Bleikir fílar (um 1990)

Unglingahljómsveit bar nafnið Bleikir fílar, líklega einhvern tímann á tíunda áratug síðustu aldar á Flateyri.

Ekki liggur fyrir með vissu hverjir skipuðu þessa sveit, víst er að Valtýr Gíslason gítarleikari, Önundur Hafsteinn Pálsson trymbill og Ívar Kristjánsson [söngvari?] voru í henni og líkast til Stefán Steinar Jónsson, Kristinn Andri Þrastarson og Róbert Reynisson gítarleikari, að minnsta kosti einhverjir þeirra síðar töldu.

Bleikir fílar höfðu verið stofnaðir upp úr hljómsveitinni Amadeus og starfaði í einhvern tíma áður en hún hlaut nafnið Fjórtán rauðar rollur.

Frekari upplýsingar óskast um meðlimi og starfstíma þessarar sveitar.