Leiksystur (1952-59)

Saga sönghópsins Leiksystra er að mestu hulin og litlar upplýsingar að finna í fjölmiðlum fyrri ára. Fyrstu heimildir um Leiksystur er að finna frá 1952, þá munu þær hafa verið ungar stúlkur sex talsins sem sungu nýjustu dægurlögin og léku á gítara, en þær voru frá Húsavík og nágrenni. 1955 virðast þær einungis vera þrjár…

Ðe senjorita swingband (1985-86)

Húsvíska unglingahljómsveitin Ðe senjorita swingband starfaði að minnsta kosti í eitt ár um miðjan níunda áratug tuttugustu aldarinnar, stofnuð haustið 1985 og var enn starfandi ári síðar. Meðlimir sveitarinnar voru Ríkarður Jónsson trommuleikari, Borgar Heimisson hljómborðsleikari, Eggert Hilmarsson bassaleikari og Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari.

Ðí Kommittments (1993-94)

Vorið 1993 hélt nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti árshátíð sína meðal annars með söngskemmtun eða söngleik sem byggð var á kvikmyndinni The Commitments og hafði notið mikilla vinsælda hérlendis sem annars staðar tveimur árum fyrr. Uppfærsla FB var staðfærð yfir á Breiðholtið og fljótlega var ljóst að tónlistin myndi slá í gegn, þegar ellefu manna hljómsveit…

D og D (1983)

Hafnfirska unglingahljómsveitin D og D starfaði vorið 1983. Sveitin lék nýbylgjurokk en engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar eða sögu að öðru leyti. Þ.a.l. eru allar slíkar upplýsingar um D og D vel þegnar.

D&B Túrbó (1999)

Litlar upplýsingar er að finna um austfirsku rokksveitina D&B Túrbó sem var starfrækt haustið 1999. Það litla sem liggur fyrir er að sveitin var frá Reyðarfirði og Eskifirði, allar upplýsingar eru vel þegnar.

D-7 (1997-2000)

Hljómsveitin D-7 (Díseven / Dee seven) var starfrækt í Vestmannaeyjum og þótti efnileg á sínum tíma, sveitin dó þó drottni sínum án þess að slá almennilega í gegn. D-7 var stofnuð vorið 1997 og vakti þegar nokkra athygli þegar hún tók þátt í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík, þar var hún meðal efstu sveita og var…

Dada [1] (1987-88)

Dada var ein þeirra hljómsveita sem spratt fram á sjónarsviðið með bylgju nýrómantískra strauma um og eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var skammlíf. Hljómsveitin var stofnuð vorið 1987 og var lengst af tríó, meðlimir Dada voru Ívar Sigurbergsson hljómborðs- og gítarleikari og Jón Þór Gíslason söngvari en þeir höfðu áður verið í hljómsveitinni…

Dada [1] – Efni á plötum

Dada – Dada Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT-1522 Ár: 1987 1. Out of order 2. Don’t let go 3. Crying over you   4. You  Flytjendur: Ívar Sigurbergsson – gítar og hljómborð Jón Þór Gíslason – söngur og raddir Bjarni Sveinbjörnsson – bassi Gunnlaugur Briem – trommur Þorsteinn Gunnarsson – trommur Styrmir Sigurðsson – hljómborð Baldur…

Daisy hill puppy farm – Efni á plötum

Daisy Hill Puppy Farm – Rocket boy [ep] Útgefandi: Erðanúmúsik / Lakeland records Útgáfunúmer: Indk E-15 / LKND 006 Ár: 1988 1. Rocket boy 2. Heartbreak soup 3. Speedball 4. Heart of glass Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]   Daisy Hill Puppy Farm – Spraycan [12″] Útgefandi: Lakeland Útgáfunúmer: LKND 009 Ár: 1989 1. Youngblood 2.…

Dallas (1995-96)

Hafnfirska hljómsveitin Dallas kom lítillega við sögu íslenskrar tónlistar 1995 og 96. Sveitin var stofnuð 1995, að öllum líkindum í Flensborgarskóla, og lék reglulega á tónleikum einkum í Hafnarfirði en einnig eitthvað í miðbæ Reykjavíkur. Ekki liggur fyrir hvort Dallas starfaði samfleytt en vorið 1996 kom út safnplatan Drepnir á vegum nemendafélags Flensborgarskóla með nokkrum…

Daisy hill puppy farm (1985-91)

Saga tríósins Daisy hill puppy farm spannar tæplega sex ár en líftími sveitarinnar var þó í raun nokkuð skemmri. Daisy hill puppy farm var stofnuð 1985 á Seltjarnarnesi en var framan af nafnlaust tríó þeirra Jóhanns Jóhannssonar söngvara og gítarleikara, Stefáns Bersa Marteinssonar bassaleikari og Ólafs Gísla Gíslasonar trommuleikara. Það var þó ekki fyrr en…

Dalli og rythmadrengirnir (1984)

Reykvíska unglingahljómsveitin Dalli og rythmadrengirnir störfuðu sumarið 1984 og léku m.a. á Rykkrokk tónleikunum. Engar upplýsingar er að finna um þessa fimm manna sveit en í einni stuttri blaðagrein frá þessum tíma segir að sveitina skipi að mestu sömu meðlimir og skipuðu hljómsveitina Svefnpurkur. Sú sveit starfaði í Vogaskóla en engar aðrar upplýsingar liggja heldur…

Dalselsbræður (um 1930-45)

Dalselsbræður voru kenndir við bæinn Dalsel í Vestur-Eyjafjallahreppi í Rangárþingi, en þeir léku á skemmtunum einkum á heimaslóðum á sínum tíma. Dalselsbræður, eins og þeir voru kallaðir, voru bræðurnir Leifur (1907-78) og Valdimar (1914-90) Auðunssynir sem báðir léku á harmonikkur, reyndar lék þriðji bróðirinn stundum með þeim á trommur og systir þeirra einnig á harmonikku…

Dalton bræður (1984)

Dalton bræður skemmtu á kántrýhátíð sem haldin var á Skagaströnd sumarið 1984. Hvergi kemur fram hvort um var að ræða hljómsveit eða söngflokk, jafnvel skemmtiatriði af öðrum toga en líklegast þykir að þarna hafi verið á ferðinni þeir Hallbjörn Hjartarson, Siggi Helgi (Sigurður Helgi Jóhannsson) og Johnny King (Jón Víkingsson). Þeir skemmtu einmitt á þessari…

Daman og hérinn (1988)

Litlar upplýsingar er að finna um Dömuna og hérann en um einhvers konar hljómsveit var að ræða, ættaða frá Akureyri. Daman og hérinn var að öllum líkindum tilrauna- eða gjörningasveit og var hún undanfari Vindva mei, sem í voru Ásmundur Ásmundsson, Rúnar Magnússon og Pétur Eyvindsson. Ekki liggur þó fyrir hvort þeir þrír hafi verið nákvæmlega…

Damos (1985-86)

Engar upplýsingar er að finna um danshljómsveitina Damos en hún starfaði 1985 og 86, hugsanlega þó lengur. Allt varðandi þess sveit er því vel þegið.

Daníel Þorkelsson (1903-89)

Nafn Daníels Þorkelssonar er ekki það þekktasta í íslenskri tónlistarsögu en áður fyrr þekktu flestir það nafn hér á landi. Daníel fæddist 1903, menntaði sig í málaraiðninni í Þýskalandi en hafði alla burði til að verða atvinnusöngvari, hafði til dæmis lært hjá Sigurði Birkis. Hann var þá þegar farinn að syngja með Karlakór Reykjavíkur, og…

Dansband EB (1991-92)

Dansband EB (Danshljómsveit Einars Bárðarsonar) var ballhljómsveit kennd við Einar Bárðarson (síðar umboðs- og athafnamann), sem starfaði í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi veturinn 1991-92. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari og Sævar Þór Helgason gítarleikari (sem áttu eftir að gera garðinn frægan með Á móti sól), bassaleikarinn Björn Sigurðsson (Karma, Rask o.fl.), og trommuleikarinn…

Dansband Eimskipa (um 1930)

Litlar upplýsingar finnast um Dansband Eimskipa en það mun hafa verið starfandi fyrir eða um 1930. Dansbandi Eimskipa mun hafa verið stjórnað af Karli O. Runólfssyni fiðlu- og trompetleikara en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Auðbjörn Emilsson [?], Björn Marinó Björnsson [?], Eggert Jóhannesson trompetleikari, Aage Lorange píanóleikari og Björn Jónsson saxófónleikari. Ekki er ljóst með…

Dansbandið [1] (1981-)

Hljómsveitin Dansbandið (sú fyrsta með þessu nafni) á sér langa og viðburðaríka sögu, sem enn sér líklega ekki fyrir endann á. Dansbandið var stofnað í Hafnarfirði í upphafi ársins 1981, stofnmeðlimir voru líklegast þeir Sveinn Guðjónsson söngvari og hljómborðsleikari, Kristján Hermannsson trompetleikari og söngvari, Gunnar Ársælsson gítarleikari, Svavar Ellertsson trommuleikari og Ágúst Ragnarsson bassaleikari. Mannabreytingar…

Danshljómsveit Svavars Lárussonar (1957)

Danshljómsveit Svavars Lárussonar starfaði að minnsta kosti um nokkurra mánaða skeið sumarið 1957 á Norðfirði en hún var þá fastráðin í nýtt samkomuhús Eskfirðinga, Valhöll sem vígð var um vorið. Engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir skipuðu sveitina auk Svavars en hann gæti sjálfur hafa leikið á gítar og jafnvel sungið, hann var þá þekktur…

Danshljómsveit Keflavíkur (1959-63)

Fáar og litlar heimildir er að finna um Danshljómsveit Keflavíkur sem starfaði á árunum í kringum 1960 og eitthvað fram á sjöunda áratuginn, líklega þar til bítlatónlistin skók Keflavík og heiminn allan reyndar. Sveitin starfaði undir stjórn Guðmundar H. Norðdahl frá 1959 og til 1963 að minnsta kosti. Þá voru í sveitinni auk Guðmundar sem…

Danshljómsveit Útvarpsins (1935-49)

Tvær hljómsveitir voru starfandi innan veggja Ríkisútvarpsins á upphafsárum þess, annars vegar var um að ræða sjálfa „Útvarpshljómsveitina“ sem síðar varð að Sinfóníuhljómsveit Íslands, hins vegar það hin eiginlega Danshljómsveit Útvarpsins. Danshljómsveit Útvarpsins var í raun hljómsveit sem Bjarni Böðvarsson hafði stofnað 1935 innan Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) til að leika í útvarpinu á hálfs…

Danshljómsveitin okkar (1990)

Hljómsveit sem þessu nafni lék á dansleikjum í Danshúsinu í Glæsibæ fyrri hluta árs 1990. Carl Möller var hljómborðsleikari sveitarinnar en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar. Þoravaldur Halldórsson söng fyrst í stað með sveitinni en síðar Kristbjörg Löve. Danshljómsveitin okkar virðist því ekki hafa starfað lengi.

Danssveitin (1993-96)

Danssveitin lék á dansstöðum bæjarins um nokkurra ára skeið á tíunda áratugnum en sveitin var skipuð reynsluboltum úr danshljómsveitabransanum. Sveitin var oft auglýst undir nafninu Danssveitin og Eva Ásrún [Albertsdóttir] en hún var söngkona sveitarinnar. Aðrir meðlimir voru Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Kristján Óskarsson hljómborðsleikari, Sigurður V. Dagbjartsson söngvari og gítarleikari og Gunnar Jónsson trommuleikari. Danssveitin…

Das Kapital (1984-85)

Das Kapital var skammlíf sveit með Bubba Morthens í fararbroddi, á þeim tíma sem hann lifði hratt. Á þessum tíma hafði Bubbi verið í mikilli neyslu og var að brenna upp, hann hafði þá á fjögurra ára tímabili gefið út fimm sólóplötur, þrjár plötur með Utangarðsmönnum (auk eina litla) og þrjár plötur með Egó. Þegar…

Das Kapital – Efni á plötum

Das Kapital – Lili Marlene Útgefandi: Gramm / Spor Útgáfunúmer: Gramm 20 / GRCD20 Ár: 1984 / 1998 1. Launaþrællinn 2. Svartur gítar 3. Leyndarmál frægðarinnar 4. Giftu þig 19 5. 10.000 króna frétt 6. Lili Marlene 7. Blindsker 8. Snertu mig 9. Fallen Angels 10. Bönnum verkföll Flytjendur: Bubbi Morthens – söngur, gítar og munnharpa…

Dato Triffler (1980)

Dato Triffler var aukasjálf Jakobs Lárusar Sveinssonar tónlistarmanns (f. 1954) frá Víkingavatni í Suður-Þingeyjasýslu. Jakob birtist nokkrum sinnum á síðum dagblaðanna árið 1980 en hann hélt þá tónleika undir nafninu Dato Triffler, hann tjáði þá blaðamanni að hann hefði byrjað að semja tónlist 1974 með litlum árangri en þegar hann fékk styrk frá guði haustið…

