Afmælisbörn 31. mars 2020

Á þessum degi eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður…

Afmælisbörn 30. mars 2020

Afmælisbörnin í dag eru fimm talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og fimm ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Afmælisbörn 29. mars 2020

Þrjú afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Þórir Baldursson hljómborðsleikari er sjötíu og sex ára í dag. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar með tónlistarfólki eins og Donnu…

Afmælisbörn 28. mars 2020

Þrjú afmælisbörn (öll látin) koma við tónlistarsögu þessa dags hjá Glatkistunni: Jón frá Ljárskógum (Jón Jónsson) söngvari og ljóðskáld hefði átt afmæli en hann fæddist á þessum degi árið 1914. Jón er þekktastur fyrir framlag sitt með MA-kvartettnum sem hann söng með um árabil og naut mikilla vinsælda fyrir, kvartettinn gaf út fjöldann allan af…

Afmælisbörn 27. mars 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru þrjú talsins, öll eru látin: Jón Hrólfsson harmonikkuleikari hefði átt afmæli í dag en hann lést 2017. Jón  (f. 1946) sem upphaflega kom af Melrakkasléttunni, lék með ýmsum harmonikkusveitum en kom einnig margsinnis einn síns liðs fram með nikkuna í gegnum tíðina. Hann gaf á sínum tíma út sólóplötuna Gleðihopp…

Afmælisbörn 26. mars 2020

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.…

Jói útherji

Jói útherji (Lag /texti Ómar Ragnarsson) Öll þið eflaust þekkið Jóa, hann var innherji hjá Val, síðan útherji hjá KR. Hann var alveg spinnegal því knattspyrnan gerði’ hann oft svo æstan, að honum héldu engin bönd, og í einu af sínum háu spörkum skaut hann niður önd. viðlag Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot alltaf…

Ó, Súsanna

Ó, Súsanna (Lag / texti: erlent / Jón frá Ljárskógum) Þegar vorsins blær í björkum hlær og blessuð sólin skín, þegar blána sund og grænkar grund, þá geng ég heim til þín. Meðan söngvar óma’ og brosa blóm, ég býð þér mína hönd, og svo leiðumst við í kvöldsins klið um kærleiks draumalönd. Ó, Súsanna,…

Langt langt í burt

Langt langt í burt (Lag /texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum) Langt, langt í burt til hárra heiða hverfur mín þrá. Langt, langt í fjarska faðminn breiða fjöllin mín hvít og blá. Langt, langt í burt til heima haga hugurinn flýr. Enn man ég liðna dýrðardaga, dásamleg ævintýr. Vorsins ljóð í hjarta hljómar, hugur…

Ég fer

Ég fer (Lag / texti: erlent lag / Helgi Pétursson) Ég er ferðbúinn og fer í nótt, hljóð þú sefur sætt og rótt, og koss frá mér það verður kveðjan mín. Kvöld er komið og birtan þver, kuldinn næðir og bráðum ég fer, ég finn það strax hve sakna mun ég þín. Eitt blíðasta bros…

Gleym mér ei

Gleym mér ei (Lag / texti: erlent lag (Edelweiss) / Örn Snorrason) Gleym mér ei, gleym mér ei, glóir í hverju spori. Ljúf og blá líta má ljós þín á hverju vori. Lækjarins niðinn og lindarhljóm leiddu út í geiminn. Litla blóm, ljúfa blóm leggðu undir þig heiminn. [óútgefið]

Alparós

Alparós (Lag / texti: erlent lag (Edelweiss) / Baldur Pálmason) Alparós, alparós, árgeislar blóm þitt lauga. Hrein og skær, hvít sem snær hlærðu tindrandi auga. Blómið mitt blítt, ó þú blómstrar frítt, blómgist alla daga. Alparós, alparós, aldrei ljúkist þín saga. [m.a. á plötunni Vilhjálmur og Elly Vilhjálms – Systkinin Vilhjálmur og Elly Vilhjálms syngja…

