Pass [3] (um 1985)

engin mynd tiltækSagan segir að hljómsveit í Fellaskóla hafi borið nafnið Pass en engar upplýsingar finnast um hana. Arnar Freyr Gunnarsson söngvari mun hafa verið í henni en hann var síðar sigurvegari Látúnsbarkakeppninnar 1988.

Arnar Freyr lék og söng síðar með hljómsveit í Hveragerði með sama nafni en ekki liggur fyrir hvort Fellaskólatengingin sé á misskilningi byggð eða hvort um tvær sveitir með sama nafni sé að ræða.

Allar upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.