Herra konungur

Herra konungur
(Lag / Rúnar Þór Pétursson / Heimir Már Pétursson)

Ég hafði alltof lengi
hrópað upp
í hásætið til þín,
konungur,
og þú bara hlegið,
drukkið og velt
um glösum,
því ég var
trúðurinn,
herra konungur.

Ég hrópaði svo hátt
að mig verkjaði
í hálsinn
og ég sló svo fast
í borðið
að það blæddi
úr hnúunum,
herra konungur og þú
bara hlóst.

Þess vegna varð ég
að svipta af mér grímunni
og stinga þig í hjartastað,
því þar var eina leiðin
til að fá þig til að hlusta,
herra konungur.

Og ég hef heyrt
að það séu trúðar
um allan heim
að stinga konung sinn
í hjartastað
til að fá þá til að hlusta,
herra konungur.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Hugsun]