París [1] (1985-86)

París

Hljómsveitin París

Hljómsveitin París starfaði á Akureyri í um tvö ár að minnsta kosti um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Meðlimir sveitarinnar voru Ari Baldursson söngvari og hljómborðsleikari, Ingvar Grétarsson gítarleikari, Júlíus Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Halldór Hauksson trommuleikari.

París lék mestmegnis á heimaslóðum og var m.a. húshljómsveit á Hótel KEA um skamman tíma 1986.