Ummhmm (1998-99 / 2012)

Hljómsveitin Ummhmm starfaði á Akranesi og sendi frá sér eina plötu við lok síðustu aldar, sveitin varð þó fremur skammlíf. Ummhmm var stofnuð snemma árs 1998 en forsprakki hennar, Jónas Björgvinsson kallaði þá saman hóp til að vinna tónlist sem hann hafði sjálfur samið. Sjálfur lék Jónas á gítar og söng en aðrir meðlimir Ummhmm…

Íslenski kórinn í Lundi – Efni á plötum

Íslenski kórinn í Lundi – Kór Íslendingafélagsins í Lundi Útgefandi: Kór Íslendingafélagsins í Lundi Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1993 1. Vorið langt 2. Undir bláum sólarsali 3. Vísur Vatnsenda-Rósu 4. Ég að öllum háska hlæ 5. Krummavísa 6. Maístjarnan 7. Smávinir fagrir 8. Heyr, himnasmiður 9. Vagnar á skólalóð 10. Námsmaður erlendis 11. Leyndarmál 12.…

Íslenski kórinn í Stokkhólmi [2] (2003-05)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Íslenska kórinn í Stokkhólmi en hann mun hafa verið starfandi í Stokkhólmi höfuðborg Svíþjóðar í upphafi þessarar aldar, á árunum 2003 til 2005. Brynja Þóra Guðmundsdóttir var stjórnandi kórsins um tíma en ekki liggur þó fyrir hversu lengi eða hvort hann starfaði lengur en hér er sagt.

Íslenski kórinn í Stokkhólmi [1] (1982-85)

Á árunum 1982 til 1985 starfaði kór Íslendinga í Stokkhólmi í Svíþjóð undir stjórn Berglindar Bjarnadóttur en hún var þá við nám í Stokkhólmi. Líklega stofnaði Berglind kórinn og stjórnaði honum alla tíð en starfsemi hans lagðist að öllum líkindum niður þegar hún lést eftir veikindi. Ekki er ljóst hvert nafn kórsins var, hér er…

Íslenski kórinn í Lundi (1991-)

Blandaður kór skipaður Íslendingum hefur verið starfandi í Lundi í Svíþjóð síðan 1991, með litlum eða engum hléum. Það var sumarið 1991 sem kórinn var formlega stofnaður en hann hefur frá upphafi gengið undir nafninu Íslenski kórinn í Lundi, líklega hafði hann þó óformlega verið starfandi allt frá árinu 1983. Fjölmargir hafa stjórnað þessum kór…

Íslenskt söngvasafn [annað] (1915-)

Fá rit hafa haft jafn mikil áhrif á íslenska sönghefð og Íslenskt söngvasafn (Íslenzkt söngvasafn), sem kom út í tvennu lagi 1915 og 16, nema e.t.v. sálmabókin “Grallarinn” sem kom út í lok sextándu aldar að frumkvæði Guðbrands biskups Þorlákssonar. Forsaga málsins er sú að árið 1911 kom út bókin Íslensk söngbók sem þeir bræður…

Íslenskur barnakór í Winnipeg [1] (1938)

Takmarkaðar heimildir finnast um barnakór sem starfaði undir stjórn Ragnars H. Ragnar í byggðum Íslendinga í Winnipeg, höfuðborgar Manitoba í Kanada. Fyrir liggur að kórinn kom fram í útvarpi vorið 1938 en annað liggur ekki fyrir um þennan kór sem hér er nefndur Íslenskur barnakór í Winnipeg, upplýsingar vantar hins vegar um rétt nafn kórsins.

Umboðsþjónustan [umboðsskrifstofa] (1985-86)

Fyrirtæki sem bar nafnið Umboðsþjónustan starfaði í fáeina mánuði veturinn 1985-86 og annaðist þá umboðsmennsku fyrir fjölda hljómsveita og tónlistarmenn s.s. Stuðmenn, Grafík, Herbert Guðmundsson, Magnús Þór Sigmundsson og Fiction auk annarra skemmtikrafta. Það voru þeir Sævar Pálsson og Halldór Sighvatsson sem voru eigendur og framkvæmdastjórar Umboðsþjónustunnar en þeir sáu einnig um að halda utan…

Íviður (um 1990)

Í kringum 1990 (nákvæmt ártal liggur ekki fyrir) mun hafa verið starfandi hljómsveit innan Menntaskólans á Akureyri en sveitina skipuðu þeir sömu og um svipað leyti störfuðu í Piflonkyd. Þetta voru þeir Ásbjörn Blöndal bassaleikari, Hjörvar Pétursson söngvari, Magnús Guðmundsson gítarleikari, Oddur Árnason gítarleikari og Ómar Árnason trommuleikari. Hljóðfæraskipanin hér að framan miðast við Piflonkyd…

Íslenskur aðall (1990-91)

Íslenskur aðall var skammlíf ballhljómsveit sem starfaði í nokkrar vikur veturinn 1990-91 og lék líklega einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð um haustið 1990 og voru meðlimir hennar þeir Magnús Stefánsson trommuleikari, Jóhannes Eiðsson söngvari, Bergur Heiðar Hinriksson bassaleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Strax eftir áramótin hafði hljómborðsleikarinn Þórir Úlfarsson bæst í hópinn en sveitin…

Íslenskt tónlistarsumar [tónlistarviðburður] (1991-92 / 2009)

Árið 1991 var sett á laggirnar tónlistartengt verkefni undir yfirskriftinni Íslenskt tónlistarsumar í því skyni að efla veg íslenskrar tónlistar yfir sumartímann en þá hafði mest öll sala á tónlist til þess tíma mestmegnis farið fram í svokölluðu jólaplötuflóði í desember en lítið á öðrum árstímum. Átakið hófst formlega á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2001 en…

Ummhmm – Efni á plötum

Ummhmm – Haust Útgefandi: Nasa Útgáfunúmer: Nasa 001 Ár: 1998 1. Vináttubönd 2. Plastkortablús 3. Samband 4. Haustið 5. Brosið 6. Sunnudagspabbi 7. Mannkynið 8. Svik og plott 9. Skjárinn 10. Norðurljós Flytjendur: Jónas Björgvinsson – söngur, munnharpa, píanó og gítar Þórunn P. Jónsdóttir – söngur og raddir Júlíus Þórðarson – söngur og raddir Ragnar…

UMFÍ kórinn (um 1990-97)

Heimildir um kór starfandi innan Ungmennafélags Íslands eru af skornum skammti en hann virðist hafa verið starfandi á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar – e.t.v. nær saga hans lengra í tíma. Fyrir liggur að kórinn, sem hér er nefndur UMFÍ kórinn, var starfandi í kringum 1990, og árið 1997 var stjórnandi hans Lisbeth Dahlin en aðrar…

Underground family (1994-96)

Underground family er eitt þeirra fjölmörgu verkefna sem Þórhallur Skúlason kom að í lok síðustu aldar en sveitin var hugarfóstur hans þar sem hann hafði sér til aðstoðar nokkra aðra tónlistarmenn. Underground family lék eins konar danstónlist en sveitin lét fyrst að sér kveða á safnplötunni Egg ´94 sumarið 1994 með tveimur lögum, annars vegar…

Afmælisbörn 12. maí 2021

Níu tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Helga Möller á sextíu og fjögurra ára afmæli í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil…