Blúsfélag Reykjavíkur fagnar 12 ára afmæli
Blúsfélags Reykjavíkur heldur upp á tólf ára afmæli sitt með blúskvöldi á Café Rosenberg mánudagskvöldið 2. nóvember kl 21:00. Þar verða á ferðinni Andrea Gylfadóttir söngkona, Einar Rúnasson orgelleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Halldór Bragason gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Róbert Þórhallsson bassaleikari. Airwaves krúttarar hafa þetta kvöld í sigtinu.