Afmælisbörn 25. maí 2016

Jóel Pálsson

Jóel Pálsson

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi:

Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi er fjörutíu og átta ára gömul. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður með ballhljómsveitum á Suðurlandi á borð við sveitir eins og Karma, Stress, Lótus og Mána.

Jóel (Kristinn) Pálsson saxófónleikari er fjörutíu og fjögurra ára gamall. Jóel hefur leikið með óteljandi djasskvartettum og –tríóum en auk þess með sveitum eins og Milljónamæringunum, Stórsveit Reykjavíkur og Atlantshaf(sbandalaginu). Hann hefur einnig þótt ómissandi á plötum hljómsveita og annarra flytjenda þegar skreyta hefur þurft lög með rörablæstri.

Jan Morávek (fædur 1912) átti einnig afmæli þennan dag en hann starfrækti og starfaði með fjöldanum öllum af hljómsveitum hér fyrr á árum. Morávek spilaði á fjöldann allan af hljóðfærum og var reyndar þekktur fyrir það, en auk þess stýrði hann bæði kórum og lúðrasveitum. Hann lést árið 1970.