Beggi Smári & Bex band á Dillon

Blúsarinn Bergþór Smári & Bex band verða með sumarblústónleika á Dillon við Laugaveg fimmtudagskvöldið 1. júlí kl. 21:00 og verður sérstakur gestur þeirra gítarleikarinn Nick Jameson. Ásamt Begga Smára sem leikur á gítar og syngur, skipa Bex bandið þeir Ásmundur Jóhannsson trommuleikari og Brynjar Páll Björnsson bassaleikari. Aðgangur er ókeypis.

Sextett Ólafs Gauks (1965-71)

Tónlistarmaðurinn Ólafur Gaukur Þórhallsson rak hljómsveitir í eigin nafni um lengri og skemmri tíma nánast allan sinn starfsferil, allt frá því fyrir 1950 og fram á þessa öld, þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa Sextett Ólafs Gauks sem starfaði á árunum 1965 til 1971 og gaf þá út fjölda laga sem nutu mikilla vinsælda.…

Sextett Ólafs Gauks – Efni á plötum

Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur, Björn R. Einarsson [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 516 Ár: 1967 1. Segðu ekki nei 2. Bara þig 3. Ef þú vilt verða mín 4. Því ertu svona uppstökk? Flytjendur: Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar og raddir Svanhildur Jakobsdóttir – söngur og raddir Björn R. Einarsson – söngur, básúna og raddir Helgi E. Kristjánsson – bassi og raddir…

Selma Kaldalóns (1919-84)

Selma Kaldalóns er kannski ekki á allra vitorði eins og faðir hennar, Sigvaldi Kaldalóns en hún var mikilvirt tónskáld sem reyndar lét ekki almennilega að sér kveða fyrr en hún var komin fram yfir miðjan aldur. Selma Kaldalóns (Cecilia María Kaldalóns) fæddist haustið 1919 á bænum Ármúla við Ísafjarðardjúp en þar var faðir hennar héraðlæknir.…

Sérsveit Eyjafjarðar (2016)

Harmonikkuhljómsveit sem gekk undir nafninu Sérsveit Eyjafjarðar (jafnvel Sérsveitin) starfaði sumarið 2016 að minnsta kosti, á Akureyri eða þar í kring. Meðlimir þessarar sveitar voru Valberg Kristjánsson, Árni Ólafsson, Hörður Kristinsson og Agnes Harpa Jósavinsdóttir en þau voru öll harmonikkuleikarar.

Sérsveitin [1] (1983)

Þegar þeim Guðna Rúnari Agnarssyni og Ásmundi Jónssyni var gert að hætta með útvarpsþætti sína á Ríkisútvarpinu, Áfanga sumarið 1983, kölluðu þeir saman hóp ungs tónlistarfólks til að flytja frumsamda tónlist í síðasta þættinum sem sendur var út í beinni útsendingu um verslunarmannahelgina þetta sumar. Það mun hafa verið Guðni Rúnar sem valdi tónlistarfólkið í…

Selma Kaldalóns – Efni á plötum

Guðrún Tómasdóttir – Sönglög eftir Sigvalda og Selmu Kaldalóns Útgefandi: Fálkinn / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: KALP 57 / IT 341 Ár: 1978 / 2009 1. Þú eina hjartans yndið mitt 2. Máninn 3. Ég lít í anda liðna tíð 4. Sólarlag 5. Hrauntöfrar 6. Vorvindur 7. Barnið 8. Til næturinnar 9. Nóttin var sú ágæt ein 10. Ave…

Sfinx (1966-67)

Hljómsveitin Sfinx var starfandi á árunum 1966-67 og lék á dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Meðlimir Sfinx voru þeir Ólafur Sigurðsson trommuleikari, Pétur Þorsteinsson bassaleikari, Magnús Stefánsson gítarleikari og Hannes Jón Hannesson gítarleikari, ekki er ljóst hver þeirra söng í hljómsveitinni en þeir félagar voru á aldrinum 17 til 19 ára gamlir.

Sérsveitin [4] (2004-09)

Upplýsingar um akureysku ballsveitina Sérsveitina eru af skornum skammti. Sveitin virðist hafa spilað mestmegnis á heimaslóðum á Akureyri nokkuð samfleytt á árunum 2004 til 2009 og var Vélsmiðjan þeirra heimavígi þótt hún lék reyndar víðar. Engar upplýsingar er að finna um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og mega lesendur Glatkistunnar gjarnan fylla upp þær eyður…

Sérsveitin [3] (2001-02)

Sérsveitin var hljómsveit starfandi á Vestfjörðum veturinn 2001-02 en hún var eins konar samstarf milli bæjarfélaga vestra, sameiginleg skólahljómsveit grunnskólanna í Bolungarvík og Ísafirði í samstarfi við tónlistarskólana á stöðunum og Menntaskólans á Ísafirði. Sveitin var sett á laggirnar í upphafi árs 2001 og starfaði líklega fram á vorið 2002 undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar,…

Sérsveitin [2] (1989-91)

Sérsveitin vakti töluverða athygli á árunum í kringum 1990, sendi frá sér lag í útvarpsspilun, spilaði töluvert á tónleikum en lognaðist svo útaf án þess að meira yrði úr hlutunum. Sérsveitin var líklega stofnuð í Breiðholtinu snemma á árinu 1989 og tók þá um vorið þátt í Músiktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Davíð Þór…

Shark remover (1992-95)

Tríóið Shark remover var ein þeirra sveita sem komu við sögu í kvikmyndinni Ein stór fjölskylda sem frumsýnd var árið 1995, og var þ.a.l. með á plötu sem gefin var út með tónlistinni úr myndinni. Meðlimir sveitarinnar voru þau Páll Garðarsson söngvari og gítarleikari, Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona og trommuleikari og Jón Emil [?] bassaleikari,…

Shake með öllu nema hráum (1988)

Vorið 1988 var hljómsveit sem bar nafnið Shake með öllu nema hráum meðal sveita sem kepptu í tónlistarkeppninni Viðarstauk, árlegri keppni innan Menntaskólans á Akureyri. Þessi sveit vann til verðlauna í keppninni, átti þar besta frumsamda lagið en engar upplýsingar er að finna um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar, þær væru vel þegnar.

Afmælisbörn 30. júní 2021

Á þessum síðasta degi júnímánaðar koma þrjú afmælisbörn við sögu: Hjörtur Howser píanó- og hljómborðsleikari er sextugur í dag og á stórafmæli. Hann hefur komið mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, fyrst með sveitum eins og Tívolí og Fermata um 1980 en síðan með Bogart, Dúndrinu, Gömmum, Grafík, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Partýtertunni, Stormsveitinni og að…

Afmælisbörn 29. júní 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fimmtíu og tveggja ára gömul í dag. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem sett…

Afmælisbörn 28. júní 2021

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Barnastjarnan og söngkonan Katla María (Gróa) Hausmann er fimmíu og tveggja ára gömul. Margir muna eftir henni í kringum 1980 en um það leyti komu út fjórar plötur með henni. Lög eins og Lítill Mexíkani, Ég fæ jólagjöf, Rúdolf og Prúðuleikararnir urðu feikilega vinsæl og um…

Afmælisbörn 27. júní 2021

Afmælisbörnin í dag eru þrjú talsins og eru þessi: Hallberg Daði Hallbergsson er þrjátíu og eins árs gamall í dag en hann var gítarleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir vorið 2005. Jakobínarína fór víða um lönd eftir sigurinn en lítið hefur farið fyrir Hallberg eftir að sveitin hætti störfum í ársbyrjun 2008. Hann hefur þó…

Afmælisbörn 26. júní 2021

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Stefán Hilmarsson söngvari á afmæli í dag en hann er fimmtíu og fimm ára gamall. Stefán kom fyrst fram með hljómsveitum eins og Bjargvættinum Laufeyju, Bóas, Tvöfalda bítinu og Reðr áður en hann steig á stokk með Sniglabandinu með lagið Jólahjól. Í kjölfarið fékk hann fjölmörg verkefni…

Afmælisbörn 25. júní 2021

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ragnar Páll Steinsson bassaleikari úr Hafnarfirði er fjörutíu og sjö ára í dag. Þekktasta sveit Ragnars er auðvitað Botnleðja en hann tók einnig þátt í Pollapönk ævintýrinu og hefur leikið með hljómsveitum eins og Blend og fleirum. María (Einarsdóttir) Markan óperusöngkona átti afmæli á þessum degi en…

Afmælisbörn 24. júní 2021

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á þrjátíu og tveggja ára afmæli í dag. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur reyndar hætt störfum en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara í Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk plötusamning erlendis en sneri heim og…

Sextett Jóns Sigurðssonar (1967-70)

Sextett Jóns Sigurðssonar starfaði um tæplega þriggja ára skeið undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar og var þá nokkuð á skjön við vinsælustu hljómsveitir landsins sem flestar léku bítla- og hippatónlist á þeim tíma, sextettinn þjónaði hins vegar eldri markhópi og naut töluverðra vinsælda. Sveitin var húshljómsveit í Þórscafé, hafði þar tekið við af Lúdó…

Sexual mutilations (1993)

Hljómsveitin Sexual mutilations var ein af fjölmörgum rokksveitum sem léku á tónleikum í Faxaskála sumarið 1993 en þeir voru á vegum óháðu listahátíðarinnar Ólétt ´93. Takmarkaðar upplýsingar finnast um þessa sveit, fyrir liggur að Sigtryggur Berg Sigmarsson var söngvari hennar en ekki finnst neitt meira um hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan hennar var, hversu lengi…

Séra Hannes & saurlífisseggirnir (1994-)

Hljómsveitin Séra Hannes & saurlífisseggirnir mun hafa átt sér forsögu í kringum 1970 en meðlimir sveitarinnar störfuðu þá í hljómsveitinni Næturgölunum / The Nightingales. Þeir félagar komu svo aftur saman undir þessu nafni árið 1994 þegar þeir fögnuðu 25 ára stúdentsafmæli, Hannes Örn Blandon trommuleikari Næturgala var þá orðinn prestur og því þótti við hæfi…

Seyðisfjarðartríóið (um 1930)

Seyðisfjarðartríóið sem svo er hér nefnt starfaði ekki undir því nafni en hefur í heimildum verið kallað það, en það var nafnlaust tríó starfandi í kringum 1930 á Seyðisfirði – hvenær nákvæmlega liggur þó ekki alveg fyrir. Það voru þeir Þorsteinn Gíslason fiðluleikari, Þórarinn Kristjánsson sellóleikari (bróðir Kristjáns Kristjánssonar (KK) saxófónleikara og faðir Leifs Þórarinssonar…

Sex show (1973-74)

Sönglagahópur sex unglingsstúlkna úr Ármúlaskóla gekk undir nafninu Sex show í byrjun árs 1974 og líklega hafði hópurinn þá verið starfandi um tíma. Engar upplýsingar er að finna hverjar skipuðu þennan hóp en ein þeirra lék aukreitis undir á gítar, og fluttu þær einhvers konar þjóðlagatónlist. Þegar hópurinn kom fram á FÁLM-hátíð í Tónabæ hafði…

Sandlóurnar – Efni á plötum

Karlakórinn Lóuþrælar & Sönghópurinn Sandlóur – Húmljóð Útgefandi: Karlakórinn Lóuþrælar Útgáfunúmer: LCD 002 Ár: 2002 1. Íslands lag 2. Vorvindar 3. Faðmur dalsins 4. Sumar er í sveitum 5. Máttur kærleikans 6. Logn og blíða 7. Borðsálmur 8. Lækurinn 9. Í páfans sal 10. Lát nikkuna hljóma 11. Þú ert mín draumadís 12. Hvar er…

Sandlóurnar (1987-2006)

Sönghópurinn Sandlóur eða Sandlóurnar eins og hann var iðulega kallaður var ekki eiginlegur kór þótt hann tengdist Karlakórnum Lóuþrælnum, um var að ræða sönghóp maka Lóuþrælanna sem oft kom fram ásamt karlakórnum. Vestur-húnvetnski karlakórinn Lóuþrælar hafði verið starfandi í um tvö ár árið 1987 þegar nokkrir makar meðlima kórsins stofnuðu sönghóp sem þær kölluðu Sandlóurnar,…

Sextett Óla Ben (1963)

Upplýsingar um Sextett Óla Ben (Sextett Ólafs Benediktssonar) eru mjög af skornum skammti en þessi sveit starfaði í fáeina mánuði vor og sumar 1963. Ólafur Benediktsson var hljómsveitarstjóri og trymbill sextettsins og söngkonan Bertha Biering söng með sveitinni en annað liggur ekki fyrir um hana, óskað er því eftir frekari upplýsingum um aðra meðlimi og…

Sextett Jóns Sigurðssonar – Efni á plötum

Sextett Jóns Sig. og Stefán [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 101 Ár: 1968 1. Góðir vinir 2. Við lindina 3. Sjómannavísa 4. Kossinn Flytjendur: Stefán Jónsson – söngur Jón Sigurðsson – [?] nokkrir félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands – [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Sextett Bigga Haralds (1981)

Sextett Bigga Haralds var eins konar ballhljómsveit starfandi sumarið 1981 í Mosfellssveit og mun hafa verið hliðarverkefni við hljómsveitina Pass sem sömu meðlimir starfræktu um svipað leyti, stofnuð upp úr hljómsveitinni Partý. Kjarni sveitarinnar var sá hinn sami og síðar skipaði Gildruna, þeir Birgir Haraldsson söngvari (sem sveitin er einmitt kennd við), Karl Tómasson trommuleikari…

Sextettinn (1975-77)

Hljómsveit sem gekk undir nokkrum nöfnum en verður hér skráð undir nafninu Sextettinn var starfrækt innan Menntaskólans við Tjörnina um skeið um og upp úr miðjum áttunda áratug síðustu aldar, sveitin vakti nokkra athygli fyrir spilamennsku sína en hún hýsti meðlimi sem síðar urðu þekktir tónlistarmenn og segja má að Sextettinn sé nokkurs konar undanfari…

Sextett Ólafs F. og Sara (1998)

Litlar upplýsingar liggja fyrir um hljómsveit sem starfaði í Eyjafirðinum snemma árs 1998 undir nafninu Sextett Ólafs F. og Sara. Lesendur Glatkistunnar mættu gjarnan senda síðunni frekari upplýsingar um þessa sveit s.s. meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Afmælisbörn 23. júní 2021

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru eftirfarandi: Kristján Freyr Halldórsson trommuleikari frá Hnífsdal er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Kristján hefur leikið með ótal hljómsveitum, fyrst vestra en síðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal sveita hans má nefna Níkagagva group, Homebreakers, Geirfuglunum, Miðnes, Prinspóló, Reykjavík! og Dr. Gunna. Kristján hefur einnig komið að tónlist með öðrum…

Afmælisbörn 22. júní 2021

Fimm afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á fimmtíu og níu ára afmæli. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur hafa komið…

Afmælisbörn 21. júní 2021

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sjötíu og fjögurra ára gömul í dag. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur ennfremur…

Afmælisbörn 20. júní 2021

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Ágústa (Aðalheiður) Ágústsdóttir sópransöngkona frá Þingeyri er áttatíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún nam söng og fiðluleik hér heima og í Þýskalandi, hefur haldið tónleika á Íslandi og erlendis en hefur starfað mestmegnis hér heima, hún stjórnaði m.a. Samkór Ísafjarðarsýslu á sínum tíma. Eftir Ágústu liggur…

Afmælisbörn 19. júní 2021

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Örn Árnason leikari og skemmtikraftur er sextíu og tveggja ára gamall í dag en hann er einnig kunnur söngvari og hefur bæði sungið inn á fjölmargar plötur tengdar leiksýningum auk annars konar platna. Hann hefur til að mynda verið í hlutverki sögumanns og sungið á plötum…

Afmælisbörn 18. júní 2021

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á plötum…

Afmælisbörn 17. júní 2021

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í seinni…

Samúel Ingimarsson (1952-)

Samúel Ingimarsson (f. 1952) hefur verið framarlega í kristilegu starfi hér á landi um árabil sem æskulýðsleiðtogi, forstöðumaður Fíladelfíu, predikari og leiðtogi í Veginum svo dæmi séu nefnd en í því starfi hefur tónlistin alltaf verið stór þáttur og fjöldi útgáfa í hvers konar formi kemur út árlega. Samúel var aðeins fimmtán ára þegar hann…

Samkór Húnaþings (1973-74)

Samkór Húnaþings var settur saman sérstaklega fyrir hátíðarhöld í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974 en slíkar hátíðir voru haldnar um allt land afmælisárið, líklegt er að kórinn hafi verið settur á stofn ári fyrr og hafið æfingar haustið á undan. Það var Sigríður G. Schiöth sem var stjórnandi Samkórs Húnaþings og hafði veg…

Semi in suits (1997)

Hljómveitin Semi in suits frá Selfossi keppti í Músíktilraunum vorið 1997 en hafði þar ekki erindi sem erfiði, komst ekki áfram í úrslitin. Sveitin sem hafði árið á undan keppt undir nafninu Peg, var skipuð þeim Magnúsi Á. Kristinssyni bassaleikara, Sigurði Magnússyni söngvara og gítarleikara og Þórhalli Stefánssyni trommuleikara.

Samúel Ingimarsson – Efni á plötum

Samúel Ingimarsson – Gleymum sjálfum oss um stund: Samúel Ingimarsson syngur og leikur [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1981 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Samúel Ingimarsson – söngur og gítar

Sammi brunavörður (1993-96)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sammi brunavörður starfaði í Heppuskóla á Höfn í Hornafirði undir lok síðustu aldar og var sveitin því skipuð meðlimum á unglingsaldri. Að öllum líkindum starfaði sveitin á árunum 1993 til 96 en ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um hana, Jóhann Ingi Sigurðsson sem síðar var gítarleikari í Changer og Þórður…

Sanasol – Efni á plötum

Sanasol – Feelarama / Stef [ep] Útgefandi: Thule Útgáfunúmer: MZF 6778 Ár: 1997 1. Feelarama 2. Stef Flytjendur: Aðalsteinn Guðmundsson – [?] Þórhallur Skúlason – [?] Sanasol – The normal spot [ep] Útgefandi: Thule Útgáfunúmer: THL002 Ár: 1997 / 2013 1. The normal spot 2. Feelarama Flytjendur: Aðalsteinn Guðmundsson – [?] Þórhallur Skúlason – [?]…

Sanasol (1995-)

Raftónlistarmennirnir Aðalsteinn Guðmundsson og Þórhallur Skúlason hafa komið víða við í tónlistarsköpun sinni og voru reyndar framarlega í þeirri bylgju raf- og danstónlistar sem reis hér hæst á tíunda áratugnum í kjölfar svipaðrar bylgju á Bretlandseyjum, Aðalsteinn sem Yagya, Plastik o.fl. og Þórhallur sem Thor o.fl. en sá síðarnefndi hefur jafnframt rekið Thule records um…

Sex ára svefn (1993)

Vorið 1993 var hljómsveit frá Norðfirði skráð í Músíktilraunir undir nafninu Sex ára svefn. Svo virðist sem sveitin hafi ekki mætt til leiks en í hennar stað kom önnur sveit frá Norðfirði sem bar nafnið Allodimmug, hugsanlega er um sömu sveit að ræða – að nafni Sex ára svefns hafi verið breytt í Allodimmug. Allar…

Setuliðið (1993 / 1996)

Setuliðið var hljómsveit sett saman fyrir tónleikadagskrá á Hótel Borg vorið 1993 þar sem söngtríóið Borgardætur söng stríðsáralög í anda Andrews systra en sveitin lék þar með þeim stöllum. Setuliðið lék undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar sem lék á hljómborð en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Þórður Högnason bassaleikari, Matthías M.D. Hemstock trommuleikari, Sigurður Flosason saxófón- og…

Senjórítukórinn (1995-)

Innan Kvennakórs Reykjavíkur starfaði lengi kór eldri kvenna undir nafninu Senjórítukór Kvennakórs Reykjavíkur, síðar fékk hann nafnið Senjórítukórinn, varð sjálfstæð eining og starfar enn. Kvennakór Reykjavíkur hafði verið starfandi frá árinu 1993 og þegar nokkrar kvennanna voru komnar á þann aldur haustið 1995 að raddir þeirra voru að breytast og hentuðu ekki lengur kórnum stofnaði…

Satorves (1994)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gæti hafa borið nafnið Satorves (með fyrirvara um rangan rithátt). Engar upplýsingar hafa fundist um þessa sveit nema að hún starfaði árið 1994.