Gersemi tut (1990)

Gersemi tut var eins konar gjörningasveit eða fjöllistahópur sem starfaði innan Ólundar en það var félagsskapur ungs listafólks á Akureyri.

Sveitin sem mun hafa verið tríó, kom fram á nokkrum uppákomum tengdum Ólund á fyrri hluta árs 1990, og voru meðlimir þess Helga Kvam og tveir aðrir sem síðar komu við sögu hljómsveitarinnar Vindva mei, Pétur Eyvindsson og annar hvor þeirra Rúnars Magnússonar og Ásmundar Ásmundssonar.

Allar frekari upplýsingar um sveitina óskast sendar Glatkistunni, s.s. um hljóðfæraskipan og annað sem skiptir máli.