Pétur Pétursson þulur (1918-2007)

Pétur Pétursson þulur eins og hann var iðulega nefndur átti stóran þátt í að móta íslenskt útvarp og útvarpshefðir, sem enn í dag eru sumar hverjar í fullu gildi hjá Ríkisútvarpinu. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif á tónlistarsmekk og -uppeldi heillar þjóðar og Pétur enda blandaði hann daglega lagakokteil fyrir útvarpshlustendur í áratugi áður…

Pétur Kristjánsson – Efni á plötum

Pétur Kristjánsson [ep] Útgefandi: Laufútgáfan Útgáfunúmer: PK 200 Ár: 1970 1. Blómið sem dó 2. Vitskert veröld Flytjendur: Pétur Kristjánsson – söngur og bassi Gunnar Jökull Hákonarson – trommur Einar Vilberg – gítar   Pétur Kristjánsson – Bardagi um sál / Wonderland of Eden [óútgefin ep] Útgefandi: Laufútgáfan Útgáfunúmer: [útgáfunúmer óþekkt] Ár: 1970 1. Bardagi…

Pétur Kristjánsson (1952-2004)

Fáir höfðu jafn mikil áhrif á íslenskra poppsögu á áttunda áratug síðustu aldar og Pétur W. Kristjánsson eða Pétur poppari eins og hann var oft nefndur, hver hljómsveitin á fætur annarri með hann í broddi fylkingar fyllti ballhúsin um land allt og seldi plötur í bílförmum. Allir eru sammála um að Pétur féll frá alltof…

Pétur Guðjohnsen (1812-77)

Nafn Péturs Guðjohnsen er ekki meðal þeirra þekktustu í tónlistargeiranum en fáir hafa þó líklega haft meiri áhrif á sönglistina hérlendis en hann. Pétur (Guðjónsson) fæddist að Hrafnagili í Eyjafirði haustið 1812 og ólst upp fyrir norðan. Það var í raun fátt sem benti til að hann myndi starfa við eitthvað sem tengdist tónlist en…

Pétur rakari (1923-95)

Pétur Guðjónsson, oftast kallaður Pétur rakari, var með fyrstu umboðsmönnum íslenskra skemmtikrafta og var reyndar með mjög marga slíka á tímabili. Pétur fæddist 1924 í Reykjavík, hann varð fyrst þekktur fyrir danskunnáttu sína án þess þó að hafa lært nokkuð í þeim fræðum. Hann kenndi dans á tímabili og sýndi ennfremur dans á samkomum, hann…

Afmælisbörn 29. maí 2016

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari er tuttugu og sjö ára gamall á þessum degi. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni Bandinu…