Bylur (1981-86)

Bylur

Hljómsveit Bylur starfaði á árunum 1981-86. Sveitin, sem var instrumental band, tók þátt í öðrum Músíktilraunum Tónabæjar sem haldnar voru haustið 1983 og komst þar í úrslit.

Meðlimir sveitarinnar voru árið 1984 þeir Matthías M.D. Hemstock trommuleikari, Svavar Sigurðsson hljómborðsleikari, Ólafur Stolzenwald bassaleikari og Leó Torfason gítarleikari en þegar sveitin átti lag á safnplötunni SATT 3 það sama ár, var Matthías horfinn á braut og Karl Jóhann [?] tekinn við trommunum en einnig hafði gítarleikarinn Jóhannes G. Snorrason bæst í sveitina. Þá mun Svenni Björgvins (Sveinn Björgvinsson) hafa verið í sveitinni um tíma.

Sveitin átti eftir að starfa til ársins 1986 með einhverjum hléum en þá átti hún annað lag á safnplötunni Skýjaborgir, sem Geimsteinn gaf út.

Þess má til gaman geta að lagið Rugl með Byl (sem kom út á safnplötunni SATT 3) var löngu síðar notað sem upphafsstef Næturvaktarinnar hjá Heiðu Eiríks á Rás 2.