Url (1998-2003)

Hljómsveitin Url hlaut nokkra athygli í kringum síðustu aldamót, sendi frá sér lag á safnplötu sem naut vinsælda og virtist vera að fá athygli frá erlendum útsendurum plötuútgefenda. Ekkert varð þó úr því og fljótlega eftir að sveitin sendi frá sér sína fyrstu og einu plötu hætti hún störfum. Upphaf Urls má rekja til samstarfs…

Undir fölsku flaggi (2002)

Hljómsveitin Undir fölsku flaggi var starfandi árið 2002 og hugsanlega fram á 2003 en engar upplýsingar liggja fyrir um sveitina, hún gæti hugsanlega hafa verið starfrækti á Vesturlandi, í Borgarfirðinum eða þar í kring.

Uno 31 (1989)

Unglingahljómsveitin Uno 31 starfaði á Flateyri undir lok níunda áratugar síðustu aldar, að öllum líkindum árið 1989. Meðal meðlima sveitarinnar var Önundur Hafsteinn Pálsson trommuleikari sem síðar rak hljóðverið Tankinn á Flateyri, ekki er ljóst hverjir aðrir skipuðu Uni 31 en hljómsveitir eins og Amadeus, Bleikir fílar o.fl. voru síðari tíma útgáfur af henni og…

Universal monsters (um 2002)

Skagasveitin Universal monsters starfaði í kringum síðustu aldamót, ekki er ljóst hvenær hún tók til starfa en hugsanlega var það fyrir 2000. Árið 2002 var sveitin meðal keppenda í árlegri tónlistarkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi en engar sögur fara af afrekum hennar þar aðrar en Axel Freyr Gíslason bassaleikari sveitarinnar var kjörinn sá besti…

Unhuman casualties (1993)

Unhuman casualties var hljómsveit frá Akureyri sem var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1993. Meðlimir sveitarinnar, sem reyndar var sögð í umsögn Morgunblaðsins leika fremur dauðapopp en -rokk, voru þeir Gunnbjörn Arnljótsson trommuleikari, Sigurður Pálmason bassaleikari, Hjörtur Halldórsson gítarleikari, Ari Fannar Vilbergsson gítarleikari og Árni Jökull Gunnarsson söngvari. Unhuman casualties komst ekki í úrslit…

Ungmennafélagskórinn á Akranesi (um 1935)

Kór var starfandi innan Ungmennafélagsins á Akranesi undir stjórn Svöfu Þorleifsdóttur skólastjóra á sínum tíma. Ekki er að fullu ljóst hvenær þessi kór var starfandi en Svafa bjó og starfaði á Akranesi um tuttugu fimm ára skeið, á árunum 1919 til 1944 og því hefur kórinn verið starfandi á því tímabili. Eins gætu fleiri stjórnendur…

Ungir piltar [2] (1990)

Vorið 1990 var starfrækt hljómsveit í Borgarnesi sem bar nafnið Ungir piltar, ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði. Meðlimir Ungra pilta voru Halldór Hólm Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Andri Stefánsson bassaleikari, Ingvar Arndal Kristjánsson gítarleikari og Ómar Arndal Kristjánsson trommuleikari.

S.O.S. [2] (1978-86)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu SOS eða S.O.S. starfaði á höfuðborgarsvæðinu undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann níunda, og gerði einkum út á árshátíðarspilamennsku og þess konar samkomur. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1978 til 1986 og var líklega um tríó að ræða, það voru þeir Guðmundur Ingólfsson píanóleikari,…

S.O.S. [1] (1951-53)

Hljómsveit sem bar heitið S.O.S. (SOS) og gekk ýmist undir S.O.S. tríó eða kvartett heitinu (jafnvel Danshljómsveit S.O.S.) starfaði snemma á sjötta áratug síðustu aldar, á árunum 1951-53. Þessi sveit starfaði líkast til fyrir austan fjall og spilaði þar mest s.s. í Árnes- og Rangárvallasýslu en einnig á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum (1953) og reyndar eitthvað…

Utanbleikir (1997)

Upplýsingar óskast sendar Glatkistunni um söngtríó sem bar nafnið Utanbleikir en það kom fram á Fullveldishátíð haustið 1997 í Reykjavík. Ekki finnast neinar upplýsingar um meðlimi tríósins nema myndin sem hér fylgir.

Url – Efni á plötum

Url – Þröngsýni Útgefandi: Íslenzka upptökufélagið ehf Útgáfunúmer: URLCD001, Ár: 2001 1. Sykurlaust 2. Randaflugan 3. Systir 4. Lag nr. 4 5. Skítsama 6. Lítil stúlka læðist 7. Þröngsýni 8. Wang Jian 9. Ekkert mál 10. Nálægð Flytjendur: Garðar Örn Hinriksson – söngur Aðalheiður Ólafsdóttir – söngur Þröstur Jóhannsson – gítar Matthías Vilhjálmur Baldursson –…

Upptaka (1996)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hljómsveitar sem starfaði haustið 1996 undir nafninu Upptaka. Upptaka kom fram a.m.k. einu sinni opinberlega á höfuðborgarsvæðinu en annað er ekki að finna um þessa hljómsveit.

S.O.S. tríóið (1948-53)

Í kringum 1950 kom fram á sjónarsviðið tríó tónlistarmanna á barnsaldri undir nafninu S.O.S. tríóið, og vakti töluverða athygli. Líklega var tríóið stofnað árið 1948 en meðlimir þess voru þeir (Sigurður) Hrafn Pálsson gítarleikari, Ólafur Stephensen harmonikkuleikari og Stefán Stefánsson gítarleikari en þeir voru þá um tólf ára gamlir nemar í Miðbæjarskólanum, nafn sveitarinnar var…

Afmælisbörn 19. maí 2021

Í dag eru á skrá Glatkistunnar fimm afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er áttatíu og fimm ára gamall á þessum degi, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London…