Bless (1988-91)

Nýbylgjusveitin Bless var ein þeirra sem reyndu fyrir sér erlendis í kringum 1990 en sveitin sendi frá sér tvær plötur á þeim þremur árum sem hún starfaði. Hægt er að beintengja sögu Bless við sögu S.h.draums og segja mætti jafnvel að um sömu sveit væri að ræða. S.h.draumur hafði verið skipaður þeim Gunnari L. Hjálmarssyni…

Bless – Efni á plötum

Bless – Melting Útgefandi: Smekkleysa / Bad taste Útgáfunúmer: SM 024 / BT 24 Ár: 1989 1. Hei (Hi) 2. Ástfangi (Bug for love) 3. Aleinn í bíó (Alone at the movies) 4. Nothing ever happens in my head 5. Buski (Yonder) 6. Akkerið mitt (My anchor) 7. Algjör þögn (Total silence) Flytjendur: Gunnar Hjálmarsson…

Blome (1992-95)

Hljómsveitin Blome birtist jafn snögglega og hún hvarf skömmu síðar en sveitin sendi frá sér eina plötu sem vakti nokkra athygli. Blome birtist með tilbúna plötu haustið 1995 sem þeir höfðu tekið upp fyrr á árinu en sveitin hafði þá verið til frá því 1992 án þess að koma fram. Meðlimir sveitarinnar voru Ívar Páll…

Blístró (1998-2000)

Ballhljómsveitin Blístró frá Grindavík fór mikinn á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin en verður einna helst minnst fyrir að haldast illa á nafni. Sveitin virðist hafa verið stofnuð árið 1998 og gekk hún fyrstu misserin undir nafninu Blístrandi æðarkollur en síðsumars 1999 tóku þeir upp nýtt nafn eða öllu heldur styttingu á gamla nafninu og hétu…

Bliss (1994)

Ballhljómsveitin Bliss var starfandi árið 1994, sendi frá sér lag á safnplötunni Heyrðu 4 og túraði með Pláhnetunni á lendum sveitaballanna þá um sumarið. Meðlimir sveitarinnar voru sagðir vera þeir Jochum Jóel Matthíasson söngvari, Þiðrekur Ólafsson bassaleikari, Pétur Hallgrímsson trommuleikari og Grímur Helgason gítarleikari. Tvö fyrst nefndu nöfnin finnast hins vegar hvergi í þjóðskrá og…

Blindhæð (1975)

Hljómsveit sem kallaðist Blindhæð starfaði í tvo eða þrjá mánuði á Akureyri vor og sumar 1975 og lék það sem kallað var soft rokk. Meðlimir sveitarinnar voru Bjarki Tryggvason söngvari og bassaleikari, Árni Friðriksson trommuleikari, Eiríkur Jóhannsson gítarleikari og Gunnar Ringsted gítarleikari.

Blossar og Barði (1964-65)

Hljómsveitin Blossar og Barði starfaði í nokkra mánuði um miðjan sjöunda áratuginn á Ísafirði. Sveitin var stofnuð upp úr V.V. og Barða sem hafði verið starfandi þar í bæ í nokkurn tíma, Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) hljómsveitarstjóri þeirrar sveitar lagði hana niður um haustið 1964 en hinir meðlimir sveitarinnar héldu áfram undir nafninu Blossar og…

Blossar (1975-79)

Um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar starfaði danshljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Blossar. Sveitin var starfrækt árið 1975 og lék þá töluvert á dansstöðum borgarinnar en síðan heyrist lítið frá henni í fjölmiðlum þar til 1979. Ekki er heldur alveg á hreinu hvort um sömu sveit sé að ræða. Meðlimir Blossa voru Stefán…

Bloodshed (um 1990)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Bloodshed sem starfaði í Reykjavík árið 1990 eða um það leyti. Gylfi Blöndal var gítarleikari þessarar sveitar sem skipuð var unglingum, en annað liggur ekki fyrir um hana.

Blome – Efni á plötum

Blome – The third twin Útgefandi: Lómasöngur Útgáfunúmer: BLOME 1 Ár: 1995 1. Oh by jingo 2. King of the world 3. Overnice 4. Black 5. Water juice 6. Showdown 7. Flexible energy 8. Stars 9. Cliché 10. Buffalo 11. Heaven is the place to be 12. Symbolic 13. I’m not quite right Flytjendur: Ívar…

Baggabandið [2] (1982)

Takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfaði í Gaulverjabæjarhreppi árið 1982, og að öllum líkindum lengur, undir nafninu Baggabandið. Kjarni sveitarinnar voru þeir Ragnar Geir Brynjólfsson bassaleikari og söngvari, Davíð [Kristjánsson?] hljómborðsleikari og Eiríkur [Jóhannesson?] gítarleikari en einnig komu nokkrir trommuleikarar við sögu Baggabandsins, þeir Bói [Ingimundur Bjarnason?], Már [Ólafsson?], Eric [?], Þorvaldur…

Baggabandið [1] (1985-91)

Ballhljómsveit var starfandi á Þórshöfn á Langanesi á síðari hluta níunda áratugarins undir nafninu Baggabandið. Í dagblaðsfrétt frá árinu 1988 var þessi sveit sögð hafa verið starfandi í tvö til þrjú ár. Sveitin var líklega enn starfandi um áramótin 1990-91. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en þær væru vel þegnar.

Baggabandið [4] (2002-03)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Baggabandið á vestanverðu Norðurlandi, hugsanlega Hofsósi eða Sauðárkróki á árunum 2002 og 2003. Fyrir liggur að Stefán Jökull Jónsson var í þessari sveit en engar aðrar upplýsingar er að finna um hana.

Baggabandið [3] (1993-95)

Hljómsveitin Baggabandið starfaði á Kirkjubæjarklaustri á tíunda áratug síðustu aldar og mun hafa leikið á böllum eystra. Upplýsingar um sveitina eru takmarkaðar, ekki liggur t.d. fyrir um hvenær hún var stofnuð en haustið 1993 gekk Eyþór Rafn Gissurarson gítarleikari til liðs við hana, hann tók við af Guðna Má Sveinssyni en aðrir meðlimir Baggabandsins voru…

Afmælisbörn 17. október 2018

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á listanum í dag: Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtíu og eins árs gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla…