Dr. Sáli (1993-95)

engin mynd tiltækBallhljómsveitin Dr. Sáli starfaði framan af í Vestmannaeyjum en síðar á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem heimildir herma.

Ekki er ljóst hverjir skipuðu Dr. Sála að öllu leyti en 1993 mun hún hafa verið níu manna sveit, þá voru meðlimir hennar Gunnlaug Rósalind Sigurðardóttir, Guðlaugur Ólafsson, Óskar Sigurðsson, Pétur Erlendsson [gítarleikari?], Viktor Ragnarsson bassaleikari, Hersir Sigurgeirsson, Einar Bragi Bragason saxófónleikari, Guðlaug Silladóttir [?] og Ósvaldur Freyr Guðjónsson trompetleikari. Síðari hluta starfaldurs sveitarinnar starfaði sveitin á höfuðborgarsvæðinu og þá munu hafa orðið allmiklar mannabreytingar á henni. Allar frekari upplýsingar um skipan sveitarinnar væru vel þegnar.

Áætlaður starfstími sveitarinnar er 1993-95 en hugsanlega starfaði hún lengur en það, líklega þá með hléum.