Uno 31 (1989)

Unglingahljómsveitin Uno 31 starfaði á Flateyri undir lok níunda áratugar síðustu aldar, að öllum líkindum árið 1989.

Meðal meðlima sveitarinnar var Önundur Hafsteinn Pálsson trommuleikari sem síðar rak hljóðverið Tankinn á Flateyri, ekki er ljóst hverjir aðrir skipuðu Uni 31 en hljómsveitir eins og Amadeus, Bleikir fílar o.fl. voru síðari tíma útgáfur af henni og var kjarni þeirra sveita auk Önundar þeir Ívar Kristjánsson, Stefán Steinar Jónsson, Kristinn Andri Þrastarson og Róbert Reynisson.

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þessa flateysku sveit.