Herra minn trúr

Herra minn trúr
(Lag / texti: Magnús Eiríksson)

Herra minn trúr,
mig skortir orð
til að segja ykkur vinir
frá gleðinni hjá mér í gær.

Mig langaði á rall,
svo ég fór á ball,
og gómaði stúlku
sem ég fékk að fylgja heim.

Herra minn trúr,
hún bauð mér heim til sín,
og þar leið svo nóttin
við kossa og kampavín.

Herra minn trúr,
ég truflaður var,
það var maðurinn hennar
sem okkur á óvart kom þar.

[á plötunni Pónik og Einar – [ep]]