Ég ann þér enn

Ég ann þér enn (Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson og Magnús Ingimarsson) Minningarnar björtum geislum baðar bernskusól er lít ég runna tíð. Fram í hugann litli fossinn laðar ljúfa mynd frá æskutíð. Ég ann þér enn, þó aldrei greri um heilt mitt hjartasár. Ég á þig enn, þó árin hafi þerrað votar…

Ein á ferð

Ein á ferð (Lag / texti: erlent lag / Guðrún Pálsdóttir) Ég var ein á ferð um þennan þögla sand. Það er dimm og kyrrlát nótt. Þú ert farinn heim í þinna feðra land. Þér fannst allt svo tóm og ljótt. Þú sást auðn og tóm, þú sást engin blóm. Þú sást aldrei þetta hljóða…

Þú skalt mig fá

Þú skalt mig fá (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson) Milljónir af meyjum mega eiga sig. Þó mér allar byðust, bara vil ég þig. Þó ég mætti velja dótið myndi’ ég selja og bjóða þér í geim. Og ef milljón mílur okkur skildi að, til þín myndi’ ég hiklaust leggja beint af stað.…

Frelsarinn

Frelsarinn (Lag / texti: erlent lag / Jóhanna G. Erlingsson Þú fæddist hér fyrir nær tvö þúsund árum og frið þú boðaðir mannkyni í sárum. Þú varst miskunnin ein, þú varst manngæskan hrein, og þinn máttur svo sterkur að læknaði öll mein. Þeir trúðu á þig, þeir tilbáðu þig og í fyllingu tímans – krossfestu…

Sem kóngur ríkti hann

Sem kóngur ríkti hann… (úr söngleiknum Þið munið hann Jörund) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason) Viðlag Arídú-arídúradei arídú-arídáa sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann eitt sumar á landinu bláa. Sögu við ætlum að segja í kvöld um sæfarann Jörund hinn knáa. Sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann eitt…

Ævintýri

Ævintýri (Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson) La-la-la-la-la ævintýri enn gerast. La-la-la-la-la ævintýri enn gerast. Áður þá alltaf álfar og tröll í ævintýrum unnu öll spjöll en stúlkan sem ég elska og eina kýs, inn í líf mitt kom eins og álfadís. La-la-la-la-la ævintýri enn gerast. La-la-la-la-la ævintýri enn gerast. Æska og yndi,…

Einmana

Einmana (Lag / texti: Pétur Hjálmarsson og Páll A. Þorgeirsson / Magnús Benediktsson) Harmhljóð og kuldi hvín um niðdimma nótt. Harmurinn duldi kvelur, mér er ei rótt. Þannig er líf mitt, allt dimmt og kalt. Lífslöngun mín fjarar út. Heyrt hef ég sögur um hamingjuna og ást. Mín ást var fögur, en trausti mínu þú…

Seljadalsrósin

Seljadalsrósin (Lag / texti: erlent lag / Friðrik A. Friðriksson) Í suðri reis máni og sveif yfir tindi, en sólin var hnigin við bládjúpsins rönd, er við gengum tvö sæl upp með Seljadalstindum, er silfur sitt spunnu yfir iðgróin lönd. Hverri sumarrós fegri var fljóðið mitt bjarta, ei fegurð var samt hennar dýrasta hrós: úr…

Óbyggðaferð

Óbyggðaferð (Lag og texti: Ómar Ragnarsson) Sælt er að eiga sumarfrí, sveimandi út um borg og bý. Syngjandi glaður aka í óbyggðaferð í hópi. Ó – ó – óbyggðaferð, ó – ó – óbyggðaferð, ó – ó – óbyggðaferð, óbyggðaferð í hópi. Öræfasveit er ekki spör á afburðakjör fyrir fjörug pör. Í Skaftafellsskógi er ástin…

Heyr mína bæn

Heyr mína bæn (Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson) Heyr mína bær, mildasti blær. Berðu kveðju mína yfir höf. Syngdu honum saknaðarljóð. Vanga hans blítt vermir þú sólmjúkum vörum, kysstu hans brá. Ástarorð hvísla mér frá. Syngið þið fuglar, ykkar fegursta ljóðalag, flytjið honum í indælum óði ástarljóðið mitt. Heyr mína bær,…

