Blossar og Barði (1964-65)

Blossar og Barði

Hljómsveitin Blossar og Barði starfaði í nokkra mánuði um miðjan sjöunda áratuginn á Ísafirði.

Sveitin var stofnuð upp úr V.V. og Barða sem hafði verið starfandi þar í bæ í nokkurn tíma, Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) hljómsveitarstjóri þeirrar sveitar lagði hana niður um haustið 1964 en hinir meðlimir sveitarinnar héldu áfram undir nafninu Blossar og Barði. Þeir voru Samúel Einarsson bassaleikari, Ólafur Karvel Pálsson saxófónleikari, Þórarinn Gíslason píanóleikari, Guðmundur Marinósson trommuleikari, Baldur Ólafsson gítarleikari og Barði Ólafsson söngvari, tveir Baldur og Barði voru bræður.

Blossar og Barði störfuðu til hausts 1965 en þeir félagar áttu eftir að starfa í ýmsum hljómsveitum vestra.