Sexmenn [1] (1967)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Sexmenn en hún starfaði á Ísafirði árið 1967, hugsanlega þó mun lengur.

Meðlimir voru, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna, sex talsins en fjórir hafa verið nafngreindir, Þórarinn Gíslason sem gæti hafa leikið á píanó eða hljómborð, Samúel Einarsson bassaleikari, Ólafur Karvel Pálsson saxófónleikari og Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) saxófón- og harmonikkuleikari. Ekki er víst að þeir hafi verið samtíða í Sexmönnum.

Allar frekari upplýsingar um hina ísfirsku Sexmenn óskast sendar Glatkistunni.