Á Lækjartorgi

Á Lækjartorgi (Lag / texti: erlent lag / Guðmundur Sigurðsson) Lífið er fjörugt á Lækjartorgi löngum er skyggja fer. Fljóð með nettan fót fara á stefnumót og finna hann einmitt hér. Löngum má sjá á Lækjartorgi lífsgleði sérhvert kvöld, hróp og hlátrasköll, hávær óp og köll og hér predika bæjarins postular fjöldanum píslir og syndagjöld.…

Bíddu við

Bíddu við (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / ókunnur höfundur) Við skólahliðið ég stundum stóð er stúlka lítil hljóp til mín móð og andlit mitt var þá allt sem blóð er hún kallaði, er hún kallaði á eftir mér. Bíddu við, bíddu við, bíddu vinur eftir mér. Æ lofaðu mér að labba heim með þér,…

Í frelsarans nafni

Í frelsarans nafni (Lag / texti: Sigurður Laufdal) Þú veist það vel að Jesús var bara hippi á geðtrufluðu kókaíntrippi en fólkið taldi sig heyra þann fróða og sá því í fari hans – aðeins það góða. Í eyðimörkinni var soldið súr enda fjörutíu daga kókaín kúr, þar saug hann og saug án drykkjar og…

Hárlokkurinn

Hárlokkurinn (Lag / texti: erlent lag / Loftur Guðmundsson) Allt er hljótt nema hafið sem gnauðar, og í húmi ég stjörnurnar spyr, hvort hún sjái’ ekki fley þitt á sævi sigla heimleiðis óskljúfan byr. Því ég veit að þú kemur, minn vinur, og ég veit hvað sem ber þig um höf, berð þú lokk mér…

Kvöld við Keflavík

Kvöld við Keflavík (Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Ómar Ragnarsson) Hljóðlátt kvöld við Keflavík, kinnar þínar sæll ég strýk. Meyjarbarmur hægt og hljótt, hann hefst og hnígur þýtt og rótt. Þaralykt sem blærinn ber blandast ilmi af hári þér. Báran gjálfrar hægt og hljótt. Hún hefst og hnígur þýtt og rótt bjarta nótt. Uppi…

Reykjavík

Reykjavík (Lag / texti: Herdís Pétursdóttir / Jenni Jóns) Í Reykjavík, í Reykjavík þar er svo gott að eiga heim og þar vil ég lifa og dreyma. Í Reykjavík, í Reykjavík. Hér áður fyrr var ósköp fátt í bænum, örfá hús úr timbri hátt með ris. Menn fóru á sjó á sínum litlu kænum. Samt…

Fjallið eina

Fjallið eina (Lag / texti: Sigvaldi Kaldalóns / Grétar Ó. Fells) Leita ég afdreps um sléttunnar slóð. Slétturnar engu leyna. Ég þarf að fela mig fyrir þjóð, finna mig sjálfan og yrkja ljóð, minnast við mold og steina. Þess vegna kýs ég að flýja á þinn fund Fjallið mitt góða eina, láta þig geyma mig,…

Ertu með

Ertu með (Lag / texti: Erlingur Björnsson / Ómar Ragnarsson) Ertu með út á ball, ertu með, með á rall, ertu með upp í dans, ertu með, með á sjans. Eins og smér er ég hér ef út af ber. Ástin er ó, hjá mér en hjá þér? Ertu með upp í skóg? ég ætla…

Kerlingarvísa

Kerlingarvísa (úr revíunni Upplyfting) (Lag / texti: erlent lag / Haraldur Á. Sigurðsson) Ég var um aldamótin svo upplögð fyrir glens og grín og gaf þeim undir fótinn, sem gægðust inn til mín. Og þá, og þá var straumurinn af strákunum, af Stebbum, Jónum, Lákunum, sem vildu’ ég væri sín. Ég elskaði alla saman, en…

