SNO-tríóið (1949)

Hljómsveit sem bar heitið SNO-tríóið lék á dansleik í tengslum við héraðsmót sjálfstæðismanna á Flateyri síðsumars 1949, hér er reiknað með að um heimamenn hafi verið að ræða. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þetta tríó og er því hér með óskað eftir upplýsingum um það.

Siggi Björns (1955-)

Trúbadorinn Siggi Björns (Siggi Bjørns) hefur haft tónlist að lifibrauði síðan á níunda áratug síðustu aldar og hefur gefið út fjölda platna á ferli sínum, hann er líkast til einn víðförlasti tónlistarmaður Íslendinga en hann hefur heimsótt fjölda landa í flestum heimsálfum. Sigurður Björnsson eða Siggi Björns er fæddur (1955) og uppalinn á Flateyri, hann…

Uno 31 (1989)

Unglingahljómsveitin Uno 31 starfaði á Flateyri undir lok níunda áratugar síðustu aldar, að öllum líkindum árið 1989. Meðal meðlima sveitarinnar var Önundur Hafsteinn Pálsson trommuleikari sem síðar rak hljóðverið Tankinn á Flateyri, ekki er ljóst hverjir aðrir skipuðu Uni 31 en hljómsveitir eins og Amadeus, Bleikir fílar o.fl. voru síðari tíma útgáfur af henni og…

Fjórtán rauðar rollur (um 1990)

Fjórtán rauðar rollur var unglingahljómsveit starfandi á Flateyri, líklega í kringum 1990. Meðlimir sveitarinnar, sem var stofnuð upp úr Bleikum fílum, voru líklega þeir Önundur Hafsteinn Pálsson trommuleikari, Ívar Kristjánsson söngvari [?], Kristinn Andri Þrastarson [?], Róbert Reynisson gítarleikari og Stefán Steinar Jónsson [?]. Lesendur Glatkistunnar mega gjarnan fylla upp í þær eyður sem eru…

Fastagestirnir (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit frá Flateyri sem bar heitið Fastagestirnir, hverjir skipuðu hana, hvenær, hversu lengi og hver hljóðfæraskipanin var.

Cor (1997-2000)

Hljómsveitin Cor frá Flateyri starfaði í nokkur ár vestra og varð nokkuð þekkt fyrir að leika annars vegar undir Popppassíu sem Lýður Árnadóttir læknir á Flateyri hafði sett saman fyrir páskahátíðina 1999, og hins vegar á Rollings stones kvöldum á Vestfjörðum. Cor var stofnuð 1997 og var Vagninn á Flateyri fljótlega eins konar heimavöllur sveitarinnar,…

Villi Valli (1930-)

Villi Valli er líkast til einn þekktasti tónlistarmaður Vestfjarða, hann starfrækti fjölda sveita um og eftir miðja síðustu öld og sendi frá sér tvær plötur eftir sjötugt. Villi Valli sem heitir fullu nafni Vilberg Valdal Vilbergsson er fæddur á Flateyri vorið 1930 og hefur alið manninn nánast alla sína tíð fyrir vestan. Á æskuárum sínum…

Bleikir fílar (um 1990)

Unglingahljómsveit bar nafnið Bleikir fílar, líklega einhvern tímann á tíunda áratug síðustu aldar á Flateyri. Ekki liggur fyrir með vissu hverjir skipuðu þessa sveit, víst er að Valtýr Gíslason gítarleikari, Önundur Hafsteinn Pálsson trymbill og Ívar Kristjánsson [söngvari?] voru í henni og líkast til Stefán Steinar Jónsson, Kristinn Andri Þrastarson og Róbert Reynisson gítarleikari, að…

Samkór Vestur-Ísafjarðarsýslu (1992)

Blandaður kór var starfandi á Flateyri árið 1992 undir stjórn Ágústu Ágústdóttur prestfrúar í Holti í Önundarfirði. Þetta var kór sem innihélt um fjóra tugi söngfólks, og bar heitið Samkór Vestur-Ísafjarðarsýslu. Svo virðist sem kórinn hafi ekki starfað nema í fáeina mánuði.

S.V.O. tríóið (1948)

S.V.O. tríóið starfaði á Flateyri í fáeinar vikur síðsumars 1948. Það voru Sveinn Hafberg [?], Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) harmonikku- og píanóleikari og Óskar Magnússon [?] sem skipuðu tríóið en nafn þess var myndað úr upphafsstöfum þeirra.

Júnó 31 (1990)

Litlar heimildir finnast um hljómsveitina Júnó 31 sem skipuð var unglingum á aldrinum þrettán til fjórtán ára og starfaði á Flateyri vorið 1990. Júnó 31 sá um undirleik í leikritinu Randaflugunni sem Leikfélag Flateyrar setti á svið vorið 1990 en ekki liggur fyrir hver nöfn meðlima sveitarinnar voru eða hljóðfæraskipan hennar.

Karlakórinn Ernir [2] (1935-37)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um karlakórinn Erni sem starfaði á Flateyri 1935-37 að minnsta kosti. Theódór Árnason var stjórnandi kórsins. Allar nánari upplýsingar um Karlakórinn Erni væru vel þegnar.

Grétar á gröfunni (1988-92)

Flateyska hljómsveitin Grétar á gröfunni hélt uppi stuðinu á heimaslóðum í kringum 1990 en sveitin var stofnuð nokkuð fyrr, hugsanlega 1988. Hún starfaði líklega til 1992 hið minnsta en var endurvakin 2002. Meðlimir hennar 1990 voru Einar Hafberg, Trausti Bjarnason, Jón Svanberg Hjartarson, Steinþór Kristjánsson og Ragnar Gunnarsson. Ekki liggur fyrir hverjir spiluðu á hvaða hljóðfæri,…