Íviður (um 1990)

Í kringum 1990 (nákvæmt ártal liggur ekki fyrir) mun hafa verið starfandi hljómsveit innan Menntaskólans á Akureyri en sveitina skipuðu þeir sömu og um svipað leyti störfuðu í Piflonkyd. Þetta voru þeir Ásbjörn Blöndal bassaleikari, Hjörvar Pétursson söngvari, Magnús Guðmundsson gítarleikari, Oddur Árnason gítarleikari og Ómar Árnason trommuleikari. Hljóðfæraskipanin hér að framan miðast við Piflonkyd en ekki liggur fyrir hvort hún var sú sama í þessari sveit.