Blúsband Jóns Baldurs (?)

Blúsband Jóns Baldurs (Blúsband JB) var einhvers konar afsprengi hljómsveitarinnar Grasrex sem starfað hafði árið 1974 og var annar fyrirrennara hljómsveitarinnar Diabolus in musica.

Engar upplýsingar er að hafa um hvenær Blúsband Jóns Baldurs starfaði en það ku hafa verið löngu síðar en Grasrex starfaði, meðlimir Grasrex voru Páll Torfi Önundarson gítarleikari, Kjartan Jóhannesson gítarleikari, Kristján Sigurmundsson slagverksleikari, Einar Sigurmundsson trommuleikari og Jón Baldur Þorbjörnsson bassaleikari en óvíst er hvort þeir allir voru hluti af blúsbandinu.