S.O.S. tríóið (1948-53)

Í kringum 1950 kom fram á sjónarsviðið tríó tónlistarmanna á barnsaldri undir nafninu S.O.S. tríóið, og vakti töluverða athygli.

Líklega var tríóið stofnað árið 1948 en meðlimir þess voru þeir (Sigurður) Hrafn Pálsson gítarleikari, Ólafur Stephensen harmonikkuleikari og Stefán Stefánsson gítarleikari en þeir voru þá um tólf ára gamlir nemar í Miðbæjarskólanum, nafn sveitarinnar var myndað úr upphafsstöfum þeirra félaga.

S.O.S tríóið lék víða á höfuðborgarsvæðinu, einkum tónleikum og skemmtunum ætluðum börnum og unglingum en sveitin starfaði líklega allt til ársins 1953. Þeir Hrafn og Ólafur áttu eftir að starfa við tónlist á fullorðinsárum, og þess má geta að Stefán þessi var sonur óperusöngvarans Stefáns Íslandi.