Afmælisbörn 31. maí 2021

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Afmælisbörn 30. maí 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og sjö ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir…

Afmælisbörn 29. maí 2021

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari er þrjátíu og tveggja ára gamall í dag. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni Bandinu hans…

Afmælisbörn 28. maí 2021

Fjögur afmælisbörn er að finna í gagnagrunni Glatkistunnar í dag: Helgi Pétursson jafnan kenndur við Ríó tríó er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann hefur sungið og leikið á kontrabassa með Ríó tríói allt síðan 1965 en hefur einnig fengist við annars konar tónlistartengd verkefni s.s. með Grasösnum sem og á plötum annarra…

Afmælisbörn 27. maí 2021

Þrjú afmælisbörn koma við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var Gunnar…

Saktmóðigur (1991-)

Hljómsveitin Saktmóðigur telst til pönkssveita og sé eingöngu tekið mið af þeim sveitum sem starfað hafa samfleytt er hún líklega langlífust allra slíka hérlendis. Á starfstíma sínum hefur Saktmóðigur sent frá sér fjölda platna og fátt bendir til þess að sveitin hætti störfum í bráð. Það mætti e.t.v. segja að tilviljun hafi ráðið því að…

Saga Class [2] (1993-2014)

Um langt árabil var hljómsveit starfandi undir nafninu Saga Class (einnig voru rithættirnir Saga Klass og Sagaklass notaðir) en sveitin var lengst af húshljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu enda vísar nafn sveitarinnar til hótelsins. Hópurinn sem skipaði sveitina hafði um nokkurra ára skeið á undan verið starfandi undir nafninu Sambandið og hafði meira að segja…

Saga Class [1] (1987-98)

Hljómsveit sem bar heitið Saga Class var húshljómsveit á skemmtistaðnum Evrópu veturinn 1987-88. Meðlimir þessarar sveitar vour allir í þekktari kantinum en þau voru söngvararnir Eiríkur Hauksson og Ellen Kristjánsdóttir, Friðrik Karlsson gítarleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Birgir Bragason bassaleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari.

Safír [3] (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Safír, þ.e. hvenær hún starfaði, hversu lengi og hvar, en meðlimir hennar munu hafa verið Helgi Sigurðsson trommuleikari, Jón Þorsteinsson bassaleikari, Stefán Petersen hljómborðsleikari og Erla Gígja Garðarsdóttir söngkona.

Safír [1] (1969)

Hljómsveit starfaði í Mývatnssveit sumarið 1969 undir nafninu Safír, ekki liggur þó fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði. Meðal meðlima Safír var Friðrik Friðiksson trommuleikari sem síðar starfaði með sveit á Dalvík undir sama nafni en upplýsingar vantar um aðra meðlimi þessarar sveitar og er óskað eftir þeim hér með.

Sabotage (1989)

Árið 1989 var hljómsveit stofnuð á Norðfirði af nokkrum ungum tónlistarmönnum þar í bæ, og hlaut hún nafnið Sabotage. Að öllum líkindum var þarna um rokk í þyngri kantinum að ræða. Sabotage starfaði ekki lengi undir þessu nafni, líklega í aðeins fáa mánuði en þá var nafni hennar breytt í Langi Keli og stubbarnir. Meðlimir…

Samband íslenskra karlakóra [félagsskapur] (1928-)

Samband íslenskra karlakóra (SÍK / S.Í.K.) hefur starfað síðan 1928 og verið eins konar regnhlífarsamtök karlakórastarfs hér landi síðan, haldið utan um landsmót eða söngmót sem stundum hafa verið haldin í tengslum við stærri hátíðir, haldið utan um blaðaútgáfu o.fl. Hugmyndin að stofnun slíkra samtaka hafði fyrst komið upp 1926 en þau voru ekki stofnuð…

Samband íslenskra harmonikuunnenda [félagsskapur] (1981-)

Samband íslenskra harmonikuunnenda (S.Í.H.U.) er það sem kalla mætti landssamtök áhugafólks um harmonikkuleik en innan þeirra vébanda eru líklega á annað þúsund manns í um tuttugu aðildarfélögum. Það voru sex harmonikkufélög sem stóðu að stofnun Sambands íslenskra harmonikuunnenda á Akureyri vorið 1981 en félagsskapurinn var stofnaður til að stuðla að og efla harmonikkuleik á Íslandi.…

Salt (2000)

