DES (1982-84)

Des

DES frá AKureyri

Akureyska hljómsveitin DES (stundum nefnd Dez) starfaði um nokkurra ára skeið á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar.

Sveitin sem skilgreindi sig sem nýbylgjusveit var stofnuð um vorið 1982 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Eiríkur Jóhannsson gítarleikari, Jónas Þór Guðmundsson bassaleikari og Gunnlaugur Stefánsson trommuleikari. Fjórði meðlimurinn, Orri Árnason söngvari bættist í hópinn vorið 1983 og þannig virðist hún hafa verið skipuð þar til hún hæti störfum sumarið 1984.

Hugsanlegt er að sveitin hafi komið aftur saman vorið 1992, þá í tengslum við einhverja leikhússýningu á vegum Leikfélags Dalvíkinga.