Bleiku bastarnir – Efni á plötum

Bleiku bastarnir – Bleiku bastarnir [ep] Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM 06 Ár: 1987 1. Út í myrkrið 2. Sveittur í strigaskóm 3. Bastablús 4. Kakkalakki 5. Blómið 6. Þú veist Flytjendur: Páll Thayer – bassi Magnús Þorsteinsson – trommur Ívar Árnason – gítar Tryggvi Thayer – gítar Björn Baldvinsson – söngur

Bleiku bastarnir (1987-88)

Bleiku bastarnir voru áberandi í þeirri síðpönkvakningu sem átti sér stað á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar, tónlist sveitarinnar þótti vera blanda af skítugu rokki, pönki, rythmablús og rokkabillí og féll vel í kramið hjá vissum hópi tónlistaráhugafólks. Bleiku bastarnir (bastarðarnir) voru stofnaðir vorið 1987 og einhverjar mannabreytingar og tilraunir voru gerðar áður en…

Blámakvartettinn (1976-90)

Nafn Blámakvartettsins kom ekki til sögunnar fyrr en árið 1989 en sveitin hafði þá í raun verið starfandi allt frá 1976 með hléum, án nafns. Meðlimir Blámakvartettsins voru Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Björgvin Gíslason gítarleikari og Pétur Hjaltested hljómborðsleikari, þeir félagar sungu allir en fengu sér til fulltingis gestasöngvara á stundum s.s. Stefán…

Blástakkar [2] (1943-44)

Á Akureyri starfaði hljómsveit undir nafninu Blástakkar árin 1943 og 44 að minnsta kosti. Um var að ræða kvartett en engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir skipuðu hann.

Blástakkar [1] (1939-40)

Sönghópur að nafni Blástakkar virðist hafa verið starfandi við upphaf síðari heimsstyrjaldar, 1939 og 40. Engar upplýsingar finnast um stærð hópsins, stjórnanda eða annað.

Blend (1990)

Unglingahljómsveitin Blend starfaði í Hafnarfirði í kringum 1990 og var einn af fyrirrennurum hljómsveitarinnar Botnleðju. Meðlimir hennar voru Haraldur F. Gíslason trommuleikari, Heiðar Örn Kristjánsson gítarleikari, Ragnar Páll Steinsson bassaleikari og Unnar [Bjarnason?] sem gæti hafa leikið á hljómborð. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Bleeding volcano (1991-93)

Hljómsveitin Bleeding volcano var stofnuð snemma árs 1991 upp úr annarri sveit Boneyard, og með einhverjum mannabreytingum en sveitin var í blaðagrein sögð vera sprottun upp úr tónlistarlegum ágreiningi innan Boneyard. Aðalsprauta Bleeding volcano var Hallur Ingólfsson trommuleikari en auk hans voru í sveitinni í upphafi Sigurður Gíslason gítarleikari, Guðmundur Þórir Sigurðsson bassaleikari og Vilhjálmur…

Blátt blóð (um 1990)

Blússveitin Blátt blóð var starfrækt um tíma á tíunda áratug síðustu aldar, ekki liggur þó fyrir nákvæmlega hvenær. Þeir fóstbræður, Haraldur Gunnlaugsson og Hafþór Ragnarsson voru meðal sveitarliða, auk þess sem Tómas Jóhannesson var trommuleikari hennar en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi sveitarinnar.

Blástakkar [3] (1948-60)

Hljómsveitin Blástakkar var fyrsta danshljómsveitin sem starfaði í Rangárvallasýslu en fram til þess tíma höfðu harmonikkuleikarar, ýmist einir eða fleiri saman annast slíka ballspilamennsku. Sveitin var stofnuð líklega árið 1948 fremur en 49 og var kjarni hennar skipaður sömu mönnum mest allan tímann sem hún starfaði, það voru þeir Grétar Björnsson gítarleikari, Rúdolf Stolzenwald píanóleikari,…

Batmobile (um 1990)

Hljómsveitin Batmobile starfaði í kringum 1990 og var líklega í rokkaðri kantinum. Batmobile átti tvö lög á safnsnældunni Bít sem kom út 1990 en engar aðrar upplýsingar er að hafa um þessa sveit.  

Bleikir fílar á leið í meðferð (1991-92)

Upplýsingar um unglingahljómsveit starfandi á Eskifirði árin 1991 og 92 að minnsta kosti óskast sendar Glatkistunni. Sveitin var ýmist kölluð Bleikir fílar, Bleikir fílar og þrír í meðferð eða Bleikir fílar á leið í meðferð. Vitað er að Jens Garðar Helgason hljómborðsleikari var í þessari sveit en upplýsingar um aðra meðlimi hennar vantar. Sveitin mun…

Bleikir fílar (um 1990)

Unglingahljómsveit bar nafnið Bleikir fílar, líklega einhvern tímann á tíunda áratug síðustu aldar á Flateyri. Ekki liggur fyrir með vissu hverjir skipuðu þessa sveit, víst er að Valtýr Gíslason gítarleikari, Önundur Hafsteinn Pálsson trymbill og Ívar Kristjánsson [söngvari?] voru í henni og líkast til Stefán Steinar Jónsson, Kristinn Andri Þrastarson og Róbert Reynisson gítarleikari, að…

Bleeding volcano – Efni á plötum

Bleeding volcano – Damcrack Útgefandi: Bleeding volcano Útgáfunúmer: MYSA 001 Ár: 1992 1. Not the only one 2. Colors 3. Southbound train 4. Pride 5. Rotten to the core 6. Eruption 7. Clean 8. Greed 9. Straightahead 10. Tribute 11. Deep and wide 12. Lie to me 13. Winter Flytjendur: Hallur Ingólfsson – trommur og…

Blektár (um 1990)

Allar upplýsingar um hljómsveitina Blektár væru vel þegnar, sveitin mun hafa verið starfandi í kringum 1990 en um það leyti átti hún tvö lög á safnsnældunni Bít.

Afmælisbörn 10. október 2018

Aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari er fimmtíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla…