Sex appeal (1993-96)

Sex appeal

Hljómsveitin Sex appeal var starfrækt á Hvolsvelli á árunum 1993-96 en hún var að hluta til stofnuð upp úr Munkum í meirihluta.

Meðlimir sveitarinnar voru Þorsteinn Aðalbjörnsson trommuleikari, Sigurður Einar Guðjónsson hljómborðsleikari, Jón Guðfinnsson bassaleikari, Árni Þór Guðjónsson gítarleikari og söngvararnir Hreimur Örn Heimisson og Þorbjörg Tryggvadóttir.

Sex appeal lék á sveitaböllum víðs vegar um Suðurland meðan hún starfaði, og kjarninn úr sveitinni stofnaði síðar hljómsveitina Land og syni, sem átti eftir að gera garðinn frægan.

Þess má geta þess að Hreimur sigraði undankeppni Söngkeppni framhaldsskólanna í Fsu snemma árs 1996.