Afmælisbörn 31. mars 2017

Á þessum degi eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er þrjátíu og níu ára, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður píanóleikari og tónmenntakennari,…

Upptökur frá Blúshátíð Reykjavíkur í Konsert á Rás 2

Blúshátíð Reykjavíkur verður í aðal hlutverki í útvarpsþættinum Konsert á Rás 2 í kvöld en þátturinn er í umsjón Ólafs Páls Gunnarssonar. Þar verður fyrirferðamikill blúsmaðurinn Magic Slim sem spilaði á Blúshátíð Reykjavíkur á Hótel Nordica árið 2009. Hann mætti til landsins með hljómsveitina sína The Teardrops og heillaði gesti blúshátíðar með söng og spilamennsku. Fjórum…

Afmælisbörn 30. mars 2017

Afmælisbörnin í dag eru þrjú talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og tveggja ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Afmælisbörn 29. mars 2017

Þrjú afmælisbörn dagins eru eftirfarandi: Þórir Baldursson hljómborðsleikari er sjötíu og þriggja ára í dag. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar með tónlistarfólki eins og Donnu…

Afmælisbörn 28. mars 2017

Tvö afmælisbörn koma við tónlistarsögu þessa dags hjá Glatkistunni: Jón frá Ljárskógum (Jón Jónsson) söngvari og ljóðskáld hefði átt afmæli en hann fæddist á þessum degi árið 1914. Jón er þekktastur fyrir framlag sitt með MA-kvartettnum sem hann söng með um árabil og naut mikilla vinsælda fyrir, kvartettinn gaf út fjöldann allan af plötum sem…

Afmælisbörn 27. mars 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru þrjú talsins, öll eru látin: Jón Hrólfsson harmonikkuleikari hefði átt afmæli í dag en hann lést í upphafi þessa árs. Jón (f. 1946) sem upphaflega kom af Melrakkasléttunni, lék með ýmsum harmonikkusveitum en kom einnig margsinnis einn síns liðs fram með nikkuna í gegnum tíðina. Hann gaf á sínum tíma…

Umbi Roy (1972)

Umbi Roy var aukasjálf Ómars Valdimarssonar blaðamanns og umboðsmanns. Reyndar var einungis um að ræða útgáfu lítillar tveggja laga plötu (Bleikur fíll / Leggstu aftur) og eftirfylgni hennar sumarið 1972, svo ekki varð um eiginlegt framhald að ræða. Talsvert var gert úr því að um leyniflytjanda væri að ræða enda var leikurinn beinlínis til þess…

Ultra (1996-2003)

Pöbbabandið Ultra starfaði um árabil í kringum síðustu aldamót og lék víða um land. Anton Kröyer hljómborðs- og gítarleikari og Elín Hekla Klemenzdóttir söngkona voru aðalsprautur Ultra en sveitin var ýmist dúó, tríó eða kvartett. Önnur söngkona, Guðbjörg Bjarnadóttir starfaði með þeim einnig lengst af en auk þess komu við sögu gítarleikararnir Samúel Þórarinsson, Sævar…

UF-útgáfan [útgáfufyrirtæki] (1966-67)

UF-útgáfan (U.F. útgáfan) var skammlíf hljómplötuútgáfa í eigu Jóns Lýðssonar (síðar Karlssonar) en hún starfaði á árunum 1966-67. Aðeins komu út tvær plötur undir merkjum útgáfunnar en það voru smáskífur með Pónik og Einari og Dúmbó og Steina.

U3 project (1996-2009)

Ábreiðuhljómsveitin U3 project starfaði á árunum 1996-97 og hefur síðan endurvakin að minnsta kosti tvisvar sinnum (2002 og 2009) en sveitin sérhæfði sig í tónlist hinnar írsku sveitar U2. Meðlimir sveitarinnar komu allir úr þekktum hljómsveitum en þeir voru Rúnar Friðriksson söngvari, Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari og Birgir Nielsen trommuleikari. Einnig gæti…

Undir tunglinu (1991-94)

Undir tunglinu var danshljómsveit, starfandi í Grindavík í nokkur ár en sveitin gerði nokkuð út á ballmarkaðinn og kom frá sér einu útgefnu lagi. Undir tunglinu var stofnuð á fyrri hluta ársins 1991, ekki liggur fyrir hverjir stofnfélagar sveitarinnar voru en 1992 voru meðlimir hennar Almar Þór Sveinsson bassaleikari, Guðmundur Jónsson trommuleikari, Helgi Fr. Georgsson…

Undir fálkanum (1992)

Undir fálkanum mun hafa verið átta manna hljómsveit starfandi á höfuðborgarsvæðinu árið 1992. Engar frekari upplýsingar hafa fundist um hverjir skipuðu þessa sveit en hún var skammlíf.

Undir áhrifum (1995-96)

Á Akureyri var starfandi hljómsveit á árunum 1995 og 1996 sem bar heitið Undir áhrifum. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru þeir Rúnar [?] söngvari, Ingvar Valgeirsson [?] gítarleikari, Ólafur Hrafn Ólafsson gítarleikari, Ármann Gylfason bassaleikari og Jón Baldvin Árnason trommari. Ingvar hætti fljótlega en nokkru síðar bættist Heimir [?] hljómborðsleikari í sveitina.

Umrót (1978-81)

Litlar heimildir er að hafa um hljómsveitina Umrót en hún var starfrækt á Sauðárkróki á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Margeir Friðriksson bassaleikari, Gunnar Ingi Árnason trommuleikari, Kjartan Erlendsson gítarleikari, Lárus Sighvatsson saxófónleikari og Stefán R. Gíslason hljómborðsleikari. Veturinn 1980-81 tók Ægir Ásbjörnsson sæti Lárusar saxófónleikara og Ingimar Jónsson (Upplyfting) tók…

Umbrot (1973-74)

Hljómsveitin Umbrot starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, nánar tiltekið eftir gos en nafn sveitarinnar á sér einmitt skírskotun til Vestmannaeyjagossins 1973. Meðlimir Umbrots voru Einar Hallgrímsson gítarleikari, Bjartmar Guðlaugsson trommuleikari, Guðlaugur Sigurðsson hljómborðsleikari [?] og Friðrik Gíslason bassaleikari [?]. Þegar Bjartmar hætti í sveitinni tók Einar sæti hans við trommusettið en…

Umbi Roy – Efni á plötum

Umbi Roy – Bleikur fíll / Leggstu aftur [ep] Útgefandi: Scorpion Útgáfunúmer: S101 Ár: 1972 1. Bleikur fíll 2. Leggstu aftur Flytjendur: Ómar Valdimarsson (Umbi Roy) – söngur Ríó tríó – [?]

Afmælisbörn 26. mars 2017

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.…

Afmælisbörn 25. mars 2017

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Garðar Olgeirsson harmonikkuleikarinn góðkunni er sjötíu og þriggja ára. Fjórar plötur hafa komið út með honum þar sem hann leikur listir sínar á nikkuna og er þekktast laga hans Meira fjör á samnefndri plötu frá 1978. Hann hefur einnig leikið á plötum í félagi við aðra harmonikkuleikara. Bjarki Tryggva…

Afmælisbörn 24. mars 2017

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Gylfi Kristinsson söngvari er sextíu og fimm ára en honum skýtur reglulega upp í hinum ýmsu hljómsveitum. Gylfi var til að mynda í upphaflegu útgáfunni af Stuðmönnum sem einnig hefur verið kölluð Frummenn, og gaf út plötu fyrir nokkrum árum. Hann var einnig í sveitum…

Afmælisbörn 23. mars 2017

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona úr Hafnarfirði er þrjátíu og fimm ára í dag. Guðrún Árný sem hefur sungið frá blautu barnsbeini vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1999 og í framhaldinu söng hún í ýmsum sýningum á Hótel Íslandi og víðar. Hún hefur verið áberandi í sönglagakeppnum eins og…

Afmælisbörn 22. mars 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Eyþór Þorláksson gítarleikari er áttatíu og sjö ára, hans hljóðfæri voru harmonikka og bassi til að byrja með en eftir að hann byrjaði að leika á gítar varð ekki aftur snúið. Hann nam gítarleik á Spáni og Englandi og starfaði víða erlendis áður en hann kom heim til Íslands…

Afmælisbörn 21. mars 2017

Á þessum degi eru afmælisbörnin tvö á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari er fjörutíu og fjögurra ára, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út platan Kærleikur sem hafði…

Afmælisbörn 20. mars 2017

Afmælisbörnin tónlistartengdu eru fjögur að þessu sinni: Tónskáldið Finnur Torfi Stefánsson er sjötugur og á því stórafmæli dagsins, hann hefur samið fjölbreytilega tónlist og má þar nefna óperu, hljómsveitaverk og verk fyrir einleikshljóðfæri, kammertónlist og rokk en á árum áður var hann í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og blómabarna. Þekktustu sveitir hans eru Óðmenn…

Afmælisbörn 19. mars 2017

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Fyrstan skal nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara sem er áttatíu og fimm ára í dag. Hann nam söng fyrst hér heima hjá Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og fleirum en fór til framhaldsnáms í Þýskalandi, þar starfaði hann um árabil. Ein fjögurra laga plata með jólasálmum kom út hér heima…

Sexí (?)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi undir nafninu Sexí, hvenær liggur þó ekki fyrir. Sveitin innihélt Halldór Gylfason [?], Knút [?] og Tomma [?], en fleiri gætu hafa komið við sögu hennar. Allar frekari upplýsingar varðandi Sexí eru vel þegnar.