Dauðarefsing (1970-71)

Hljómsveitin Dauðarefsing starfaði í Vestmannaeyjum og verður sjálfsagt aðallega minnst fyrir að Bjartmar Guðlaugsson var í henni en hann átti eftir að verða stórt nafn í íslensku tónlistarlífi um einum og hálfum áratug síðar. Dauðarefsing var stofnuð síðsumars 1970 í Eyjum, meðlimir hennar voru í byrjun auk Bjartmars sem lék á trommur, Valdimar Gíslason gítarleikari,…

Dauði (1992?)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Dauða en hún mun að öllum líkindum hafa starfað á Akureyri um eða eftir 1992, jafnvel tengd hljómsveitinni Exit [2] sem starfaði nyrðra 1989-92. Allar upplýsingar eru því vel þegnar.

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964)

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í Eyjafirði er eitt af þjóðskáldum okkar Íslendinga. Þótt hann hafi ekki verið tónlistarmaður kemur hann á ýmsan hátt við íslenska tónlistarsögu. Hann samdi fjöldann allan af ljóðum sem lög hafa verið samin við, upplestur hans á eigin verkum komu út á hljómplötum á síðustu öld, auk þess sem leikrit hans,…

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi – Efni á plötum

Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi – Upplestur úr eigin verkum (Reading from his own works) [10“] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: BLCP 3 Ár: 1958 1. Lofsöngur 2. Húsmóðir 3. Höfðingi smiðjunnar 4. Konan sem kyndir ofninn minn 5. Askurinn 6. Sálin hans Jóns míns Flytjendur: Davíð Stefánsson – upplestur Davíð Stefánsson  – Skáld frá Fagraskógi: Upplestur…

Dá (1983-86)

Hljómsveitin Dá starfaði í rúmlega tvö ár á höfuðborgarsvæðinu og vakti nokkra athygli fyrir frambærilega söngkonu og óvenjulega hljóðfæraskipan. Dá var stofnuð haustið 1983 og voru meðlimir í upphafi þeir Heimir Barðason bassaleikari og Helgi Pétursson hljómborðsleikari sem höfðu áður verið í Jonee Jonee, þeir fengu til liðs við sig fljótlega annan bassaleikara sem hét…

Dátar (1965-67 / 1973-74)

Dátar voru ein þeirra hljómsveita sem telja má til minnisvarða um íslenskt bítl, aðeins fáeinar aðrar sveitir eins og Hljómar og Flowers geta gert tilkall til hins sama. Dátar voru stofnaðir vorið 1965 og komu þeir fyrst fram í lok júní, gítarleikararnir Hilmar Kristjánsson og Rúnar Gunnarsson sem einnig söng, stofnuðu sveitina og fljótlega bættist…

Dátar – Efni á plötum

Dátar [ep] Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 512 Ár: 1966 1. Leyndarmál 2. Alveg ær 3. Kling klang 4. Cadillac Flytjendur: Rúnar Gunnarsson – söngur og gítar Hilmar Kristjánsson – gítar Jón Pétur Jónsson – bassi Stefán Jóhannsson – trommur Þórir Baldursson – orgel og raddir Dátar [ep] Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 520 Ár:…

Deleríum tremens (1985)

Hljómsveitin Deleríum tremens var skráð til keppni í hljómveitakeppni sem haldin var í Atlavík um verslunarmannahelgina 1985. Engar sögur fara af því hvort sveitin mætti til leiks, hvernig henni reiddi af eða hverjir skipuðu hana en allar upplýsingar um hana væru vel þegnar.

Deceived (1992)

Unglingahljómsveit að nafni Deceived var auglýst á tónleikum í Breiðholti vorið 1992. Engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir skipuðu þessa sveit en aðrar sveitir á fyrrgreindum tónleikum voru í þyngri kantinum, enda var dauðarokk áberandi á þeim tíma. Allar upplýsingar um Deceived væru því vel þegnar.

Demant hf. [útgáfufyrirtæki / umboðsskrifstofa] (1975-76)

Útgáfufyrirtækið og umboðsskrifstofan Demant hf. starfaði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Fyrirtækið varð ekki langlíft. Það voru þremenningarnir Jón Ólafsson (síðar athafnamaður, þarna aðeins átján ára gamall), Helgi Steingrímsson og Ingibergur Þorkelsson sem komu að stofnun Demants hf. í janúar 1975. Fyrirtækið lét fljótlega að sér kveða á útgáfusviðinu og innan fárra mánaða kom…

Deopoeh (1985)

Engar upplýsingar eða vísbendingar er að finna um hljómsveitina Deopoeh sem tók þátt í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina 1985. Ekki er því ólíklegt að sveitin hafi starfað á austanverðu landinu en allar upplýsingar þar af lútandi eru vel þegnar.

