Bylur (1981-86)

engin mynd tiltækHljómsveit Bylur starfaði á árunum 1981-86. Sveitin, sem var instrumental band, tók þátt í öðrum Músíktilraunum Tónabæjar sem haldnar voru haustið 1983 og komst þar í úrslit.

1984 var Bylur skipuð þeim Matthíasi M.D. Hemstock trommuleikara, Svavari Sigurðssyni hljómborðsleikara, Ólafi Stolzenwald bassaleikara og Leó Torfasyni gítarleikara en þannig skipuð átti sveitin lag á safnplötunni SATT 3 sem gefin var út það árið.

Sveitin átti eftir að starfa til ársins 1986 með einhverjum hléum en þá átti hún annað lag á safnplötunni Skýjaborgir, sem Geimsteinn gaf út.