveindómnum og voru meðlimir Hjalti Grétarsson gítarleikari, Kristinn Guðmundsson bassaleikari, Finnur P. Magnússon trommuleikari og Matthías Baldursson (Matti Sax) gítarleikari og söngvari, þeir voru allir á unglingsaldri. Pez var pönksveit og var því eilítið á skjön við strauma…

Afmælisbörn 21. maí 2016

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona er fjörtíu og eins árs gömul á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…

Afmælisbörn 20. maí 2016

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkóar, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó leikið…

Afmælisbörn 19. maí 2016

Í dag eru á skrá Glatkistunnar tvö afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er hvorki meira né minna en áttræður á þessum degi og á því stórafmæli, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en…

Afmælisbörn 18. maí 2016

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst skal telja söngvarann Sævar Sverrisson en hann á fimmtíu og níu ára afmæli í dag. Sævar hefur sungið með fjöldanum öllum af misþekktum hljómsveitum og  margir muna eftir honum í hljómsveitinni Spilafíflum í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Meðal annarra sveita sem hann hefur verið…

Afmælisbörn 17. maí 2016

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hrafn Pálsson píanó- og bassaleikari á stórafmæli en hann er áttræður í dag, hann lék með ýmsum þekktum hljómsveitum á árum áður, Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, SOS tríóinu og Hljómsveit Svavars Gests svo fáeinar séu hér upp taldar. Hrafn var einnig virkur…

Afmælisbörn 16. maí 2016

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jónas Sigurðsson skal fyrstan telja en hann er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Jónas hafði spilað á trommur með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna bönd eins Sólstrandagæjana, Trassana, Ýmsa flytjendur og Blöndustrokkana. Sólóferill Jónasar hófst 2006 þegar fyrsta…

Afmælisbörn 15. maí 2016

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Rúnar Erlingsson bassaleikari frá Raufarhöfn er fimmtíu og átta ára gamall á þessum ágæta degi. Rúnars verður alltaf minnst sem eins af Utangarðsmönnum sem slógu í gegn sumarið 1980 en hann lék einnig með tengdum sveitum í kjölfarið, s.s. Bodies, Mögulegt óverdós, Puppets, Jasmini og Egó.…

Afmælisbörn 14. maí 2016

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Ámundi Ámundason (Ámi) einn þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi áttunda áratugarins er sjötíu og eins árs gamall í dag. Ámundi annaðist umboðsmennsku fyrir hljómsveitir eins og Hljóma, auk þess að gefa út plötur undir merkjum ÁÁ-records. Hann markar þannig upphaf útgáfusögu Stuðmanna og Jóhanns G. Jóhannssonar en alls komu…

Afmælisbörn 13. maí 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag, báðir eru látnir: Einar Markússon píanóleikari og tónskáld átti afmæli á þessum degi en hann fæddist 1922. Einar starfaði mestmegnis vestan hafs og fékk í raun aldrei neina viðurkenningu hér heima þrátt fyrir færni á sínu sviði. Einhverjar plötur komu út með honum ytra en litlar upplýsingar finnast um…

Páll Pampichler Pálsson – Efni á plötum

Kammersveit Reykjavíkur – Páll Pampichler Pálsson: Chamber works Kristallar / Crystals Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM 8-07 Ár: 1994 1. Gudis-Mana-Hasi 2. Kristallar 3. Morgen 4. August sonnet 5. September sonnet 6. Lantao 7. – 12. Sex íhugulir söngvar; Upphaf / Óveðurskvöld / Hringstefja / Rotturnar / Fyrir sólris / Endir Flytjendur: Signý Sæmundsdóttir –…

Páll Pampichler Pálsson (1928-2023)

Páll Pampichler Pálsson var einn af þeim erlendu tónlistarmönnum sem hingað kom á fyrri hluta síðustu aldar og sett mark sitt á íslenskt tónlistarlíf, margir þeirra settust hér að og var Páll einn þeirra. Páll fæddist 1928 í austurrísku borginni Graz, hann var skírður Paul Pampichler en hlaut löngu síðar íslenskan ríkisborgararétt (1958) og tók…

Penis (1971)

Engar heimildir er að finna um hljómsveitina Penis sem mun hafa verið starfandi 1971, eða að öllum líkindum. Allar upplýsingar um þessa merkilegu sveit má senda Glatkistunni.

Pegasus (1993)

Hljómsveitin Pegasus frá Akranesi starfaði 1993 og tók þá um vorið þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir Pegasusar voru Einar Harðarson gítarleikari, Gunnar S. Hervarsson söngvari og gítarleikari, Sigurjón Þorgrímsson bassaleikari, Guðmundur Claxton trommuleikari og Svanfríður Gísladóttir söngkona. Sveitin lék eins kona nýbylgjupopp og komst í úrslit keppninnar án þess þó að gera þar einhverjar rósir.…