Pass [3] (um 1980)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi upp úr 1980 í Fellaskóla í Breiðholti undir nafninu Pass en litlar upplýsingar finnast um hana, þó liggur fyrir að Arnar Freyr Gunnarsson söngvari mun hafa verið í henni en hann var síðar sigurvegari Látúnsbarkakeppninnar 1988. Aðrir meðlimir sveitarinnar munu hafa verið Pétur [?], Stefán [?] og Sigurður [?] en engar upplýsingar er að finna um föðurnöfn þeirra eða hljóðfæraskipan sveitarinnar. Upphafsstafir meðlima hennar mynda orðið Pass. Síðar mun Pétur hafa hætt og Róbert [?] hafa tekið hans sæti.

Allar nánari upplýsingar um þessa sveit má senda Glatkistunni.