Afmælisbörn 30. maí 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og sjö ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir…