Foreign Land ásamt Andreu Gylfa á Café Rosenberg

Foreign land

Foreign Land

Það verður öllu tjaldað til á Café Rosenberg á Klapparstíg föstudaginn 15. apríl þegar hljómsveitin Foreign Land mætir á svæðið ásamt Andreu Gylfadóttur söngkonu og Jens Hanssyni saxófónleikara og býður upp á ferðalag í gegnum helstu blúsperlur sögunnar ásamt nýjum og gömlum Foreign Land lögum.

Foreign Land skipa þau Brynjar Már Karlsson bassaleikari, Einar Rúnarsson orgelleikari, Haraldur Gunnlaugsson gítarleikari, Haukur Hafsteinsson trommuleikari, Jóhann Jón Ísleifsson gítarleikari og Rakel María Axelsdóttir söngkona. Sveitin sendi frá plötuna Voice of a woman síðast liðið haust.

Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og kostar 2.500 kall við innganginn. Það er frábær matseðill á Café Rosenberg og best að tryggja sæti sem fyrst og panta borð í mat.