Sex appeal (1993-96)

Hljómsveitin Sex appeal var starfrækt á Hvolsvelli á árunum 1993-96 en hún var að hluta til stofnuð upp úr Munkum í meirihluta. Meðlimir sveitarinnar voru Þorsteinn Aðalbjörnsson trommuleikari, Sigurður Einar Guðjónsson hljómborðsleikari, Jón Guðfinnsson bassaleikari, Árni Þór Guðjónsson gítarleikari og söngvararnir Hreimur Örn Heimisson og Þorbjörg Tryggvadóttir. Sex appeal lék á sveitaböllum víðs vegar um…

Sexmenn [1] (1967)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Sexmenn en hún starfaði á Ísafirði árið 1967, hugsanlega þó mun lengur. Meðlimir voru, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna, sex talsins en fjórir hafa verið nafngreindir, Þórarinn Gíslason sem gæti hafa leikið á píanó eða hljómborð, Samúel Einarsson bassaleikari, Ólafur Karvel Pálsson saxófónleikari og Vilberg Vilbergsson…

Semen (1995-96)

Semen starfaði á árunum 1995-96 að minnsta kosti og var líklega eins konar raftónlistarsveit, Þorsteinn Ólafsson (Prince Valium) og Trausti [?] voru meðal meðlima sveitarinnar en ekki liggur fyrir hvort fleiri komu við sögu hennar. Semen lék nokkrum sinnum á uppákomum undir ljóðalestri.

Sem innfæddir (1983)

Sem innfæddir var dúett þeirra Einars Kr. Pálssonar bassaleikara (Jonee Jonee, Haugur o.fl.) og Kristjáns E. Gíslasonar gítarleikara (Box, Freðmýrarflokkurinn o.fl.) sem settur var saman fyrir eina tónleika í Nýlistasafninu við Vatnsstíg vorið 1983. Ekki varð framhald á samstarfi þeirra.

Sexin (1963-64)

Hljómsveitin Sexin starfaði veturinn 1963-64 og mun mestmegnis hafa spilað í Silfurtunglinu. Meðlimir hennar voru Jón Tynes [bassaleikari?], Magnús Eiríksson gítarleikari, Jón Lýðsson trommuleikari, Guðni Pálsson saxófónleikari, Eyjólfur Melsteð trompetleikari og Guðmundur Frímannsson sem líklega lék á gítar, allir fremur ungir að árum. Vorið 1964 var auglýst sérstaklega að sveitin léki lög með Beatles.

Sex á sviði (?)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Sex á sviði, hverjir skipuðu hana og hvenær. Heimild hermir að sveitin hafi verið skipuð íslensku tónlistarfólki í Svíþjóð, önnur heimild segir að þarna sé á ferðinni hljómsveitin Diabolus in musica á fyrri stigum. Ekkert er hins vegar að finna um hvort þetta sé sama sveitin eða tvær mismunandi hljómsveitir.

Sero (1958-60)

Upplýsingar um hljómsveit sem kallaðist Sero (einnig nefnd Seró) og starfaði í kringum 1960, eru afar takmarkaðar. Ekkert er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit en Þórunn Árnadóttir söng meða henni haustið 1958, og Bjarni Guðmundsson (Barrelhouse Blackie) árið 1959 en það sumar lék sveitin á böllum á landsbyggðinni, mestmegnis um sunnan- og austanvert…

Septa (1989)

Ekki liggur fyrir hvort hljómsveitin Septa frá Bolungarvík var í raun starfandi sveit en hún átti lag á safnplötunni Vestan vindar, sem gefin var út af vestfirsku tónlistarfólki árið 1989. Meðlimir sveitarinnar á plötunni voru systkinin Pálína söngkona, Haukur trommuleikari og Hrólfur hljómborðsleikari Vagnsbörn, auk þess sem Magnús Hávarðsson gítarleikari, Kristinn Svavarsson saxófónleikari og nýstirnið…

Senicator (1999)

Hljómsveitin Senicator var ein sveita sem keppti í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík árið 1999. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar, hversu lengi hún starfaði eða um gengi hennar í keppninni. Senicator átti a.á.m. lag á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem kom út í kjölfarið. Lagið samdi Jón Berg Jóhannesson (VDE-066, Etanól o.fl.) og gæti hann…

Send að sunnan (1976)

Árið 1976 var hljómsveit sem bar heitið Send að sunnan, starfandi við Menntaskólann við Tjörnina. Gunnar Kristinsson var hljómborðsleikari þessarar sveitar en engar heimildir er að finna um aðra meðlimi hennar. Þessi sveit starfaði líklegast í skamman tíma.

Afmælisbörn 18. mars 2017

Eftirfarandi eru þrjú afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands, er fjörutíu og fimm ára. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral og Eurovision…

Afmælisbörn 17. mars 2017

Fjórir tónlistarmenn koma að þessu sinni við sögu afmælisbarna dagsins: Ingólfur Sigurðsson trommuleikari er fjörutíu og sjö ára. Hann er maður margra hljómsveita og starfar iðulega í mörgum í senn. Fyrsta sveit Ingólfs var líkast til hljómsveitin Chorus en síðan hafa þær komið í röðum og eftirfarandi runa er aðeins sýnishorn; Blátt áfram, Rauðir fletir,…

Afmælisbörn 16. mars 2017

Glatkistan hefur eitt afmælisbarn á takteinum í dag: Páll Óskar Hjálmtýsson hinn eini sanni er fjörutíu og sjö ára gamall. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var þegar hann var…

Afmælisbörn 15. mars 2017

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er þrjátíu og níu ára gamall í dag en hann er í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig sungið og…

Afmælisbörn 14. mars 2017

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sextíu og sex ára. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum og stjórnað hljómsveitum…

Afmælisbörn 13. mars 2017

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á Glatkistunni í dag: (Þórir) Karl Geirmundsson gítarleikari frá Ísafirði er sjötíu og átta ára en hann lék í BG & Ingibjörgu með bróður sínum Baldri Geirmundssyni, en sú sveit gekk reyndar undir ýmsum nöfnum. Einnig lék Karl á sínum tíma með Hljómsveit Vilbergs Vilbergssonar (Villa Valla), Hljómsveit Björns R.…

Seðlar (1982-88)

Litlar heimildir er að finna um ballhljómsveitina Seðla frá Borgarnesi en hún starfaði um árabil þar í bæ. Staðfest er að Seðlar voru starfandi á árunum 1982-90, hugsanlega með hléum, en mögulega var hún starfandi mun lengur. 1990 voru í sveitinni Vignir Sigurþórsson söngvari og gítarleikari, Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Pétur Sverrisson söngvari og bassaleikari og…

Seco (1967)

Hljómsveitin Seco starfaði haustið 1967 og var að öllum líkindum í bítla- eða hippatónlistinni sem þá var við lýði hjá ungu tónlistarfólki. Pétur „rakari“ Guðjónsson var umboðsmaður sveitarinnar. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi Seco og óskast þær þ.a.l. sendar Glatkistunni.

Scruffy Murphy (1997-98)

Þjóðlagasveitin Scruffy Murphy starfaði í Hafnarfirði veturinn 1997-98 en sveitin sérhæfði sig einkum í írskri tónlist. Meðlimir Scruffy Murphy voru Hermann Ingi Hermannsson söngvari og gítarleikari (Logar, Papar o.fl.), Elísabet Nönnudóttir ásláttar- og flautuleikari (Hrafnar o.fl.), Poul Tschiggfrie söngvari og fiðluleikari og Sarah Tschiggfrie harmonikkuleikari. Scruffy Murphy lék aðallega á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu.

Scream (1967-69)

Blúsrokksveitin Scream starfaði á árunum 1967-69 og sérhæfði sig í tónlist hljómsveitarinnar Cream sem þá var á hátindi frægðar sinnar. Meðlimir Scream voru þeir Egill Ólafsson söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Gunnar Hermannsson bassaleikari og Júlíus Agnarsson gítarleikari en þeir voru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir. Sveitin leið sitt skeið en meðlimir hennar áttu…

Scorpion [útgáfufyrirtæki] (1972-73)

Útgáfufyrirtækið Scorpion var skammlíft ævintýri en útgáfan starfaði í um eitt og hálft ár. Jón Ármannsson, sem hafði starfrækt Tónaútgáfuna á Akureyri ásamt Pálma Stefánssyni, stofnaði Scorpion þegar hann sleit sig frá samstarfinu við Pálma um áramótin 1971-72 enda störfuðu þeir í sínum hvorum landsfjórðungnum. Scorpion starfaði ekki lengi, stórar plötur með Magnúsi og Jóhanni…