Parror – Efni á plötum

Parror – Stórkostalega brenglaður anarkískur galgopaháttur [snælda] Útgefandi: Parror Útgáfunúmer: Parror 001 Ár: 1987 1. Bouluward babys 2. Með vélbyssu 3. Mjúk sem blús 4. Stáltromman 5. Plúff 6. Í Veruleik 7. One of these days 8. Byltingin er bannvara 9. Aldrei Flytjendur: Kristján Pétur Sigurðsson – söngur og raddir Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson – bassi…

Parror (1986-87)

Hljómsveitin Parror var framarlega í flokki rokksveita á Akureyri síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar og gaf meðal annars út snældu um það leyti sem hún lagði upp laupana. Parror hafði á að skipa nokkrum félögum sem höfðu verið áberandi í akureysku rokklífi en hún var stofnuð upp úr Akureyrar-útlögunum vorið 1986. Meðlimir Parrors voru…

Parrak (1987-88)

Dúettinn Parrak á Akureyri var stofnaður í árslok 1987 upp úr hljómsveitinni Parror sem þá hafði starfað þar í nokkra mánuði. Meðlimir Parraks voru þeir Steinþór Stefánsson bassaleikari (Fræbbblarnir, Q4U o.fl.) og Kristján Pétur Sigurðsson söngvari og gítarleikari (Kamarorghestarnir, Hún andar o.fl.). Sveitin starfaði aðeins í skamman tíma.

París [1] (1985-86)

Hljómsveitin París starfaði á Akureyri í um tvö ár að minnsta kosti um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Ari Baldursson söngvari og hljómborðsleikari, Ingvar Grétarsson gítarleikari, Júlíus Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Halldór Hauksson trommuleikari. París lék mestmegnis á heimaslóðum og var m.a. húshljómsveit á Hótel KEA um skamman…

Pass [3] (um 1980)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi upp úr 1980 í Fellaskóla í Breiðholti undir nafninu Pass en litlar upplýsingar finnast um hana, þó liggur fyrir að Arnar Freyr Gunnarsson söngvari mun hafa verið í henni en hann var síðar sigurvegari Látúnsbarkakeppninnar 1988. Aðrir meðlimir sveitarinnar munu hafa verið Pétur [?], Stefán [?] og Sigurður [?] en…

Pass [2] (1987-88)

Akureyska hljómsveitin Pass starfaði að minnsta kosti í eitt og hálft ár við lok níunda áratugarins og lék víða á þeim tíma. Pass var stofnuð haustið 1987 en meðlimir sveitarinnar voru þá Þórir Jóhannsson bassaleikari (Kandís o.fl.), Halldór Hauksson trommuleikari (Chaplin, N1+ o.fl.), Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari (Stjórnin o.fl.) og Vilhelm Hallgrímsson hljómborðsleikari, Júlíus Guðmundsson (Namm,…

Partý (1979)

Hljómsveitin Partý starfaði í Mosfellsbæ (þá Mosfellssveit) 1979 og var skipuð ungum tónlistarmönnum sem sumir áttu eftir að auðga tónlistarlíf bæjarins. Meðlimir Partýs voru bræðurnir Hjalti Úrsus Árnason hljómborðsleikari (og síðar kraftajötunn) og Þórhallur Árnason bassaleikari, Hákon Möller gítarleikari, Einar S. Ólafsson söngvari (oft kenndur við lagið Þú vilt ganga þinn veg), Karl Tómasson trommuleikari…

Afmælisbörn 24. apríl 2016

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er fimmtíu og sex ára, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+, Kvintett Ólafs Helgasonar,…