Björgvin Gísla og hljómsveit á Rósenberg

Vetrarstarfið er nú að hefjast í áttunda sinn hjá Blúsfélagi Reykjavíkur. Blúskvöldin verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Rósenberg. Fyrsta blúskvöldið verður mánudagskvöldið 5. október nk. klukkan 21:00. Björgvin Gíslason gítarleikari og hljómsveit, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Sigurður Sigurðsson söngvari og munnhörpuleikari, Jens Hanson saxófónleikari og Tómas Jónsson hljómborðsleikari gera allt vitlaust…

Afmælisbörn 3. október 2015

Að þessu sinni eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens eða bara Tolli Morthens er sextíu og tveggja ára í dag. Allir þekkja listmálarann Tolla en margir muna líka eftir tónlistarferli hans, hann gaf út plötuna The boys from Chicago ásamt hljómsveitinni Ikarus árið 1983 en platan var einmitt lokaverkefni Tolla…