Á sjó

Á sjó (Lag / texti: erlent lag / Ólafur Ragnarsson) Á sjó þeir sóttu fyrr og sigldu um höfin blá. Þeir eru fræknir fiskimenn og fást um úfinn sjá. Milli hafna um heiminn þeir halda sína leið. Á sjó – þeir sækja enn og sigla um höfin breið. Fræknir sjómenn fyrrum komu að frjálsri Íslandsströnd.…

Komdu [2]

Komdu (Lag / texti: Þorvaldur Halldórsson / Ómar Ragnarsson) Komdu með, kæra vina, komdu, líttu ekki á hina. Komdu til mín, komdu til mín nú. Komdu, ég skal kjökrið sefa. Komdu, ég skal fyrirgefa. Komdu því að hver er betri en þú. Fagna og vertu fljót að gleyma. Í faðmi mínum áttu heima. Og eilíf…

Raunasaga

Raunasaga (Lag / texti: höfundur ókunnur / Maron Vilhjálmsson) Ég seinheppinn er, það sést best á því hve sjaldan ég dett og fer á fyllerí. Þótt aldrei gerði ég öðrum neitt mein, ég alltaf er tekinn og mér stungið í stein. Og kvenfólkið leikur mig líka svo grátt, að líf mitt er dapurt, þá fer…

Bjarkarljóð

Bjarkarljóð (Lag / texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum) Um skógarins göng, þar sem björkin syngur brag og blómskrúðið hlær við sólareldi skal brúðför okkar ganga einn góðan veðurdag um grænan stíg í sumarljómans veldi. Í bjarkanna ríki við fundumst, fagra mær, í fyrsta sinn þar hendur okkar mættust, og vonarborgin reis þar sem…

Í Hallormsstaðarskógi [2]

Í Hallormsstaðarskógi Lag / texti: erlent lag (Drottinn minn, hvílíkum dýrðarljóma) / Matthías [?] Sit ég og sé, hvernig sólin sindrar sit hér í skóginum við Hallormsstað. Ljómandi fegurð! í ljósi tindrar limið á kvistunum er skelfur blað. Op niður’ að Leginum þarna – þarna þar fann ég lund sem mér geðjast að. Sit því…

Ljósið loftið fyllir

Ljósið loftið fyllir (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Gíslason) Ljósið loftið fyllir og loftin verða blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Dagarnir lengjast og dimman flýr í sjó. Bráðum syngur lóan í brekkum og mó. Í túnið renna lambær með lömbin sín smá, bíldótt og blettótt, botnótt og grá. Bráðum glóey gyllir geimana…

Hamraborgin

Hamraborgin (Lag / texti: Sigvaldi Kaldalóns / Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Hamraborgin rís há og fögur og minnir á ástir og álfasögur. Á hamrinum bláa og bergið háa sló bjarma lengi. Þar var sungið á silfurstrengi. Og meðan djáknar til messu hringja, opnast bergið og álfar syngja. Strengir titra og steinar glitra í stjörnusalnum. Friður…

Litla sæta ljúfan

Litla sæta ljúfan (Lag / texti: erlent lag / Valgeir Sigurðsson) Víða liggja leiðir, löngum útþrá seiðir, margur sinni æsku eyðir úti á köldum sæ. Langt frá heimahögum hef ég mörgum dögum, eytt og æskuárin streyma, en ég skal aldrei, aldrei gleyma blíðri mey sem bíður heim bjarta nótt í maí. Litla sæta ljúfan góða…

Ó mín kæra vina

Ó mín kæra vina (Lag / texti: erlent lag / Valgeir Sigurðsson) Ó mín kæra vina, ég þrái þig svo heitt, mín þrá aldrei dvín. Tímar hafa liðið sem ýmsu geta eytt. Ástvina mín, á leið til þín guð leggi sporin mín. Áin rennur lygn út í sjó, út í sjó, opinn, víðan brimþungan sjó.…

Syndir holdsins / Lifi ljósið

Syndir holdsins / Lifi ljósið (Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Við horfum hér hér hvert á annað hungursaugum í vetrarfrökkunum og fljótum innan um ilmvatnsprufur, sofandi’ að feigðarósi, við erum öll í feluleik, föst í okkar lygavef sem að upphefur eymdina. Eitthvað er einhvers staðar mikilfenglegt, en enginn veit hvað bíður…

