Samúel Ingimarsson (1952-)

Samúel Ingimarsson (f. 1952) hefur verið framarlega í kristilegu starfi hér á landi um árabil sem æskulýðsleiðtogi, forstöðumaður Fíladelfíu, predikari og leiðtogi í Veginum svo dæmi séu nefnd en í því starfi hefur tónlistin alltaf verið stór þáttur og fjöldi útgáfa í hvers konar formi kemur út árlega. Samúel var aðeins fimmtán ára þegar hann…

Samkór Húnaþings (1973-74)

Samkór Húnaþings var settur saman sérstaklega fyrir hátíðarhöld í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974 en slíkar hátíðir voru haldnar um allt land afmælisárið, líklegt er að kórinn hafi verið settur á stofn ári fyrr og hafið æfingar haustið á undan. Það var Sigríður G. Schiöth sem var stjórnandi Samkórs Húnaþings og hafði veg…

Semi in suits (1997)

Hljómveitin Semi in suits frá Selfossi keppti í Músíktilraunum vorið 1997 en hafði þar ekki erindi sem erfiði, komst ekki áfram í úrslitin. Sveitin sem hafði árið á undan keppt undir nafninu Peg, var skipuð þeim Magnúsi Á. Kristinssyni bassaleikara, Sigurði Magnússyni söngvara og gítarleikara og Þórhalli Stefánssyni trommuleikara.

Samúel Ingimarsson – Efni á plötum

Samúel Ingimarsson – Gleymum sjálfum oss um stund: Samúel Ingimarsson syngur og leikur [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1981 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Samúel Ingimarsson – söngur og gítar

Sammi brunavörður (1993-96)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sammi brunavörður starfaði í Heppuskóla á Höfn í Hornafirði undir lok síðustu aldar og var sveitin því skipuð meðlimum á unglingsaldri. Að öllum líkindum starfaði sveitin á árunum 1993 til 96 en ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um hana, Jóhann Ingi Sigurðsson sem síðar var gítarleikari í Changer og Þórður…

Sanasol – Efni á plötum

Sanasol – Feelarama / Stef [ep] Útgefandi: Thule Útgáfunúmer: MZF 6778 Ár: 1997 1. Feelarama 2. Stef Flytjendur: Aðalsteinn Guðmundsson – [?] Þórhallur Skúlason – [?] Sanasol – The normal spot [ep] Útgefandi: Thule Útgáfunúmer: THL002 Ár: 1997 / 2013 1. The normal spot 2. Feelarama Flytjendur: Aðalsteinn Guðmundsson – [?] Þórhallur Skúlason – [?]…

Sanasol (1995-)

Raftónlistarmennirnir Aðalsteinn Guðmundsson og Þórhallur Skúlason hafa komið víða við í tónlistarsköpun sinni og voru reyndar framarlega í þeirri bylgju raf- og danstónlistar sem reis hér hæst á tíunda áratugnum í kjölfar svipaðrar bylgju á Bretlandseyjum, Aðalsteinn sem Yagya, Plastik o.fl. og Þórhallur sem Thor o.fl. en sá síðarnefndi hefur jafnframt rekið Thule records um…

Sex ára svefn (1993)

Vorið 1993 var hljómsveit frá Norðfirði skráð í Músíktilraunir undir nafninu Sex ára svefn. Svo virðist sem sveitin hafi ekki mætt til leiks en í hennar stað kom önnur sveit frá Norðfirði sem bar nafnið Allodimmug, hugsanlega er um sömu sveit að ræða – að nafni Sex ára svefns hafi verið breytt í Allodimmug. Allar…

Setuliðið (1993 / 1996)

Setuliðið var hljómsveit sett saman fyrir tónleikadagskrá á Hótel Borg vorið 1993 þar sem söngtríóið Borgardætur söng stríðsáralög í anda Andrews systra en sveitin lék þar með þeim stöllum. Setuliðið lék undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar sem lék á hljómborð en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Þórður Högnason bassaleikari, Matthías M.D. Hemstock trommuleikari, Sigurður Flosason saxófón- og…

Senjórítukórinn (1995-)

Innan Kvennakórs Reykjavíkur starfaði lengi kór eldri kvenna undir nafninu Senjórítukór Kvennakórs Reykjavíkur, síðar fékk hann nafnið Senjórítukórinn, varð sjálfstæð eining og starfar enn. Kvennakór Reykjavíkur hafði verið starfandi frá árinu 1993 og þegar nokkrar kvennanna voru komnar á þann aldur haustið 1995 að raddir þeirra voru að breytast og hentuðu ekki lengur kórnum stofnaði…

Satorves (1994)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gæti hafa borið nafnið Satorves (með fyrirvara um rangan rithátt). Engar upplýsingar hafa fundist um þessa sveit nema að hún starfaði árið 1994.

Sextett Berta Möller (1960-62)

Sextett Berta Möller var í raun sama sveit og Falcon sem þá hafði starfað í um þrjú ár í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar en ástæðan fyrir nafnabreytingunni var sú að einhver blaðaskrif höfðu þá orðið um að íslenskar hljómsveitir bæru erlend nöfn í stað íslenskra og vildi greinarhöfundur breytingar þar á. Sextett Berta Möller…

Afmælisbörn 16. júní 2021

Þrjú afmælisbörn dagsins koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni, þau eru öll látin: Fyrst ber að nefna tónlistarfrumkvöðulinn Olufu Finsen (1836-1908) en hún var landshöfðingjafrú sem bjó hérlendis um tveggja áratuga skeið. Á þeim tíma fór hún mikinn í íslensku tónlistarlífi, stofnaði hér kóra og æfði á heimili sínu, kenndi tónlist og varð aðal…