Setuliðið (1993 / 1996)

Setuliðið var hljómsveit sett saman fyrir tónleikadagskrá á Hótel Borg vorið 1993 þar sem söngtríóið Borgardætur söng stríðsáralög í anda Andrews systra en sveitin lék þar með þeim stöllum.

Setuliðið lék undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar sem lék á hljómborð en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Þórður Högnason bassaleikari, Matthías M.D. Hemstock trommuleikari, Sigurður Flosason saxófón- og klarinettuleikari, Veigar Margeirsson trompetleikari og Össur Geirsson básúnuleikari. Ásgeir Steingrímsson trompetleikari mun einnig hafa leyst Veigar eitthvað af.

Sýningarnar urðu nokkrar þarna um vorið og einnig lék sextettinn eitthvað um sumarið og haustið með Borgardætrum en síðan liðu þrjú þar næst heyrðist til sveitarinnar. Það var snemma vors 1996 þar sem sveitin lék á svipaðri söngdagskrá með Borgardætrum á Hótel Sögu undir stjórn Eyþórs en ekki liggja fyrir upplýsingar um hverjir skipuðu sveitina í það skiptið.