Afmælisbörn 27. október 2015

Jens Hansson

Jens Hansson

Afmælisbarn dagsins kemur úr einni vinsælustu hljómsveit síðari ára:

Jens Hansson saxófón- og hljómborðsleikari úr Sálinni hans Jóns míns er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Jens vakti fyrst athygli með Das Kapital þar sem hann lék saxófónssólóið í Blindsker en síðar lék hann með hljómsveitum eins og Faraldi, Strákunum, Lost, Klakabandinu, Fínt fyrir þennan pening, Partýtertunni, Zebra og Jemma & Klanks svo dæmi séu tekin. Hann hefur sem fyrr segir verið hluti af Sálinni til fjölda ára en hann hefur jafnframt samið nokkur þekkt lög með sveitinni, þar má nefna Ekkert breytir því, Gagntekinn og Upp‘í skýjunum. Jens hefur einnig starfað við hljóðupptökur.