Demo (1979-81)

Hljómsveitin Demo (Demó) var nokkuð áberandi á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins um það leyti sem pönk- og nýbylgjuæðið reið yfir, sveitin var þó á allt annarri línu en hún lék danstónlist með fusion ívafi. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1979 en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu hana við stofnun. Í ársbyrjun 1980 voru hins vegar Einar…

Depression (1967-68)

Hljómsveitin Depression lék um nokkurra mánaða skeið á árunum 1967 og 68 í samkomuhúsum á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar voru Eyþór Stefánsson gítarleikari, Bjarni Ingólfsson bassaleikari, Guðmundur [?] trommuleikari, Sigurður Jónsson hljómborðsleikari og Albert Aðalsteinsson gítarleikari.

DES (1982-84)

Akureyska hljómsveitin DES (stundum nefnd Dez) starfaði um nokkurra ára skeið á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar. Sveitin sem skilgreindi sig sem nýbylgjusveit var stofnuð um vorið 1982 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Eiríkur Jóhannsson gítarleikari, Jónas Þór Guðmundsson bassaleikari og Gunnlaugur Stefánsson trommuleikari. Fjórði meðlimurinn, Orri Árnason söngvari bættist í hópinn…

Di di seven (1992)

Danssveitin Di di seven var aukasjálf Birgis Sigurðssonar sem átti síðar eftir að starfa einkum undir nafninu Bix (og reyndar fleiri nöfnum). Reyndar kom aðeins eitt lag út með Birgi undir þessu nafni en það var lagið Reality á safnplötunni Icerave (1992), það lag vakti nokkra athygli.

Diabolus in musica (1975-81)

Kammerpoppsveitin Diabolus in musica var í upphafi tilraunastarfsemi nokkurra reykvískra menntaskólanema. Sveitin gaf út tvær plötur með mismunandi liðsskipan, og ól af sér nokkra landsþekkta tónlistarmenn. Sveitin skipar sér í hóp með öðrum viðlíka hljómsveitum sem þá voru starfandi, sveitum eins og Þokkabót, Melchior og jafnvel Spilverki þjóðanna. Upphaf Diabolus in musica má rekja til…

Diabolus in musica – Efni á plötum

Diabolus in Musica – Hanastél… …á Jónsmessunótt Útgefandi: Steinar / Sena Útgáfunúmer: STLP 010 / STCD 010 Ár: 1976 / 2003 1. Andlát 2. 17°C 3. Rúmba í baði 4. Pétur Jónatansson 5. Templarasyrpan 6. Dinnerinn 7. Kaffilagið 8. Heima er best 9. Eftir nokkra dansa skimar Pétur Jónatansson yfir dansgólfið og kemur auga á Jófríði…

Didda Jóns (1935-2019)

Þuríður Jónsdóttir (iðulega auglýst undir nafninu Didda Jóns eða Didda Jónsdóttir) var söngkona sem kom fram á sjónarsviðið á sjötta áratug síðustu aldar, hún þótti ein allra efnilegasta dægurlagasöngkona sem þá starfaði og var aukinheldur meðal þeirra fyrstu hér á landi. Didda fæddist árið 1935 í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu en fluttist ung suður til Reykjavíkur,…

Digital (1985)

Hljómsveitin Digital var skammlíf og starfaði á Ísafirði sumarið 1985. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit, aðeins er vitað um trommuleikarann, Jökul Úlfsson en hann hafði fáeinum árum áður leikið með Egó. Svo virðist sem saga Digital hafi verið öll um haustið 1985 en allar upplýsingar varðandi þessa sveit væru vel þegnar.

Dínamít (1975-76)

Dínamít var ein þeirra hljómsveita á áttunda áratug síðustu aldar sem stöldruðu stutt við ásamt því sem tíðar mannabreytingar settu svip sinn á starfsemina. Mikil gróska var í íslensku balltónlistarlífi á þeim tíma og tóku fjölmiðlar virkan þátt í að miðla fréttum um ósætti og ósamkomulag innan og milli hljómsveita svo ekki hjálpaði það til.…