Afmælisbörn 30. apríl 2015

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sigfús Ólafsson tónlistarmaður og -kennari er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Sigfús gaf út fyrir nokkrum árum plötuna Ég elska þig enn en á henni er að finna frumsamin lög eftir hann, sjálfur lék Sigfús með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og má þar nefna…

Afmælisbörn 29. apríl 2016

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri starfar í dag sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari, hefur…

Afmælisbörn 28. apríl 2016

Sex tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari er sextíu og fjögurra ára gamall en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet, Start, Póker,…

Pass [4] (1992-)

Hljómsveitin Pass frá Hveragerði hefur skemmt heimafólki og nærsveitungum um árabil og meira að segja gefið út tónlist sína. Tíðar mannabreytingar hafa þó einkennt sveitina eins og oft er með langlífar hljómsveitir. Pass var stofnuð 1992 í blómabænum Hveragerði en stofnliðar sveitarinnar voru Kristinn Grétar Harðarson trommuleikari og söngvari, Óttar Hrafn Óttarsson söngvari, Sölvi Ragnarsson…

Pavel Lisitsian (1911-2004)

Pavel Lisitsian (f. 1911) var sovéskur baritónsöngvari sem kom hingað til lands til tónleikahalds í maímánuði 1953 en hann hélt hér tónleika í Austurbæjarbíóið og víða á kynningarviku MÍR (Menningartengsl Íslands og Rússlands). Ríkisútvarpið tók tónleikana í Austurbæjarbíói upp á stálþráð og lék upptökurnar í dagskrá sinni í lok mánaðarins. Áður en Lisitsian hélt af…

Patró (?)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Patró sem starfaði á Patreksfirði, hugsanlega á níunda áratug síðustu aldar. Allt viðkomandi þessa sveit væri vel þegið.

Passíukórinn (1972-97)

Passíukórinn á Akureyri var meðal fremstu kóra landsins meðan hann starfaði en hans naut við í aldarfjórðung. Það var Roar Kvam, norskur tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akureyri sem hafði veg og vanda að stofnun kórsins en hann kom til starfa á Akureyri haustið 1971. Kvam hafði strax frumkvæði að því að setja á stofn kór…

Pass [4] – Efni á plötum

Pass [4] [snælda] Útgefandi: Pass Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1996 1. Hveragerði: blómstrandi bær 2. Nóttin Flytjendur: Gestur Áskelsson – [?] Kristinn Grétar Harðarson – [?] Sigurður Egilsson – [?] Óttar Hrafn Óttarsson – [?] Pass [4] – Hljómsveitin Pass: Hamar Útgefandi: Pass / Hamar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Hamar 2.…

Bíbí og Mandó á Rósenberg

Nú er komið að því sem beðið hefur verið með óþreyju. Bíbí og Mandó leiða saman hljóðhesta sína á ný á tónleikum á Café Rósenberg við Klapparstíg á fimmtudagskvöldið 28. apríl nk. kl. 21:00. Hina óviðjafnanlegu og tápmiklu tangó-, klezmer- og hamingjusveit Mandólín er nauðsynlegt að sem flestir þekki þar sem hún bætir, hressir og…

Afmælisbörn 26. apríl 2016

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um fimm tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er sextíu og sex ára gamall, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum, Eilífð, Beatniks, Rain og Brimkló sem hann staldraði reyndar…

Afmælisbörn 25. apríl 2016

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er fjörutíu og sjö ára í dag en hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum um…

Parror – Efni á plötum

Parror – Stórkostalega brenglaður anarkískur galgopaháttur [snælda] Útgefandi: Parror Útgáfunúmer: Parror 001 Ár: 1987 1. Bouluward babys 2. Með vélbyssu 3. Mjúk sem blús 4. Stáltromman 5. Plúff 6. Í Veruleik 7. One of these days 8. Byltingin er bannvara 9. Aldrei Flytjendur: Kristján Pétur Sigurðsson – söngur og raddir Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson – bassi…

Parror (1986-87)

Hljómsveitin Parror var framarlega í flokki rokksveita á Akureyri síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar og gaf meðal annars út snældu um það leyti sem hún lagði upp laupana. Parror hafði á að skipa nokkrum félögum sem höfðu verið áberandi í akureysku rokklífi en hún var stofnuð upp úr Akureyrar-útlögunum vorið 1986. Meðlimir Parrors voru…

Parrak (1987-88)

Dúettinn Parrak á Akureyri var stofnaður í árslok 1987 upp úr hljómsveitinni Parror sem þá hafði starfað þar í nokkra mánuði. Meðlimir Parraks voru þeir Steinþór Stefánsson bassaleikari (Fræbbblarnir, Q4U o.fl.) og Kristján Pétur Sigurðsson söngvari og gítarleikari (Kamarorghestarnir, Hún andar o.fl.). Sveitin starfaði aðeins í skamman tíma.

París [1] (1985-86)

Hljómsveitin París starfaði á Akureyri í um tvö ár að minnsta kosti um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Ari Baldursson söngvari og hljómborðsleikari, Ingvar Grétarsson gítarleikari, Júlíus Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Halldór Hauksson trommuleikari. París lék mestmegnis á heimaslóðum og var m.a. húshljómsveit á Hótel KEA um skamman…

Pass [3] (um 1980)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi upp úr 1980 í Fellaskóla í Breiðholti undir nafninu Pass en litlar upplýsingar finnast um hana, þó liggur fyrir að Arnar Freyr Gunnarsson söngvari mun hafa verið í henni en hann var síðar sigurvegari Látúnsbarkakeppninnar 1988. Aðrir meðlimir sveitarinnar munu hafa verið Pétur [?], Stefán [?] og Sigurður [?] en…

Pass [2] (1987-88)

Akureyska hljómsveitin Pass starfaði að minnsta kosti í eitt og hálft ár við lok níunda áratugarins og lék víða á þeim tíma. Pass var stofnuð haustið 1987 en meðlimir sveitarinnar voru þá Þórir Jóhannsson bassaleikari (Kandís o.fl.), Halldór Hauksson trommuleikari (Chaplin, N1+ o.fl.), Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari (Stjórnin o.fl.) og Vilhelm Hallgrímsson hljómborðsleikari, Júlíus Guðmundsson (Namm,…

Partý (1979)

Hljómsveitin Partý starfaði í Mosfellsbæ (þá Mosfellssveit) 1979 og var skipuð ungum tónlistarmönnum sem sumir áttu eftir að auðga tónlistarlíf bæjarins. Meðlimir Partýs voru bræðurnir Hjalti Úrsus Árnason hljómborðsleikari (og síðar kraftajötunn) og Þórhallur Árnason bassaleikari, Hákon Möller gítarleikari, Einar S. Ólafsson söngvari (oft kenndur við lagið Þú vilt ganga þinn veg), Karl Tómasson trommuleikari…

Afmælisbörn 24. apríl 2016

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er fimmtíu og sex ára, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+, Kvintett Ólafs Helgasonar,…

Afmælisbörn 23. apríl 2016

Í gagnagrunni Glatkistunnar er hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn að finna í dag: Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónlistarmaður er fimmtíu og átta ára. Hann er fyrst og fremst tónskáld þótt hann leiki á ýmis hljóðfæri, og hefur unnið með hljómsveitum og tónlistarmenn á borð við Sigur rós, Ornamental, Grindverk, Frostbite, Steindór Andersen,…

Aldarfjórðungi of seint á ferð

Geirmundur Valtýsson – Skagfirðingar syngja Zonet CD 050, 2015 Geirmund Valtýsson þarf varla að kynna, hann hafði verið í og starfrækt hljómsveitir í Skagafirðinum um árabil, Rómó og Geiri, Geislar, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo komu til sögunnar áður en fyrsta smáskífan leit dagsins ljós 1972 með laginu Bíddu við en þá hafði hann stofnað…

Afmælisbörn 22. apríl 2016

Þrjú afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis á stórafmæli í dag en hann er sextugur á þessum degi, hann er klárlega þekktastur fyrir lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að…

Pardus [1] (1980-84)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um sunnlensku hljómsveitina Pardus en hún starfaði a.m.k. á árunum 1980-84, jafnvel lengur. Pardus gæti hafa verið eins konar útibú eða hliðarverkefni hljómsveitarinnar Kaktus sem starfaði á sama tíma. Sveitina skipuðu fimm manns en ekki liggur fyrir að öllu leyti hverjir þar voru á ferð, Björn Þórarinsson var eins…

Paradís [1] – Efni á plötum

Paradís [1] [ep] Útgefandi: Paradís Útgáfunúmer: PAR 001 Ár: 1975 1. Superman 2. Just half of you Flytjendur: Pétur W. Kristjánsson – söngur Gunnar Hermannsson – bassi Pétur Hjaltested – orgel Ólafur J. Kolbeinsson – trommur Ragnar Sigurðsson – gítar Pétur „kafteinn“ Kristjánsson – píanó Paradís [1] – Paradís Útgefandi: Paradís Útgáfunúmer: PAR 002 Ár:…

Par-ís (1991-95)

Dúettinn Par-ís (París) var starfræktur á árunum 1991 til 95, og lék einkum á minni öldurhúsum og í einkasamkvæmum. Par-ís var stofnaður í Kópavogi árið 1991 og var skipaður þeim Mjöll Hólm söngkonu og Gunnari Tryggvasyni hljómborðsleikara en hann hafði m.a. starfað með Póló og Erlu á Akureyri. Þau Mjöll og Gunnar störfuðu saman til…

Panorama (1996-98)

Hljómsveitin Panorama starfaði á höfuðborgarsvæðinu um þriggja ára skeið rétt fyrir aldamótin síðustu. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Panorama var stofnuð en hún vakti fyrst athygli þegar hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996. Meðlimir sveitarinnar voru þá Birgir Hilmarsson söngvari og gítarleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Nói Steinn Einarsson trommuleikari. Sveitin hafði ekki erindi…

Paradís [1] (1975-77)

Hljómsveitin Paradís var ein þeirra sveita sem Pétur W. Kristjánsson setti á laggirnar og bar nánast á herðum sér en hún var miðdepill mikillar dramatíkur sem átti sér stað í íslenskri poppsögu um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Forsaga Paradísar var sú að Pétur hafði verið í hljómsveitinni Pelican en sú sveit hafði stefnt á…

Afmælisbörn 19. apríl 2016

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er fimmtíu og átta ára gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar.…

Afmælisbörn 18. apríl 2016

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Söngkonan Salka Sól Eyfeld (Hjálmarsdóttir) er tuttugu og átta ára gömul á þessum annars ágæta degi. Sölku Sól þekkja flestir en hún er eins og kunnugt er önnur söngkvenna Amabadama og ein Reykjavíkurdætra og Tazmaníu-liða. Salka Sól var einnig í hljómsveitunum Skonsunum og Útidúr og hefur í…

Afmælisbörn 17. apríl 2016

Glatkistan hefur að geyma eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum á þessum degi: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur er fimmtíu og fimm ára í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir þekkja en þekktastur…

Afmælisbörn 16. apríl 2016

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sextíu og fimm ára gamall. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og Hljómum, Ðe…

Pandóra (1988-91)

Keflvíska hljómsveitin Pandóra var áberandi í tónlistarlífi Suðurnesja um 1990 og ól reyndar af sér hljómsveitina Deep Jimi and the Zep Creams sem reyndi fyrir sér á erlendum markaði. Pandóra var stofnuð í Keflavík vorið 1988, fáeinum vikum áður en sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Árnason bassa- og…

Pandemonium (1993-94)

Hljómsveitin Pandemonium var stofnuð í Réttarholtsskóla líklega snemma árs 1993 en þar voru flestir meðlimir sveitarinnar í námi. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Óli Bjarnason söngvari, Halldór Andri Bjarnason gítarleikari, Atli Már Agnarsson gítarleikari, Ingi Björn Ingason bassaleikari og Páll Hjörvar Bjarnason trommuleikari. Sveitin var nokkuð áberandi sumarið 1993 og lék m.a. á Bindindismótinu í Galtalæk…

Pan kvintett (1968)

Pan kvintett starfaði á Höfn í Hornafirði á sjöunda áratugnum, að öllum líkindum í nokkur ár. Lítið liggur fyrir um þessa sveit en hún mun hafa notið vinsælda á Höfn og nágrenni, Haukur Þorvaldsson lék með henni a.m.k. 1968 og Óskar Guðnason var einnig á einhverjum tímapunkti í Pan kvintett en um aðra meðlimi er…

Panic [2] (1977-78)

Hljómsveitin Panic starfaði í nokkra mánuði veturinn 1977-78. Meðlimir Panic voru þeir Steingrímur Dúi Másson söngvari, Svanþór Ævarsson bassaleikari, Tryggvi [?] trommuleikari, Bergsteinn Björgúlfsson gítarleikari og Hannes Örn Jónsson gítarleikari. Þegar Tryggvi trommuleikari hætti í sveitinni færði Bergsteinn sig yfir á trommurnar.

Panic [1] (1977-79)

Upplýsingar um hljómsveitina Panic sem starfaði á Héraði á áttunda áratug síðustu aldar eru fremur af skornum skammti. Panic var stofnuð haustið 1977 og voru meðlimir hennar í upphafi Friðjón Jóhannsson bassaleikari, Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari, Gunnlaugur Ólafsson gítarleikari og Jónas Þ. Jóhannsson hljómborðsleikari. Að öllum líkindum hætti Friðjón í sveitinni sumarið 1978 og tók þá…

Pandóra – Efni á plötum

Pandóra – Saga Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS 143 Ár: 1989 1. Beginning of the saga: Chapter 1 2. Beginning of the saga: Chapter 2 3. Chapter 3: someday all of us will die 4. Chapter 4: A cry of loss 5. Chapter 5: Hometown blues 6. Chapter 6: Inspiration song 7. Chapter 7: Melika 8.…

