Blues express (1993-2003)

Blússveitin Blues express starfaði í um áratug og var áberandi í blússenunni, höfuðvígi sveitarinnar var Blúsbarinn en sveitin lék þó miklu víðar bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Blues expreess átti rætur sínar að rekja til Akureyrar og var líklega stofnuð þar þótt þeir félagar gerðu síðar út frá höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi…

Blunt (1994-95)

Tríóið Blunt mun hafa verið starfandi á Snæfellsnesi árin 1994 og 95. Sveitin keppti vorið 1995 í Músíktilraunum en komst ekki í úrslit þeirra. Meðlimir hennar voru Hans Ísfjörð Guðmundsson gítarleikari, Hjalti Már Baldursson bassaleikari og Sævar Freyr Reynisson [Rúnarsson?] trommuleikari.

Blush – Efni á plötum

Blush – Blush Útgefandi: Blush Útgáfunúmer: B001 Ár: 1997 1. Island 2. Limits 3. Today 4. Stormy weathers 5. There is no way out 6. Perfect 7. Leaving 8. Believe 9. What do they mean 10. The man who had to leave Flytjendur: Davíð Ólafsson – trommur og slagverk Margrét Sigurðardóttir – söngur, píanó og…

Blush (1996-98)

Hljómsveitin Blush birtist á sjónarsviðinu með plötu haustið 1997 en fljótlega eftir það dó sveitin drottni sínum. Sveitin var stofnuð haustið 1996 og rétt um ári síðar hóf hún að leika á öldurhúsum borgarinnar með það fyrir markmiði að kynna væntanlega plötu sem síðan kom út í nóvember 1997. Meðlimir Blush voru þá Þór Sigurðsson…

Blus Böööögh! (1992)

Hljómsveit með það ótrúlega nafn Blus Böööögh! var á tónleikadagskrá listahátíðarinnar Unglist ´92 vorið 1992. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit eða hvort hún var yfirhöfuð til, eða jafnvel hvort um einhvers konar ásláttarvillu var að ræða, alltént þiggur Glatkistan allar nánari upplýsingar um Blus Böööögh!.

Blúsbrot [1] (1986-93)

Blúsbrot var blússveit sem starfaði í nokkur ár í kringum 1990. Blúsbrot var að nokkru leyti skipuð sömu liðsmönnum og Bylur sem starfaði um svipað leyti, meðlimir sveitarinnar voru snemma árs 1989 þeir Vignir Daðason söngvari, Svavar Sigurðsson hljómborðsleikari, Leó Geir Torfason gítarleikari, Ólafur Stolzenwald bassaleikari og Hafsteinn Björgvinsson gítarleikari. Þá um vorið gekk Gunnar…

Blúsband Jóns Baldurs (?)

Blúsband Jóns Baldurs (Blúsband JB) var einhvers konar afsprengi hljómsveitarinnar Grasrex sem starfað hafði árið 1974 og var annar fyrirrennara hljómsveitarinnar Diabolus in musica. Engar upplýsingar er að hafa um hvenær Blúsband Jóns Baldurs starfaði en það ku hafa verið löngu síðar en Grasrex starfaði, meðlimir Grasrex voru Páll Torfi Önundarson gítarleikari, Kjartan Jóhannesson gítarleikari,…

Blúsboltarnir (um 1985-)

Blúsboltarnir er í raun ekki starfandi hljómsveit heldur sveit sem kemur saman einu sinni á ári á Akranesi, 30. desember ár hvert. Upphaf Blúsboltanna má rekja til þess er Rúnar Júlíusson bassaleikari og Tryggvi J. Hübner gítarleikari voru eitt sinn að spila á Hótel Akranesi fyrir margt löngu, það gæti hafa verið annað hvort árið…

Blúsbrot Garðars Harðarsonar (1995-)

Blúbrot Garðars Harðarsonar hefur starfað frá árinu 1995 að minnsta kosti en þá kom hún fyrst fram á Jazzhátíð Egilsstaða. Sveitin gekk fyrstu árin undir nafninu Blúsband Garðars Harðarsonar en síðar var nafni hennar breytt í Blúsbrot Garðars Harðarsonar. Upphaflega gerði hún út frá Stöðvarfirði þaðan sem Garðar kemur en síðan má segja að sveitin…

Blúsbrot [2] (2006-)

Blúsbrot er sveit skipuð meðlimum sem fyrir löngu síðan starfræktu hljómsveitina Stæla. Sveitin kemur fram opinberlega einu sinni á hverju ári og hefur líklega gert það frá stofnun en meðlimir hennar eru Runólfur Birgir Leifsson gítarleikari, Helgi Sigurðsson trommuleikari, Jón Yngvi Björnsson söngvari og bassaleikari, Stefán E. Petersen hljómborðsleikari og Linda Walker söngkona.

Blúsbræður [1] (1986)

Hljómsveit sem bar nafnið Blúsbræður var starfrækt árið 1986 en engar frekari heimildir er að finna um sveitina, líftíma hennar eða meðlimi og er því óskað eftir upplýsingum þ.a.l.

Blúsbræður [3] (1990)

Árið 1990 starfaði hljómsveit í Keflavík undir nafninu Blúsbræður. Engar upplýsingar finnast meðlimi hennar eða hvort um sömu sveit sé að ræða og keppti í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík árið 1997.

Blúsbræður [2] (1987-88)

Blúsbræður var hljómsveit sem sett var saman að frumkvæði Þorsteins J. Vilhjálmssonar útvarpsmanns sem kallaði saman nokkra unga tónlistarmenn til að leika tónlistina úr kvikmyndinni Blues brothers á skemmtistaðnum Evrópu við Borgartún haustið 1987. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Ólafsson hljómborðsleikari sem var titlaður hljómsveitarstjóri, Guðmundur Jónsson gítarleikari, Birgir Bragason bassaleikari, Pétur Grétarsson trommuleikari, Hörður…

Blúsbræður [4] (1996)

Upplýsingar óskast um djasssveitina Blúsbræður sem lék á afmælishátíð Þórshafnar sumarið 1996, hvar sveitin starfaði, hversu lengi og hverjir skipuðu hana.

Afmælisbörn 31. október 2018

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Grétar Geirsson harmonikkuleikari í Áshól er áttatíu og eins árs gamall í dag. Grétar sem er með þekktari harmonikkuleikurum landsins hefur verið framarlega í félagsstarfi þeirra en einnig má heyra leik hans á fjölmörgum plötum s.s. Harmonikkufélags Rangæinga, Karlakórs Rangæinga, Félags harmonikkuunnenda, Sigfúss Ólafssonar, Ara Jónssonar…