Saktmóðigur (1991-)

Hljómsveitin Saktmóðigur telst til pönkssveita og sé eingöngu tekið mið af þeim sveitum sem starfað hafa samfleytt er hún líklega langlífust allra slíka hérlendis. Á starfstíma sínum hefur Saktmóðigur sent frá sér fjölda platna og fátt bendir til þess að sveitin hætti störfum í bráð. Það mætti e.t.v. segja að tilviljun hafi ráðið því að…

Saga Class [2] (1993-2014)

Um langt árabil var hljómsveit starfandi undir nafninu Saga Class (einnig voru rithættirnir Saga Klass og Sagaklass notaðir) en sveitin var lengst af húshljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu enda vísar nafn sveitarinnar til hótelsins. Hópurinn sem skipaði sveitina hafði um nokkurra ára skeið á undan verið starfandi undir nafninu Sambandið og hafði meira að segja…

Saga Class [1] (1987-98)

Hljómsveit sem bar heitið Saga Class var húshljómsveit á skemmtistaðnum Evrópu veturinn 1987-88. Meðlimir þessarar sveitar vour allir í þekktari kantinum en þau voru söngvararnir Eiríkur Hauksson og Ellen Kristjánsdóttir, Friðrik Karlsson gítarleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Birgir Bragason bassaleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari.

Safír [3] (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Safír, þ.e. hvenær hún starfaði, hversu lengi og hvar, en meðlimir hennar munu hafa verið Helgi Sigurðsson trommuleikari, Jón Þorsteinsson bassaleikari, Stefán Petersen hljómborðsleikari og Erla Gígja Garðarsdóttir söngkona.

Safír [1] (1969)

Hljómsveit starfaði í Mývatnssveit sumarið 1969 undir nafninu Safír, ekki liggur þó fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði. Meðal meðlima Safír var Friðrik Friðiksson trommuleikari sem síðar starfaði með sveit á Dalvík undir sama nafni en upplýsingar vantar um aðra meðlimi þessarar sveitar og er óskað eftir þeim hér með.

Sabotage (1989)

Árið 1989 var hljómsveit stofnuð á Norðfirði af nokkrum ungum tónlistarmönnum þar í bæ, og hlaut hún nafnið Sabotage. Að öllum líkindum var þarna um rokk í þyngri kantinum að ræða. Sabotage starfaði ekki lengi undir þessu nafni, líklega í aðeins fáa mánuði en þá var nafni hennar breytt í Langi Keli og stubbarnir. Meðlimir…

Samband íslenskra karlakóra [félagsskapur] (1928-)

Samband íslenskra karlakóra (SÍK / S.Í.K.) hefur starfað síðan 1928 og verið eins konar regnhlífarsamtök karlakórastarfs hér landi síðan, haldið utan um landsmót eða söngmót sem stundum hafa verið haldin í tengslum við stærri hátíðir, haldið utan um blaðaútgáfu o.fl. Hugmyndin að stofnun slíkra samtaka hafði fyrst komið upp 1926 en þau voru ekki stofnuð…

Samband íslenskra harmonikuunnenda [félagsskapur] (1981-)

Samband íslenskra harmonikuunnenda (S.Í.H.U.) er það sem kalla mætti landssamtök áhugafólks um harmonikkuleik en innan þeirra vébanda eru líklega á annað þúsund manns í um tuttugu aðildarfélögum. Það voru sex harmonikkufélög sem stóðu að stofnun Sambands íslenskra harmonikuunnenda á Akureyri vorið 1981 en félagsskapurinn var stofnaður til að stuðla að og efla harmonikkuleik á Íslandi.…

Salt (2000)

Haustið 2000 keppti hljómsveit sem bar nafnið Salt í Tónlistarkeppni NFFA (nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) en sú keppni var árviss viðburður í félagslífi skólans lengi vel. Salt var að líkindum skammlíf hljómsveit og ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi hennar utan þess að Michael Nicolai Lucas Tosik fiðluleikari var einn þeirra, upplýsingar óskast um…

Saktmóðigur – Efni á plötum

Saktmóðigur – Legill [snælda] Útgefandi: Logsýra Útgáfunúmer: LOG1 Ár: 1992 1. Hermenn Krists 2. Kölski 3. Togarinn 4. Sjúpangið 5. Jónas rís (Misnotkun af valdskorti) 6. Ari 7. Barbapabbi 8. K.K.K. Hreint vald 9. Pervertinn Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Saktmóðigur – Fegurðin, blómin & guðdómurinn [ep] Útgefandi: Logsýra Útgáfunúmer: LOG2 Ár: 1993 1. Ari…

Samband íslenskra lúðrasveita [félagsskapur] (1954-)

Frá því um miðjan sjötta áratug síðustu aldar hefur verið starfrækt landssamband lúðrasveita hér á landi enda er lúðrasveitarformið elsta hljómsveitarformið í íslenskri tónlistarsögu en fyrsta hljómsveit þeirrar tegundar var sett á laggirnar vorið 1876 þegar Helgi Helgason stofnaði Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur. Undirbúningur hafði staðið frá árinu 1946 að stofnun þessara samtaka sem þá yrði samstarfsvettvangur…

Samband íslenskra lúðrasveita [félagsskapur] – Efni á plötum

Samband íslenskra lúðrasveita: Landið hljómar – ýmsir Útgefandi: Samband íslenskra lúðrasveita Útgáfunúmer: SÍL 001 Ár: 1989 1. Stórlúðrasveit S.Í.L. – Öxar við ána 2. Lúðrasveit Vestmannaeyja – Ég vildi geta sungið þér 3. Lúðrasveit Selfoss – Fótatak 4. Lúðrasveit Stykkishólms – Stykkishólmur 5. Lúðrasveitin Svanur – Maístjarnan 6. Hornaflokkur Kópavogs – Úr útsæ rísa Íslands…

Afmælisbörn 26. maí 2021

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og eins árs á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…