Afmælisbörn 3. október 2015

Högni Egilsson

Högni Egilsson

Að þessu sinni eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar:

Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens eða bara Tolli Morthens er sextíu og tveggja ára í dag. Allir þekkja listmálarann Tolla en margir muna líka eftir tónlistarferli hans, hann gaf út plötuna The boys from Chicago ásamt hljómsveitinni Ikarus árið 1983 en platan var einmitt lokaverkefni Tolla í listnáminu. Tolli hafði þá starfað með Gúanóbandinu auk þess að koma fram sem trúbador en hann hefur síðustu árin helgað sig myndlistinni eingöngu.

Högni Egilsson tónlistarmaður einkum kenndur við hljómsveitina Hjaltalín er þrítugur á þessum deg. Auk þess að starfa með Hjaltalín hefur hann einnig komið við í hljómsveitum eins og Gus gus, Múm, Norton og Saab en hann vinnur að sólóplötu um þessar mundir. Högni hefur vakið athygli fyrir að ræða opinskátt um geðhvarfasýki en hann glímir við þann sjúkdóm.