Blúsboltarnir (um 1985-)

Blúsboltarnir

Blúsboltarnir er í raun ekki starfandi hljómsveit heldur sveit sem kemur saman einu sinni á ári á Akranesi, 30. desember ár hvert.

Upphaf Blúsboltanna má rekja til þess er Rúnar Júlíusson bassaleikari og Tryggvi J. Hübner gítarleikari voru eitt sinn að spila á Hótel Akranesi fyrir margt löngu, það gæti hafa verið annað hvort árið 1983 eða 88. Frekari upplýsingar um það má senda Glatkistunni. Þá stakk Skagamaðurinn Tómas R. Andrésson upp á því við tvímenningana að þeir myndu gera það að árlegum viðburði að leika á Skaganum. Það varð því úr að hljómsveit var stofnuð og ásamt Rúnari og Tryggva voru Eðvarð Lárusson gítarleikari og Birgir Baldursson bassaleikari sem mynduðu hana, Blúsboltana.

Hinir árlegu tónleikar hafa síðan farið fram á Skaganum á næst síðasta degi ársins, þann 30. desember og hefur líklega aldrei orðið messufall.

Kjarni sveitarinnar hefur verið sá sami en þegar Rúnar Júlíusson féll frá 2008 tók Sigurþór Þorgilsson sæti hans. Ýmsir aukamenn hafa svo komið og farið og má nefna þar nöfn eins og Gunnar Ringsted, Halldór Bragason, Jónínu Björgu Magnúsdóttur, Pálma Gunnarsson og Andreu Gylfadóttur, og sjálfsagt fleiri.