Draumasveitin (1991-92)

Egill Ólafsson - Tifa tifa

Umslag plötunnar Tifa tifa

Hljómsveitin Draumasveitin var tímabundið verkefni í kringum útgáfu fyrstu sólóplötu Egils Ólafssonar, Tifa tifa, sem kom út fyrir jólin 1991.

Þeir Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari höfðu leikið í upptökunum fyrir plötuna og voru tilbúnir í verkefnið en auk þeirra bættust í hópinn Þorsteinn Magnússon og Björgvin Gíslason gítarleikarar og Berglind Björk Jónasdóttir söngkona, Egill Ólafsson var að sjálfsögðu aðalsöngvari sveitarinnar.

Draumasveitin lék á fjölmörgum tónleikum fyrir jólin 1991 til kynningar á plötunni og því var reyndar haldið áfram fram á sumar 1992 þegar hún hætti störfum.