Blúsbrot [1] (1986-93)

Blúsbrot

Blúsbrot var blússveit sem starfaði í nokkur ár í kringum 1990.

Blúsbrot var að nokkru leyti skipuð sömu liðsmönnum og Bylur sem starfaði um svipað leyti, meðlimir sveitarinnar voru snemma árs 1989 þeir Vignir Daðason söngvari, Svavar Sigurðsson hljómborðsleikari, Leó Geir Torfason gítarleikari, Ólafur Stolzenwald bassaleikari og Hafsteinn Björgvinsson gítarleikari. Þá um vorið gekk Gunnar Árnason í sveitina í stað Hafsteins en sveitin virðist ekki hafa starfað lengi eftir það.

Eftir nokkra pásu var Blúsbrot endurreist haustið 1990 og þá með nokkuð breytta liðsskipan, Vignir og Leó voru þá einu upprunalegu meðlimirnir en í hinna stað voru komnir Helgi Víkingsson trommuleikari og Björn Árnason bassa- og orgelleikari.

Enn lagðist hljómsveitin í dvala 1991 en byrjaði aftur í byrjun árs 1993, þá voru Vignir og Leó enn hryggjarstykkið í henni en Pétur Kolbeinsson bassaleikari og Karl J. Karlsson trommuleikari komu nýir inn. James Olsen söng einnig eitthvað með sveitinni um haustið 1993 en fljótlega eftir það virðist hún hætt endanlega störfum.