Blikandi stjörnur

Blikandi stjörnur (Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson) Blikandi stjörnur, þið boðið mér frið. Hátt skínið á himni og hér skínum við. Blikandi stjörnur, ég býð góðan dag og ég vil eigna ykkur árla’ að morgni lítið lag. Gliri glúbb glúpí nibbi nabbi núpí la lala ló ló. Sapa sibbi sapa núpí…

Förukarl

Förukarl (Lag / texti: Þorvaldur Blöndal / Stefánsson frá Fagraskógi) Ég er friðlaus ferðalangur, fæddur út við nyrstu höf. Fátæktina og förueðlið fékk ég bæði í vöggugjöf. Ég hef farið land úr landi, læðst um fjöll og dimman skóg, sofið undir grænum greinum, grafið mig í vetrarsnjó. Að bæjardyrum bræðra minna barði ég stundum áður…

Amma raular í rökkrinu

Amma raular í rökkrinu (Lag / texti: Ingunn Bjarnadóttir / Jóhannes úr Kötlum) Amma gamla er syfjuð og amma gamla er þreytt. Ramba-ramba, þamba-þamba og ró-ró-ró! Hún er orðin aumingi sem þolir ekki neitt. Bíum-bíum-bamba og ró-ró-ró. Dautt er undir katlinum og kusa orðin geld. Ramba-ramba, þamba-þamba og ró-ró-ró! Hér hér vantar mjólksopa og hér…

Herra minn trúr

Herra minn trúr (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Herra minn trúr, mig skortir orð til að segja ykkur vinir frá gleðinni hjá mér í gær. Mig langaði á rall, svo ég fór á ball, og gómaði stúlku sem ég fékk að fylgja heim. Herra minn trúr, hún bauð mér heim til sín, og þar leið…

Viltu dansa?

Viltu dansa? (Lag og texti: Magnús Eiríksson) Vertu ekki smeyk ég býð þér upp í sjeik. Hvernig geturðu neitað mér, er í dansinn býð ég þér? Hvernig geturðu setið kyrr, hvernig geturðu setið kyrr? Hvernig geturðu setið kyrr, hvernig geturðu setið kyrr? Úti á gólfi er allt liðið, allir dansa nema við. Komdu líka með…

Dimmar rósir

Dimmar rósir (Lag / texti: Árni Blandon / Magnús S. Magnússon) Dimmar rósir eru minning þín, heitar nætur eru þú og ég. Bjartir dagar eru brosið þitt, örfá tár, ég græt þig ástin mín. Ef ég fæ að sjá þig aftur lífið breytir lit. Ef þú kemur til mín aftur ég mun tigna þig. Minning…

Bara þig

Bara þig (Lag / texti: Jón Ómar Erlingsson / Bergsveinn Arilíusson) Finnst eins og tíminn standi í stað, ekkert gerist. Ég beiskur reyni að finna einhver orð. Í gegnum grínið sérðu tár, þú ert farin. En eitthvað brást, ég sagði eitthvað rangt. Í svefni og vöku ég hugsa bara um þig, hvar ertu og sé…

Fallegur dagur

Fallegur dagur (Lag og texti Bubbi Morthens) Veit ekki hvað vakti mig, vill liggja um stund. Togar í mig tær birtan, lýsir upp mína lund. Þessi fallegi dagur, þessi fallegi dagur. Aaa aaa aaa aaa. Íslenskt sumar og sólin syngja þér sitt lag. Þú gengur glöð út í hitann, inn í draumbláan dag. Þessi fallegi…

Út í veður og vind

Út í veður og vind (Lag og texti: Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson) Ég legg metnað minn í það að míga úti og í mannskaðanum varð ég undir vegg. Í Stangarholti kúldrast ég hjá Knúti og Kristínu, sem spælir okkur egg. O, ó, út í veður og vind, o, ó – vatns- ég lita mynd,…