Daman og hérinn (1988)

engin mynd tiltækLitlar upplýsingar er að finna um Dömuna og hérann en um einhvers konar hljómsveit var að ræða, ættaða frá Akureyri.

Daman og hérinn var að öllum líkindum tilrauna- eða gjörningasveit og var hún undanfari Vindva mei, sem í voru Ásmundur Ásmundsson, Rúnar Magnússon og Pétur Eyvindsson. Ekki liggur þó fyrir hvort þeir þrír hafi verið nákvæmlega í Dömunni og héranum.