Foreign Land ásamt Andreu Gylfa á Café Rosenberg

Það verður öllu tjaldað til á Café Rosenberg á Klapparstíg föstudaginn 15. apríl þegar hljómsveitin Foreign Land mætir á svæðið ásamt Andreu Gylfadóttur söngkonu og Jens Hanssyni saxófónleikara og býður upp á ferðalag í gegnum helstu blúsperlur sögunnar ásamt nýjum og gömlum Foreign Land lögum. Foreign Land skipa þau Brynjar Már Karlsson bassaleikari, Einar Rúnarsson…

Afmælisbörn 14. apríl 2016

Glatkistuafmælisbörn eru tvö talsins í dag: Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól er fjörutíu og átta ára gamall. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem hefur starfað á þriðja áratug en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá Mars), Lótus og…

Afmælisbörn 13. apríl 2016

Afmælisbörn í tónlistargeiranum eru fimm í dag á skrá Glatkistunnar: Skagfirðingurinn Geirmundur Valtýsson er sjötíu og tveggja ára en hann þarf varla að kynna neitt sérstaklega. Hann hefur til þessa dags starfrækt eigin sveitir frá 1971 en hafði áður leikið með Rómó og Geira, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo. Hann hefur gefið út á annan…

Þrír klassískir Austfirðingar með tónleika

Tríóið Þrír klassískir Austfirðingar blása til tónleikasyrpu á Austurlandi á næstu dögum. Tríóið skipa þau Erla Dóra Vogler mezzósópran söngkona, Svanur Vilbergsson gítarleikari og Hildur Þórðardóttir flautuleikari. Á tónleikunum frumflytja þau m.a. verk eftir þrjú austfirsk tónskáld, Báru Sigurjónsdóttur við ljóð Ingunnar Snædal, dr. Charles Ross og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur. Um er að ræða ferna tónleika…

Breiðskífa væntanleg með Júníusi Meyvant

Júníus Meyvant lauk nýverið við upptökur á sinni fyrstu hljómplötu sem hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið. Platan ber heitið Floating Harmonies og kemur hún út 8. júlí nk. Platan kemur út um allan heim en verður fáanleg í eiginlegum eintökum í Evrópu fyrst um sinn. Record Records gefur út. Eins og fram hefur komið mun…

Pain of the neighborhood (1987)

Hljómsveit með þessu nafni var skráð til leiks í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina sumarið 1987. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit en hljómsveit hafði verið starfandi þremur árum áður undir nafninu Kvöl nágrannans, sú var tengd Fræbbblunum og því ólíklegt að tenging sé á milli þeirra. Allar upplýsingar þ.a.l. eru vel þegnar.

Pain (1991-94)

Hljómsveitin Pain starfaði við Framhaldsskólann á Laugum á sínum tíma og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar eins og margar aðrar sveitir. Pain, sem að öllum líkindum var dauðarokkssveit var líklega stofnuð haustið 1991 en hún keppti tvívegis í fyrrnefndum Músíktilraunum, 1992 og 93, hún komst þó í hvorugt skiptið í úrslit keppninnar. Meðlimir Pain voru Þráinn…

Pal brothers – Efni á plötum

Pal brothers – Candy girl / Then [ep] Útgefandi: Orange records Útgáfunúmer: Orange 215 Ár: 1973 1. Candy girl 2. Then Flytjendur: Jóhann Helgason – söngur Magnús Þór Sigmundsson – söngur [ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um flytjendur]   Pal Brothers – Sweet Cassandra / When the morning comes [ep óútgefið] Útgefandi: Orange records [óútgefið]…

Pal brothers (1973)

Pal brothers var dúett Magnúsar og Jóhanns en þeir félagar kölluðu sig þessu nafni er þeir störfuðu í Bretlandi og reyndu að slá í gegn þar í landi, samhliða dúettnum starfræktu þeir hljómsveitina Change sem einnig var að gefa út efni um þetta leyti, reyndar höfðu þeir gefið út eina smáskífu sem dúett undir nafninu…

Pakk (1982)

Hljómsveitin Pakk starfaði 1982 og var sett saman úr meðlimum hljómsveitanna Lojpippos og Spojsippus og Purrki pillnikk, þeir voru Sveinbjörn Gröndal, Þórólfur Eiríksson, Einar Örn Benediktsson og Bragi Ólafsson. Engar upplýsingar er að finna hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var en hér er giskað á að Einar Örn hafi sungið, Bragi leikið á bassa og þeir Sveinbjörn…