Blámakvartettinn (1976-90)

Blámakvartettinn

Nafn Blámakvartettsins kom ekki til sögunnar fyrr en árið 1989 en sveitin hafði þá í raun verið starfandi allt frá 1976 með hléum, án nafns.

Meðlimir Blámakvartettsins voru Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Björgvin Gíslason gítarleikari og Pétur Hjaltested hljómborðsleikari, þeir félagar sungu allir en fengu sér til fulltingis gestasöngvara á stundum s.s. Stefán Hilmarsson og Bubba Morthens. Um blússveit var að ræða.

Engar upplýsingar um sveitina finnast eftir 1990 en vel má vera að hún sé enn starfandi.