Dallas (1995-96)

engin mynd tiltækHafnfirska hljómsveitin Dallas kom lítillega við sögu íslenskrar tónlistar 1995 og 96.

Sveitin var stofnuð 1995, að öllum líkindum í Flensborgarskóla, og lék reglulega á tónleikum einkum í Hafnarfirði en einnig eitthvað í miðbæ Reykjavíkur.

Ekki liggur fyrir hvort Dallas starfaði samfleytt en vorið 1996 kom út safnplatan Drepnir á vegum nemendafélags Flensborgarskóla með nokkrum hafnfirskum bílskúrssveitum en sveitin var meðal þeirra og átti þrjú lög. Á þeirri plötu eru það Gísli Árnason söngvari, Flóki Árnason trommuleikari, Karl G. Jónsson gítarleikari, Friðrik Snær Friðriksson bassaleikari og Hlynur Johnsen hljómborðsleikari sem skipa Dallas.

Ekkert spurðist til sveitarinnar eftir útgáfu safnplötunnar.