Haustið 2000 keppti hljómsveit sem bar nafnið Salt í Tónlistarkeppni NFFA (nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) en sú keppni var árviss viðburður í félagslífi skólans lengi vel. Salt var að líkindum skammlíf hljómsveit og ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi hennar utan þess að Michael Nicolai Lucas Tosik fiðluleikari var einn þeirra, upplýsingar óskast um…

Saktmóðigur – Efni á plötum

Saktmóðigur – Legill [snælda] Útgefandi: Logsýra Útgáfunúmer: LOG1 Ár: 1992 1. Hermenn Krists 2. Kölski 3. Togarinn 4. Sjúpangið 5. Jónas rís (Misnotkun af valdskorti) 6. Ari 7. Barbapabbi 8. K.K.K. Hreint vald 9. Pervertinn Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Saktmóðigur – Fegurðin, blómin & guðdómurinn [ep] Útgefandi: Logsýra Útgáfunúmer: LOG2 Ár: 1993 1. Ari…

Samband íslenskra lúðrasveita [félagsskapur] (1954-)

Frá því um miðjan sjötta áratug síðustu aldar hefur verið starfrækt landssamband lúðrasveita hér á landi enda er lúðrasveitarformið elsta hljómsveitarformið í íslenskri tónlistarsögu en fyrsta hljómsveit þeirrar tegundar var sett á laggirnar vorið 1876 þegar Helgi Helgason stofnaði Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur. Undirbúningur hafði staðið frá árinu 1946 að stofnun þessara samtaka sem þá yrði samstarfsvettvangur…

Samband íslenskra lúðrasveita [félagsskapur] – Efni á plötum

Samband íslenskra lúðrasveita: Landið hljómar – ýmsir Útgefandi: Samband íslenskra lúðrasveita Útgáfunúmer: SÍL 001 Ár: 1989 1. Stórlúðrasveit S.Í.L. – Öxar við ána 2. Lúðrasveit Vestmannaeyja – Ég vildi geta sungið þér 3. Lúðrasveit Selfoss – Fótatak 4. Lúðrasveit Stykkishólms – Stykkishólmur 5. Lúðrasveitin Svanur – Maístjarnan 6. Hornaflokkur Kópavogs – Úr útsæ rísa Íslands…

Afmælisbörn 26. maí 2021

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og eins árs á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…

Afmælisbörn 25. maí 2021

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi er fimmtíu og þriggja ára gömul á þessum degi. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður með…

Afmælisbörn 24. maí 2021

Afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins í dag hjá Glatkistunni: Kristján Jóhannsson tenórsöngvari á sjötíu og þriggja ára afmæli á þessum degi. Kristján hóf sinn söngferil fyrir norðan, nam söng fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og á Ítalíu, þar sem hann starfaði um árabil en er nú fyrir nokkru fluttur heim til Íslands. Um…

Afmælisbörn 23. maí 2021

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Kári Þormar (Kárason) kórstjórnandi og organisti er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Kári sem í dag er stjórnandi Dómkórsins og organisti kirkjunnar, hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði til að mynda við Áskirkju, Fríkirkjuna og víðar. Kári nam orgel- og píanóleik hér heima,…

Afmælisbörn 22. maí 2021

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fimm talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er sextíu og tveggja ára gömul í dag. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig…

Afmælisbörn 21. maí 2021

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona er fjörutíu og sex ára gömul á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…

Afmælisbörn 20. maí 2021

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er sextíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkó, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó…

Url (1998-2003)

Hljómsveitin Url hlaut nokkra athygli í kringum síðustu aldamót, sendi frá sér lag á safnplötu sem naut vinsælda og virtist vera að fá athygli frá erlendum útsendurum plötuútgefenda. Ekkert varð þó úr því og fljótlega eftir að sveitin sendi frá sér sína fyrstu og einu plötu hætti hún störfum. Upphaf Urls má rekja til samstarfs…

Undir fölsku flaggi (2002)

Hljómsveitin Undir fölsku flaggi var starfandi árið 2002 og hugsanlega fram á 2003 en engar upplýsingar liggja fyrir um sveitina, hún gæti hugsanlega hafa verið starfrækti á Vesturlandi, í Borgarfirðinum eða þar í kring.

Uno 31 (1989)

Unglingahljómsveitin Uno 31 starfaði á Flateyri undir lok níunda áratugar síðustu aldar, að öllum líkindum árið 1989. Meðal meðlima sveitarinnar var Önundur Hafsteinn Pálsson trommuleikari sem síðar rak hljóðverið Tankinn á Flateyri, ekki er ljóst hverjir aðrir skipuðu Uni 31 en hljómsveitir eins og Amadeus, Bleikir fílar o.fl. voru síðari tíma útgáfur af henni og…

Universal monsters (um 2002)

Skagasveitin Universal monsters starfaði í kringum síðustu aldamót, ekki er ljóst hvenær hún tók til starfa en hugsanlega var það fyrir 2000. Árið 2002 var sveitin meðal keppenda í árlegri tónlistarkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi en engar sögur fara af afrekum hennar þar aðrar en Axel Freyr Gíslason bassaleikari sveitarinnar var kjörinn sá besti…

Unhuman casualties (1993)

Unhuman casualties var hljómsveit frá Akureyri sem var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1993. Meðlimir sveitarinnar, sem reyndar var sögð í umsögn Morgunblaðsins leika fremur dauðapopp en -rokk, voru þeir Gunnbjörn Arnljótsson trommuleikari, Sigurður Pálmason bassaleikari, Hjörtur Halldórsson gítarleikari, Ari Fannar Vilbergsson gítarleikari og Árni Jökull Gunnarsson söngvari. Unhuman casualties komst ekki í úrslit…

Ungmennafélagskórinn á Akranesi (um 1935)

Kór var starfandi innan Ungmennafélagsins á Akranesi undir stjórn Svöfu Þorleifsdóttur skólastjóra á sínum tíma. Ekki er að fullu ljóst hvenær þessi kór var starfandi en Svafa bjó og starfaði á Akranesi um tuttugu fimm ára skeið, á árunum 1919 til 1944 og því hefur kórinn verið starfandi á því tímabili. Eins gætu fleiri stjórnendur…

Ungir piltar [2] (1990)

Vorið 1990 var starfrækt hljómsveit í Borgarnesi sem bar nafnið Ungir piltar, ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði. Meðlimir Ungra pilta voru Halldór Hólm Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Andri Stefánsson bassaleikari, Ingvar Arndal Kristjánsson gítarleikari og Ómar Arndal Kristjánsson trommuleikari.

S.O.S. [2] (1978-86)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu SOS eða S.O.S. starfaði á höfuðborgarsvæðinu undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann níunda, og gerði einkum út á árshátíðarspilamennsku og þess konar samkomur. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1978 til 1986 og var líklega um tríó að ræða, það voru þeir Guðmundur Ingólfsson píanóleikari,…

S.O.S. [1] (1951-53)

Hljómsveit sem bar heitið S.O.S. (SOS) og gekk ýmist undir S.O.S. tríó eða kvartett heitinu (jafnvel Danshljómsveit S.O.S.) starfaði snemma á sjötta áratug síðustu aldar, á árunum 1951-53. Þessi sveit starfaði líkast til fyrir austan fjall og spilaði þar mest s.s. í Árnes- og Rangárvallasýslu en einnig á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum (1953) og reyndar eitthvað…

Utanbleikir (1997)

Upplýsingar óskast sendar Glatkistunni um söngtríó sem bar nafnið Utanbleikir en það kom fram á Fullveldishátíð haustið 1997 í Reykjavík. Ekki finnast neinar upplýsingar um meðlimi tríósins nema myndin sem hér fylgir.

Url – Efni á plötum

Url – Þröngsýni Útgefandi: Íslenzka upptökufélagið ehf Útgáfunúmer: URLCD001, Ár: 2001 1. Sykurlaust 2. Randaflugan 3. Systir 4. Lag nr. 4 5. Skítsama 6. Lítil stúlka læðist 7. Þröngsýni 8. Wang Jian 9. Ekkert mál 10. Nálægð Flytjendur: Garðar Örn Hinriksson – söngur Aðalheiður Ólafsdóttir – söngur Þröstur Jóhannsson – gítar Matthías Vilhjálmur Baldursson –…

Upptaka (1996)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hljómsveitar sem starfaði haustið 1996 undir nafninu Upptaka. Upptaka kom fram a.m.k. einu sinni opinberlega á höfuðborgarsvæðinu en annað er ekki að finna um þessa hljómsveit.

S.O.S. tríóið (1948-53)

Í kringum 1950 kom fram á sjónarsviðið tríó tónlistarmanna á barnsaldri undir nafninu S.O.S. tríóið, og vakti töluverða athygli. Líklega var tríóið stofnað árið 1948 en meðlimir þess voru þeir (Sigurður) Hrafn Pálsson gítarleikari, Ólafur Stephensen harmonikkuleikari og Stefán Stefánsson gítarleikari en þeir voru þá um tólf ára gamlir nemar í Miðbæjarskólanum, nafn sveitarinnar var…

Afmælisbörn 19. maí 2021

Í dag eru á skrá Glatkistunnar fimm afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er áttatíu og fimm ára gamall á þessum degi, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London…

Afmælisbörn 18. maí 2021

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst skal telja söngvarann Sævar Sverrisson en hann er sextíu og fjögurra ára gamall. Sævar hefur sungið með fjöldanum öllum af misþekktum hljómsveitum og  margir muna eftir honum í hljómsveitinni Spilafíflum í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Meðal annarra sveita sem hann hefur verið í má…

Afmælisbörn 17. maí 2021

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón…

Afmælisbörn 16. maí 2021

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jónas Sigurðsson skal fyrstan telja en hann er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Jónas hafði spilað á trommur með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna bönd eins Sólstrandagæjana, Trassana, Ýmsa flytjendur og Blöndustrokkana. Sólóferill Jónasar hófst 2006 þegar fyrsta…

Afmælisbörn 15. maí 2021

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Rúnar Erlingsson bassaleikari frá Raufarhöfn er sextíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Rúnars verður alltaf minnst sem eins af Utangarðsmönnum sem slógu í gegn sumarið 1980 en hann lék einnig með tengdum sveitum í kjölfarið, s.s. Bodies, Mögulegt óverdós, Puppets, Jasmini og Egó. Rúnar…

Afmælisbörn 14. maí 2021

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Ámundi Ámundason (Ámi) einn þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi áttunda áratugarins er sjötíu og sex ára gamall í dag. Ámundi annaðist umboðsmennsku fyrir hljómsveitir eins og Hljóma, auk þess að gefa út plötur undir merkjum ÁÁ-records. Hann markar þannig upphaf útgáfusögu Stuðmanna og Jóhanns G. Jóhannssonar en alls komu…

Afmælisbörn 13. maí 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú talsins í dag: Tónskáldið Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Hann bar fyrst á góma fjölmiðla á fyrri hluta áttunda áratugarins sem tónlistarmaður með hljómsveitinni Síberíu og síðar Melchior þar sem hann lék á gítar. Hann fór síðar í tónsmíðanám, fyrst í Reykjavík en síðan í…

Ummhmm (1998-99 / 2012)

Hljómsveitin Ummhmm starfaði á Akranesi og sendi frá sér eina plötu við lok síðustu aldar, sveitin varð þó fremur skammlíf. Ummhmm var stofnuð snemma árs 1998 en forsprakki hennar, Jónas Björgvinsson kallaði þá saman hóp til að vinna tónlist sem hann hafði sjálfur samið. Sjálfur lék Jónas á gítar og söng en aðrir meðlimir Ummhmm…

Íslenski kórinn í Lundi – Efni á plötum

Íslenski kórinn í Lundi – Kór Íslendingafélagsins í Lundi Útgefandi: Kór Íslendingafélagsins í Lundi Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1993 1. Vorið langt 2. Undir bláum sólarsali 3. Vísur Vatnsenda-Rósu 4. Ég að öllum háska hlæ 5. Krummavísa 6. Maístjarnan 7. Smávinir fagrir 8. Heyr, himnasmiður 9. Vagnar á skólalóð 10. Námsmaður erlendis 11. Leyndarmál 12.…

Íslenski kórinn í Stokkhólmi [2] (2003-05)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Íslenska kórinn í Stokkhólmi en hann mun hafa verið starfandi í Stokkhólmi höfuðborg Svíþjóðar í upphafi þessarar aldar, á árunum 2003 til 2005. Brynja Þóra Guðmundsdóttir var stjórnandi kórsins um tíma en ekki liggur þó fyrir hversu lengi eða hvort hann starfaði lengur en hér er sagt.

Íslenski kórinn í Stokkhólmi [1] (1982-85)

Á árunum 1982 til 1985 starfaði kór Íslendinga í Stokkhólmi í Svíþjóð undir stjórn Berglindar Bjarnadóttur en hún var þá við nám í Stokkhólmi. Líklega stofnaði Berglind kórinn og stjórnaði honum alla tíð en starfsemi hans lagðist að öllum líkindum niður þegar hún lést eftir veikindi. Ekki er ljóst hvert nafn kórsins var, hér er…

Íslenski kórinn í Lundi (1991-)

Blandaður kór skipaður Íslendingum hefur verið starfandi í Lundi í Svíþjóð síðan 1991, með litlum eða engum hléum. Það var sumarið 1991 sem kórinn var formlega stofnaður en hann hefur frá upphafi gengið undir nafninu Íslenski kórinn í Lundi, líklega hafði hann þó óformlega verið starfandi allt frá árinu 1983. Fjölmargir hafa stjórnað þessum kór…