Júnó 31 (1990)

Litlar heimildir finnast um hljómsveitina Júnó 31 sem skipuð var unglingum á aldrinum þrettán til fjórtán ára og starfaði á Flateyri vorið 1990. Júnó 31 sá um undirleik í leikritinu Randaflugunni sem Leikfélag Flateyrar setti á svið vorið 1990 en ekki liggur fyrir hver nöfn meðlima sveitarinnar voru eða hljóðfæraskipan hennar.

Júnó kvintett (1964-66)

Júnó kvintett starfaði í Stykkishólmi á árunum 1964 til 1966, hugsanlega lengur. Júnó lék einkum á héraðsmótum á heimaslóðum og nágrenni en engar upplýsingar er að finna um skipan sveitarinnar. Eyþór Lárentsínusson söng með sveitinni og var hún þá stundum auglýst sem Júnó og Eyþór.

Júnó kvartett (1959)

Hljómsveit sem bar heitið Júnó kvartett starfaði á Akureyri veturinn 1959-60 að minnsta kosti. Engar upplýsingar finnast um skipan sveitarinnar en hún lék um veturinn á Hótel KEA. Allar upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.

Jökulsveitin (1992-94)

Jökulsveitin var blúshljómsveit skipuð ungu og efnilegu tónlistarfólki á fyrri hluta tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin sem stofnuð var snemma árs 1992, hafði á að skipa ungum menntskælingum sem voru Margrét Sigurðardóttir söngkona en hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna um svipað leyti, Georg Bjarnason bassaleikari, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Finnur Júlíusson hljómborðsleikari, Jón Indriðason trommuleikari og Heiðar…