Pétur Pétursson þulur (1918-2007)
Pétur Pétursson þulur eins og hann var iðulega nefndur átti stóran þátt í að móta íslenskt útvarp og útvarpshefðir, sem enn í dag eru sumar hverjar í fullu gildi hjá Ríkisútvarpinu. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif á tónlistarsmekk og -uppeldi heillar þjóðar og Pétur enda blandaði hann daglega lagakokteil fyrir útvarpshlustendur í áratugi áður…